Ekkert samráð fyrir lokun Vinjar: „Ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. desember 2022 13:30 Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar. Vísir Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. Borgarstjórn ákvað á fundi sínum fyrr í vikunni að leggja niður starfsemi Vinjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, sem hluta af sparnaðaraðgerða borgarinnar. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, gagnrýnir borgina fyrir skort á samráði og segir ákvörðunina skjóta skökku við. „Það sem við söknum fyrst og fremst er bara samtal og samráð um þessar hugmyndir áður en þær koma fram af því að við vissum ekkert af þessu fyrr en þetta kom fram í fyrradag,“ segir Héðinn. „Borgin talar um samtal og samráð um að leysa þessi úrræði en það hefur ekkert verið.“ Vin er eitt fjögurra úrræða í fjórum sveitarfélögum sem sinna einstaklingum með geðraskanir, hin eru Lækur í Hafnarfirði, Dvöl í Kópavogi og Laut á Akureyri, en þau voru sett á fót í kringum aldamótin af Rauða krossinum. Fyrir ári síðan voru lagðar fram tvær sviðsmyndir fyrir starfsemina, annað hvort yrði þjónustan samþætt eða starfsemin lögð niður. Að sögn Héðins átti sér þó ekki stað frekari umræða eftir það. Fólk sem hafi jafnvel aðeins þetta eina úrræði Reykjavíkurborg tók við rekstrinum í sumar en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að næsta skref eftir ákvörðunina um að leggja starfsemina niður væri að eiga samtal við Geðhjálp og öðrum um hvernig hægt væri að þjónusta hópinn með öðrum hætti. Ekki var þó samtal um þau mál fyrir fram. „Þetta er þjónusta fyrir 20 til 30 manns á dag og þessir einstaklingar þurfa hlutverk og virkni til að rjúfa félagslega einangrun, og það er náttúrulega ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti, að þetta gerist bara einn tveir og þrír og það sé ekkert samtal við hagsmunarsamtök þessara einstaklinga,“ segir Héðinn. Hann bindur þó vonir við að samtalið verði meira á næstunni og segir mikilvægt að tryggja þjónustu fyrir þá einstaklinga sem þurfa á henni að halda, hvort sem það verði áframhaldandi starf Vinjar eða önnur úrræði. „Það þarf bara að taka samtal um þetta áður en að svona ákvarðanir eru teknar sem hafa áhrif á líf fólks sem að hefur kannski bara þetta eina úrræði til að styðjast við, eins og dagurinn svolítið hverfist um það á hverjum degi að mæta á einn stað og hitta fólk og þar fram eftir götum. Það þarf eitthvað aðeins að forvinna þessar ákvarðanir betur og eiga samtalið fyrr,“ segir Héðinn. Geðheilbrigði Reykjavík Borgarstjórn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn“ Mun breiðari stuðningur reyndist við nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en borgarstjóri gerði ráð fyrir. Minnihlutinn segir að ekki hafi verið gengið nógu langt í hagræðingum hjá stórskuldugri borg. 7. desember 2022 14:00 „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Borgarstjórn ákvað á fundi sínum fyrr í vikunni að leggja niður starfsemi Vinjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, sem hluta af sparnaðaraðgerða borgarinnar. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, gagnrýnir borgina fyrir skort á samráði og segir ákvörðunina skjóta skökku við. „Það sem við söknum fyrst og fremst er bara samtal og samráð um þessar hugmyndir áður en þær koma fram af því að við vissum ekkert af þessu fyrr en þetta kom fram í fyrradag,“ segir Héðinn. „Borgin talar um samtal og samráð um að leysa þessi úrræði en það hefur ekkert verið.“ Vin er eitt fjögurra úrræða í fjórum sveitarfélögum sem sinna einstaklingum með geðraskanir, hin eru Lækur í Hafnarfirði, Dvöl í Kópavogi og Laut á Akureyri, en þau voru sett á fót í kringum aldamótin af Rauða krossinum. Fyrir ári síðan voru lagðar fram tvær sviðsmyndir fyrir starfsemina, annað hvort yrði þjónustan samþætt eða starfsemin lögð niður. Að sögn Héðins átti sér þó ekki stað frekari umræða eftir það. Fólk sem hafi jafnvel aðeins þetta eina úrræði Reykjavíkurborg tók við rekstrinum í sumar en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að næsta skref eftir ákvörðunina um að leggja starfsemina niður væri að eiga samtal við Geðhjálp og öðrum um hvernig hægt væri að þjónusta hópinn með öðrum hætti. Ekki var þó samtal um þau mál fyrir fram. „Þetta er þjónusta fyrir 20 til 30 manns á dag og þessir einstaklingar þurfa hlutverk og virkni til að rjúfa félagslega einangrun, og það er náttúrulega ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti, að þetta gerist bara einn tveir og þrír og það sé ekkert samtal við hagsmunarsamtök þessara einstaklinga,“ segir Héðinn. Hann bindur þó vonir við að samtalið verði meira á næstunni og segir mikilvægt að tryggja þjónustu fyrir þá einstaklinga sem þurfa á henni að halda, hvort sem það verði áframhaldandi starf Vinjar eða önnur úrræði. „Það þarf bara að taka samtal um þetta áður en að svona ákvarðanir eru teknar sem hafa áhrif á líf fólks sem að hefur kannski bara þetta eina úrræði til að styðjast við, eins og dagurinn svolítið hverfist um það á hverjum degi að mæta á einn stað og hitta fólk og þar fram eftir götum. Það þarf eitthvað aðeins að forvinna þessar ákvarðanir betur og eiga samtalið fyrr,“ segir Héðinn.
Geðheilbrigði Reykjavík Borgarstjórn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn“ Mun breiðari stuðningur reyndist við nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en borgarstjóri gerði ráð fyrir. Minnihlutinn segir að ekki hafi verið gengið nógu langt í hagræðingum hjá stórskuldugri borg. 7. desember 2022 14:00 „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn“ Mun breiðari stuðningur reyndist við nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en borgarstjóri gerði ráð fyrir. Minnihlutinn segir að ekki hafi verið gengið nógu langt í hagræðingum hjá stórskuldugri borg. 7. desember 2022 14:00
„Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11
Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45