Eftirmaðurinn heitir Luis de la Fuente og hefur þjálfað yngri landslið Spánar síðan 2013. Hann þjálfaði U-19 ára landsliðið 2013-18, U-21 árs landsliðið 2018-22 og U-23 ára landsliðið 2021.
OFICIAL | La @RFEF confía en Luis de la Fuente como nuevo seleccionador nacional @SEFutbol
— RFEF (@rfef) December 8, 2022
La junta directiva debe aprobar el nombramiento el próximo lunes
https://t.co/Pj4Wf6McMx#VamosEspaña pic.twitter.com/V3iIvR5EUx
De la Fuente var vinstri bakvörður og lengst af ferilsins lék hann með Athletic Bilbao. Hann þjálfaði svo varalið félagsins í tvígang.
Spænska landsliðið tapaði fyrir Marokkó í vítaspyrnukeppni, 3-0, í sextán liða úrslitum á HM í Katar. Spánverjar hófu heimsmeistaramótið af miklum krafti og unnu Kosta Ríkamenn, 7-0, í fyrsta leik sínum. Þeir unnu hins vegar ekki leik eftir það.