Stjórnvöld skapa rammann og nauðsynlegt að sýna þeim þrýsting Elísabet Inga Sigurðardóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 8. desember 2022 23:18 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld bera ábyrgð á því að setja umgjörð utan um íbúðamarkaðinn. Hún vísar því á bug að stjórnvöld hafi gert það sem þau geti til þess að sporna við hækkunum. Í gær greindi fréttastofa frá raunveruleika Brynju Hrannar Bjarnadóttur, öryrkja og leigjanda hjá leigufélaginu Ölmu sem fékk þær fréttir um mánaðamótin að leiga hennar myndi hækka um 30 prósent eftir mánaðamót. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR vakti fyrst athygli á sögu Brynju en síðan þá hefur stjórnmálafólk lýst yfir óánægju sinni með fyrirkomulag leigufélagsins og ástand leigumarkaðarins í heild sinni. Þá hefur leigufélagið sjálft ekki tjáð sig að ráði vegna málsins en sagðist í yfirlýsingu sem barst fjölmiðlum fyrr í kvöld, þurfa að hækka leiguverð hjá sumum leigjendum vegna efnahagsástandsins. „Í ljósi núverandi efnahagsástands er Alma nauðbeygð til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út. Alma mun eftir fremsta megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þess ber þó að halda til haga að sú hækkun sem fjölmiðlar hafa fjallað um endurspeglar ekki almennt þær verðhækkanir sem Alma hefur þurft að ráðast í. Leiguverð íbúða og hækkanir miðast við stærð, staðsetningu og ástand, óháð því hver leigir þær,“ segir í tilkynningunni. Þegar hún er spurð út í aðkomu stjórnvalda að leigumarkaðinum í heild sinni segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, stjórnvöld bera ábyrgð á umgjörð íbúðamarkaðarins hérlendis. Hvernig finnst þér aðkoma stjórnvalda við erum bara að tala um leigumarkaðinn í heild sinni. „Það er ekkert sem fellur hér af himnum ofan. Það er ekkert til sem heitir frjáls markaður í því samhengi að það eru auðvitað reglur og rammi þarna í kringum. Við í Samfylkingunni höfum til að mynda talað fyrir leigubremsu, sérstaklega á tímum sem þessum til að koma í veg fyrir óeðlilegar og óhóflega hækkanir, það hafa stjórnvöld ekki viljað gera,“ segir Kristrún. Ekki eðlilegt að öllu sé fleytt áfram á neytendur Hún vísar því á bug að ríkisstjórnin sé að gera allt sem hún geti til þess að sporna við hækkunum en nú sé til umræðu að skera niður fjárheimildir sem geti aðstoðað leigjendur. „Það á að skera niður fjárheimildir til uppbyggingu óhagnaðardrifins leiguhúsnæðis sem er nákvæmlega húsnæði sem myndi vega á móti starfsemi og hækkana slíkra félaga og gerir það að verkum að fólk sem er á almennum leigumarkaði hefur þá valkost að fara í ódýrara húsnæði,“ segir Kristrún. Aðspurð hver ábyrgð leigufélagsins umrædda sé í málinu segir hún félagið bera ríka ábyrgð. „Það eru allir að reyna að standa saman í dag, að reyna að halda aftur af verðhækkunum. Það er ekki eðlilegt að það sé öllu fleytt áfram í verðlag og yfir á neytendur þannig að það er líka rík ábyrgð meðal fyrirtækja. En það eru stjórnvöld sem skapa rammann og það verður líka að sýna þrýsting gagnvart þeim,“ segir Kristrún að lokum. Stéttarfélög Leigumarkaður Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Í gær greindi fréttastofa frá raunveruleika Brynju Hrannar Bjarnadóttur, öryrkja og leigjanda hjá leigufélaginu Ölmu sem fékk þær fréttir um mánaðamótin að leiga hennar myndi hækka um 30 prósent eftir mánaðamót. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR vakti fyrst athygli á sögu Brynju en síðan þá hefur stjórnmálafólk lýst yfir óánægju sinni með fyrirkomulag leigufélagsins og ástand leigumarkaðarins í heild sinni. Þá hefur leigufélagið sjálft ekki tjáð sig að ráði vegna málsins en sagðist í yfirlýsingu sem barst fjölmiðlum fyrr í kvöld, þurfa að hækka leiguverð hjá sumum leigjendum vegna efnahagsástandsins. „Í ljósi núverandi efnahagsástands er Alma nauðbeygð til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út. Alma mun eftir fremsta megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þess ber þó að halda til haga að sú hækkun sem fjölmiðlar hafa fjallað um endurspeglar ekki almennt þær verðhækkanir sem Alma hefur þurft að ráðast í. Leiguverð íbúða og hækkanir miðast við stærð, staðsetningu og ástand, óháð því hver leigir þær,“ segir í tilkynningunni. Þegar hún er spurð út í aðkomu stjórnvalda að leigumarkaðinum í heild sinni segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, stjórnvöld bera ábyrgð á umgjörð íbúðamarkaðarins hérlendis. Hvernig finnst þér aðkoma stjórnvalda við erum bara að tala um leigumarkaðinn í heild sinni. „Það er ekkert sem fellur hér af himnum ofan. Það er ekkert til sem heitir frjáls markaður í því samhengi að það eru auðvitað reglur og rammi þarna í kringum. Við í Samfylkingunni höfum til að mynda talað fyrir leigubremsu, sérstaklega á tímum sem þessum til að koma í veg fyrir óeðlilegar og óhóflega hækkanir, það hafa stjórnvöld ekki viljað gera,“ segir Kristrún. Ekki eðlilegt að öllu sé fleytt áfram á neytendur Hún vísar því á bug að ríkisstjórnin sé að gera allt sem hún geti til þess að sporna við hækkunum en nú sé til umræðu að skera niður fjárheimildir sem geti aðstoðað leigjendur. „Það á að skera niður fjárheimildir til uppbyggingu óhagnaðardrifins leiguhúsnæðis sem er nákvæmlega húsnæði sem myndi vega á móti starfsemi og hækkana slíkra félaga og gerir það að verkum að fólk sem er á almennum leigumarkaði hefur þá valkost að fara í ódýrara húsnæði,“ segir Kristrún. Aðspurð hver ábyrgð leigufélagsins umrædda sé í málinu segir hún félagið bera ríka ábyrgð. „Það eru allir að reyna að standa saman í dag, að reyna að halda aftur af verðhækkunum. Það er ekki eðlilegt að það sé öllu fleytt áfram í verðlag og yfir á neytendur þannig að það er líka rík ábyrgð meðal fyrirtækja. En það eru stjórnvöld sem skapa rammann og það verður líka að sýna þrýsting gagnvart þeim,“ segir Kristrún að lokum.
Stéttarfélög Leigumarkaður Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira