Aðilar sem semji við SA þurfi að geta treyst því að línan haldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2022 10:56 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir eigi að útkljá mörg mál á fundi með samfloti iðn-og tæknifólks, VR og LÍV. „Ég held að hljóðið sé bara ágætt. Fallegur dagur, heiðskýrt í nótt. Það viðrar vel til kjarasamningsgerðar í dag,“ segir Halldór Benjamín. „Ég er almennt frekar bjartsýnn maður en raunsær á sama tíma. Það eru mörg mál sem á eftir að útkljá. Klukkan er bara rétt rúmlega tíu að morgni svo við höfum tímann fyrir okkur í dag.“ Aðspurður hvað beri á milli samningsaðila, þá segir Halldór það margþætt. „Ég kýs að líta ekki á þetta sem deilu heldur verkefni sem við erum að vinna úr. Það hefur gengið vel hérna undanfarna daga. Mörg atriði sem við höfum náð að strika út af listanum. Eftir stendur að við þurfum að ná saman um stóra liði hér í dag. Hver veit nema það takist?“ SA samdi við Starfsgreinasambandið um kjarasamning á dögunum. „Ég hef tjáð mig um það á mörgum stöðum að þeir kjarasamningar sem SA gera eru stefnumarkandi í eðli sínu. Við semjum við 130 til 140 aðila. Þeir aðilar sem gera kjarasamning við okkur verða að geta treyst því að sú lína sem við mörkum, að hún haldi.“ Sú hefð hefur haldið svo árum og áratugum skiptir. Væri til að komast heim til fjölskyldu og barna „Ef við eigum að læra af reynslunni getum við ekki útilokað það á þessum tímapunkti. En í aðdraganda jóla held ég að margir væru til í að geta verið heima með fjölskyldu og börnum.“ Hann hefur enga sérstaka skoðun á deilum í verkalýðshreyfingunni. „Fólk sem er hér er að vinna af heilum hug. Okkur hefur reynst samstarf við það fólk gott. Ég ætla að treysta því að dagurinn muni bera þess merki.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir tímann vera að hlaupa frá samningsaðilum. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá meira
„Ég held að hljóðið sé bara ágætt. Fallegur dagur, heiðskýrt í nótt. Það viðrar vel til kjarasamningsgerðar í dag,“ segir Halldór Benjamín. „Ég er almennt frekar bjartsýnn maður en raunsær á sama tíma. Það eru mörg mál sem á eftir að útkljá. Klukkan er bara rétt rúmlega tíu að morgni svo við höfum tímann fyrir okkur í dag.“ Aðspurður hvað beri á milli samningsaðila, þá segir Halldór það margþætt. „Ég kýs að líta ekki á þetta sem deilu heldur verkefni sem við erum að vinna úr. Það hefur gengið vel hérna undanfarna daga. Mörg atriði sem við höfum náð að strika út af listanum. Eftir stendur að við þurfum að ná saman um stóra liði hér í dag. Hver veit nema það takist?“ SA samdi við Starfsgreinasambandið um kjarasamning á dögunum. „Ég hef tjáð mig um það á mörgum stöðum að þeir kjarasamningar sem SA gera eru stefnumarkandi í eðli sínu. Við semjum við 130 til 140 aðila. Þeir aðilar sem gera kjarasamning við okkur verða að geta treyst því að sú lína sem við mörkum, að hún haldi.“ Sú hefð hefur haldið svo árum og áratugum skiptir. Væri til að komast heim til fjölskyldu og barna „Ef við eigum að læra af reynslunni getum við ekki útilokað það á þessum tímapunkti. En í aðdraganda jóla held ég að margir væru til í að geta verið heima með fjölskyldu og börnum.“ Hann hefur enga sérstaka skoðun á deilum í verkalýðshreyfingunni. „Fólk sem er hér er að vinna af heilum hug. Okkur hefur reynst samstarf við það fólk gott. Ég ætla að treysta því að dagurinn muni bera þess merki.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir tímann vera að hlaupa frá samningsaðilum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá meira