Viðar Erlingsson tekur við Marel Software Solutions Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. desember 2022 17:31 Fram kemur í tilkynningunni að Viðar eigi að baki langan og farsælan feril hjá Marel sem spannar yfir 20 ár. Marel Viðar Erlingsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Marel Software Solutions.Hann mun bera ábyrgð á framtíðarsýn og stefnu hugbúnaðarlausna Marel á heimsvísu. Í því felst meðal annars að tryggja stöðu félagsins sem lykilsölu- og þjónustuaðila á sviði stafrænna lausna í matvælavinnslu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Marel. Hjalti Þórarinsson, sem undanfarin 5 ár hefur leitt Software Solutions, verður Marel áfram til ráðgjafar á næstu misserum. Viðar starfaði áður hjá Össuri, þar sem hann leiddi svið upplýsingatækni og stafrænna lausna. Fram kemur í tilkynningunni að Viðar eigi að baki langan og farsælan feril hjá Marel sem spannar yfir 20 ár. Viðar hóf fyrst störf hjá Marel árið 2000 sem verkfræðingur í rannsóknum og þróun. Hann hefur gegnt fjölbreyttum hlutverkum innan fyrirtækisins allt þar til hann lét af störfum árið 2020, þá sem framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar. Þá lék hann lykilhutverk í þróun Sensor X tækni Marel og þeim frábæra árangri sem lausnin hefur náð á markaði. Sensor X umbylti öryggi og gæðum matvæla og margir framsýnustu matvælaframleiðendur heims nýta lausnina til að greina bein og aðra aðskotahluti í matvælum. Viðar er með M.Sc. gráðu í verkfræði frá DTU í Danmörku og B.Sc. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá kemur fram í tilkynningunni að við innleiðingu nýs skipulags sem kynnt var á dögunum, verði Marel Software Solutions eitt sjö tekjusviða Marel. Þannig verður skerpt á heildrænni yfirsýn og ábyrgð samhliða því að fyrirtækið heldur áfram að efla stafrænt framboð til viðskiptavina. „Ég fagna því að fá Viðar aftur til starfa hjá Marel. Viðar hefur sýnt framúrskarandi leiðtogahæfileika í fyrri störfum hjá félaginu og undanfarin ár hefur hann dýpkað þekkingu sína á sviði hugbúnaðarlausna hjá Össuri. Ég er sannfærður um að Viðar muni leiða Software Solutions hjá Marel til árangurs með farsælum hætti. Stöðug þróun og markaðssetning stafrænna lausna er lykildrifkraftur metnaðarfullrar framtíðarsýnar og vaxtarmarkmiða Marel,“ segir Árni Sigurðsson framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga hjá Marel. Vistaskipti Reykjavík Marel Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Stöðva rekstur Vélfags Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Marel. Hjalti Þórarinsson, sem undanfarin 5 ár hefur leitt Software Solutions, verður Marel áfram til ráðgjafar á næstu misserum. Viðar starfaði áður hjá Össuri, þar sem hann leiddi svið upplýsingatækni og stafrænna lausna. Fram kemur í tilkynningunni að Viðar eigi að baki langan og farsælan feril hjá Marel sem spannar yfir 20 ár. Viðar hóf fyrst störf hjá Marel árið 2000 sem verkfræðingur í rannsóknum og þróun. Hann hefur gegnt fjölbreyttum hlutverkum innan fyrirtækisins allt þar til hann lét af störfum árið 2020, þá sem framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar. Þá lék hann lykilhutverk í þróun Sensor X tækni Marel og þeim frábæra árangri sem lausnin hefur náð á markaði. Sensor X umbylti öryggi og gæðum matvæla og margir framsýnustu matvælaframleiðendur heims nýta lausnina til að greina bein og aðra aðskotahluti í matvælum. Viðar er með M.Sc. gráðu í verkfræði frá DTU í Danmörku og B.Sc. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá kemur fram í tilkynningunni að við innleiðingu nýs skipulags sem kynnt var á dögunum, verði Marel Software Solutions eitt sjö tekjusviða Marel. Þannig verður skerpt á heildrænni yfirsýn og ábyrgð samhliða því að fyrirtækið heldur áfram að efla stafrænt framboð til viðskiptavina. „Ég fagna því að fá Viðar aftur til starfa hjá Marel. Viðar hefur sýnt framúrskarandi leiðtogahæfileika í fyrri störfum hjá félaginu og undanfarin ár hefur hann dýpkað þekkingu sína á sviði hugbúnaðarlausna hjá Össuri. Ég er sannfærður um að Viðar muni leiða Software Solutions hjá Marel til árangurs með farsælum hætti. Stöðug þróun og markaðssetning stafrænna lausna er lykildrifkraftur metnaðarfullrar framtíðarsýnar og vaxtarmarkmiða Marel,“ segir Árni Sigurðsson framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga hjá Marel.
Vistaskipti Reykjavík Marel Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Stöðva rekstur Vélfags Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Sjá meira