70 ár frá banvænni þoku í Lundúnum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. desember 2022 14:31 Þétt þoka við Piccadilly Circus 6. desember 1952. Getty Images Bretar minnast þess í þessari viku að 70 ár eru liðin síðan þykkasta og banvænasta þoka sem sögur fara af lagðist yfir höfuðborgina í heila 5 daga. Talið er að 12.000 manns hafi látist vegna þokunnar. Fimbulkuldi og vetrarstillur Þann 5. desember árið 1952 hófst hörkukuldakast í Lundúnum. Öll hitaveita keyrði á kolum og fólk bætti á kyndinguna hjá sér, verulega. Á sama tíma varð þvílík vetrarstilla að vart bærðist hár á höfði. Afleiðingar þessa urðu að gríðarleg kolaþoka lagðist yfir borgina og lá þétt yfir henni allri í 32ja kílómetra radíus frá 5. til 9. desember. Það er erfitt að ímynda sér, m.a.s. fyrir Austfirðinga, hvernig Lundúnabúum leið þessa daga þegar þokan byrgði þeim alla sýn. Fólk sá varla niður á tærnar á sér og dæmi voru um að fólk villtist í eigin hverfum. Fleet Street í Lundúnum, 6. desember 1952. Myndin er tekin kl. 14.Getty Images Borgin lamaðist Öllum fótboltaleikjum var frestað, eðlilega, og leikhús lokuðu þar sem fólk sá ekki hvað var að gerast á sviðinu. Fólk gat ekki einu sinni lesið dagblöð eða bækur. Sjúkrabílar voru einu farartækin á ferli, þeir lúsuðust eftir götum borgarinnar til að flytja veikt fólk á yfirfull sjúkrahúsin. Fjöldi manna lést í svefni heima hjá sér. Alls er talið að um 12.000 manns hafi látist vegna loftmengunar þessa vikuna í Lundúnum og yfir 150.000 borgarbúar voru lagðir inn á sjúkrahús. Það eru fleiri en létust í verstu kólerufarsóttum 19. aldarinnar. Lög samþykkt til að fyrirbyggja mengun Afleiðingar þessarar viku sem Bretar kalla jafnan „The Great Smog of London“ voru að ríkisstjórnin setti alls kyns lög til þess að fyrirbyggja að nokkuð þessu líkt gæti endurtekið sig. Settar voru á takmarkanir á kolanotkun í iðnaði og lagt að heimilum að nota gas og koks í meira mæli í stað kola. Breska blaðið Guardian hefur minnst þessarar hörmungarviku og minnt á hversu mengandi notkun jarðefnaeldsneytis er. Blaðið bendir á að á 6, áratug síðustu aldar hafi 18% allra breskra heimila verið hituð upp með kolum og að til þess hafi mátt rekja 60% loftmengunar yfir vetrartímann. Enn þann dag í dag noti 8% breskra heimila eldivið til að hita upp heimili sín og slíkt mengi meira en öll samanlögð bílaumferð í Bretlandi. Enn deyr fólk vegna loftmengunar Blaðið notar tækifærið á þessum tímamótum og bendir á að þrátt fyrir fögur fyrirheit um að draga úr loftmengun í heiminum og þrátt fyrir að einhver árangur hafi náðst, þá deyi ennþá 28.000 Bretar vegna loftmengunar á ári hverju og 4 milljónir í heiminum öllum. Og með því að draga úr loftmengun þá drögum við jafnframt úr loftslagsbreytingum. Einu sinni var... Bretland England Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Fimbulkuldi og vetrarstillur Þann 5. desember árið 1952 hófst hörkukuldakast í Lundúnum. Öll hitaveita keyrði á kolum og fólk bætti á kyndinguna hjá sér, verulega. Á sama tíma varð þvílík vetrarstilla að vart bærðist hár á höfði. Afleiðingar þessa urðu að gríðarleg kolaþoka lagðist yfir borgina og lá þétt yfir henni allri í 32ja kílómetra radíus frá 5. til 9. desember. Það er erfitt að ímynda sér, m.a.s. fyrir Austfirðinga, hvernig Lundúnabúum leið þessa daga þegar þokan byrgði þeim alla sýn. Fólk sá varla niður á tærnar á sér og dæmi voru um að fólk villtist í eigin hverfum. Fleet Street í Lundúnum, 6. desember 1952. Myndin er tekin kl. 14.Getty Images Borgin lamaðist Öllum fótboltaleikjum var frestað, eðlilega, og leikhús lokuðu þar sem fólk sá ekki hvað var að gerast á sviðinu. Fólk gat ekki einu sinni lesið dagblöð eða bækur. Sjúkrabílar voru einu farartækin á ferli, þeir lúsuðust eftir götum borgarinnar til að flytja veikt fólk á yfirfull sjúkrahúsin. Fjöldi manna lést í svefni heima hjá sér. Alls er talið að um 12.000 manns hafi látist vegna loftmengunar þessa vikuna í Lundúnum og yfir 150.000 borgarbúar voru lagðir inn á sjúkrahús. Það eru fleiri en létust í verstu kólerufarsóttum 19. aldarinnar. Lög samþykkt til að fyrirbyggja mengun Afleiðingar þessarar viku sem Bretar kalla jafnan „The Great Smog of London“ voru að ríkisstjórnin setti alls kyns lög til þess að fyrirbyggja að nokkuð þessu líkt gæti endurtekið sig. Settar voru á takmarkanir á kolanotkun í iðnaði og lagt að heimilum að nota gas og koks í meira mæli í stað kola. Breska blaðið Guardian hefur minnst þessarar hörmungarviku og minnt á hversu mengandi notkun jarðefnaeldsneytis er. Blaðið bendir á að á 6, áratug síðustu aldar hafi 18% allra breskra heimila verið hituð upp með kolum og að til þess hafi mátt rekja 60% loftmengunar yfir vetrartímann. Enn þann dag í dag noti 8% breskra heimila eldivið til að hita upp heimili sín og slíkt mengi meira en öll samanlögð bílaumferð í Bretlandi. Enn deyr fólk vegna loftmengunar Blaðið notar tækifærið á þessum tímamótum og bendir á að þrátt fyrir fögur fyrirheit um að draga úr loftmengun í heiminum og þrátt fyrir að einhver árangur hafi náðst, þá deyi ennþá 28.000 Bretar vegna loftmengunar á ári hverju og 4 milljónir í heiminum öllum. Og með því að draga úr loftmengun þá drögum við jafnframt úr loftslagsbreytingum.
Einu sinni var... Bretland England Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira