Sex hundruð Úkraínumenn á jólaballi í Vesturbænum Bjarki Sigurðsson skrifar 10. desember 2022 14:36 Íslenskur jólasveinn á jólaballi árið 2019. Vísir/Vilhelm Úkraínskt og íslenskt jólaball verður haldið í samfélagshúsi fyrir flóttamenn frá Úkraínu í dag. Von er á um sex hundruð manns í hangikjöt og annan jólamat. Talsmaður samtakanna sem skipuleggur ballið þakkar Íslendingum fyrir velvild í garð flóttamanna. Samtökin Flotta fólk halda í dag jólaball fyrir úkraínska flóttamenn í samfélagshúsinu á Aflagranda 40. Sveinn Rúnar Sigurðsson, talsmaður samtakanna, segir að um sé að von sé á stórum hópi á ballið. „Við reiknum með um 400 flóttamönnum og tvö hundruð börnum. Þau koma hér í íslenskan jólamat, fá pakka og nammipoka. Íslenskir og úkraínskir jólasveinar mæta og spiluð verða íslensk og úkraínsk jólalög í bland,“ segir Sveinn Rúnar í samtali við fréttastofu. Sveinn Rúnar Sigurðsson er einn þeirra sem stendur fyrir ballinu.Vísir/Sigurjón Samtökin hafa staðið haldið hátt í tvö hundruð viðburði það sem af er ári, en að sögn Sveins væri enginn af þeim möguleiki ef ekki væri fyrir samstöðu og kærleika þjóðarinnar. „Þetta hefur alltaf verið kapphlaup við tímann en við tókum þessa ákvörðun fyrir tveimur dögum síðan en núna er hangikjötslykt í loftinu og tæp 100 kíló af kjöti, hundruð lítra af malti og appelsíni og mandarínur, nammi og gjafir frá Íslendingum. Þetta hefur alltaf gengið, það er auðvitað stór hópur sem kemur að þessu. Velvilji þjóðar hefur orðið til þess að eftir að árið er liðið þá hefur verið horft á viðbrögð Íslendinga sem fyrirmynd í þeim efnum hvernig hægt er að búa þessu fólki sem hingað kemur,“ segir Sveinn Rúnar. Jólin í Úkraínu eru svolítið frábrugðin þeim á Íslandi. Jóladagur er 6. janúar en Sveinn segir að síðustu ár hafi jólin þar í landi breyst. Áhrif vestursins séu að aukast. „Ég spái því að fljótlega muni þeir halda meira upp á jólin í desember. Þetta er með öðru sniði en þeir kunna vel að meta okkar siði og við erum að blanda þessu saman í dag,“ segir Sveinn. Jól Reykjavík Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Jóladagatal Vísis: Langstærsti smellur Þórunnar Antoníu Jól Er fyrir löngu byrjuð að skreyta heimilið Jól Jóladagatal Vísis: Svona var FM95BLÖ kynntur til leiks fyrir átta árum Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Hamborgarhryggur í hverjum poka Jól Pallíettur og jólakokteilar í hádeginu hjá flugfreyjum Icelandair Jól Valið „Jólahús Kópavogsbæjar 2022“ Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Oumph! wellington og sætkartöflumús með karamellupekanhnetum Jól
Samtökin Flotta fólk halda í dag jólaball fyrir úkraínska flóttamenn í samfélagshúsinu á Aflagranda 40. Sveinn Rúnar Sigurðsson, talsmaður samtakanna, segir að um sé að von sé á stórum hópi á ballið. „Við reiknum með um 400 flóttamönnum og tvö hundruð börnum. Þau koma hér í íslenskan jólamat, fá pakka og nammipoka. Íslenskir og úkraínskir jólasveinar mæta og spiluð verða íslensk og úkraínsk jólalög í bland,“ segir Sveinn Rúnar í samtali við fréttastofu. Sveinn Rúnar Sigurðsson er einn þeirra sem stendur fyrir ballinu.Vísir/Sigurjón Samtökin hafa staðið haldið hátt í tvö hundruð viðburði það sem af er ári, en að sögn Sveins væri enginn af þeim möguleiki ef ekki væri fyrir samstöðu og kærleika þjóðarinnar. „Þetta hefur alltaf verið kapphlaup við tímann en við tókum þessa ákvörðun fyrir tveimur dögum síðan en núna er hangikjötslykt í loftinu og tæp 100 kíló af kjöti, hundruð lítra af malti og appelsíni og mandarínur, nammi og gjafir frá Íslendingum. Þetta hefur alltaf gengið, það er auðvitað stór hópur sem kemur að þessu. Velvilji þjóðar hefur orðið til þess að eftir að árið er liðið þá hefur verið horft á viðbrögð Íslendinga sem fyrirmynd í þeim efnum hvernig hægt er að búa þessu fólki sem hingað kemur,“ segir Sveinn Rúnar. Jólin í Úkraínu eru svolítið frábrugðin þeim á Íslandi. Jóladagur er 6. janúar en Sveinn segir að síðustu ár hafi jólin þar í landi breyst. Áhrif vestursins séu að aukast. „Ég spái því að fljótlega muni þeir halda meira upp á jólin í desember. Þetta er með öðru sniði en þeir kunna vel að meta okkar siði og við erum að blanda þessu saman í dag,“ segir Sveinn.
Jól Reykjavík Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Jóladagatal Vísis: Langstærsti smellur Þórunnar Antoníu Jól Er fyrir löngu byrjuð að skreyta heimilið Jól Jóladagatal Vísis: Svona var FM95BLÖ kynntur til leiks fyrir átta árum Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Hamborgarhryggur í hverjum poka Jól Pallíettur og jólakokteilar í hádeginu hjá flugfreyjum Icelandair Jól Valið „Jólahús Kópavogsbæjar 2022“ Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Oumph! wellington og sætkartöflumús með karamellupekanhnetum Jól