Karólína Lea loks að snúa til baka: „Andlega hef ég aldrei verið betri“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2022 10:46 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilaði í rúmt ár í gegnum meiðsli aftan í læri en varð á endanum að taka hlé frá fótboltanum til að losna við meiðslin. Getty/Alex Pantling Eftir að hafa verið meidd í alltof langan tíma og spilað í gegnum téð meiðsli á Evrópumótinu síðasta sumar varð landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir að taka sér dágóða pásu frá fótbolta en hún er loks byrjuð að æfa aftur og stefnir á að geta byrjað að spila á fullu með Bayern München fyrr heldur en seinna. Karólína Lea stóð vakti verðskuldaða athygli á Evrópumótinu í fótbolta sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Hún skoraði glæsilegt mark í 1-1 jafntefli Íslands og Ítalíu ásamt því að vera einn af bestu leikmönnum liðsins í öllum þremur leikjum þess. Það kom því verulega á óvart þegar í ljós kom að hún hafði verið að spila í gegnum erfið meiðsli allan tímann. Meiðsli sem voru það slæm að á endanum var ákveðið að hún yrði að taka sér pásu frá fótbolta til að jafna sig. Bayern birti hins vegar mynd af Karólínu Leu nýverið þar sem gefið var til kynna að hún væri byrjuð að æfa á nýjan leik. Vísir heyrði því í þessari ungu landsliðskonu og tók stöðuna. „Þetta er sinin aftan í læri, er búið að vera síðan í ágúst á síðasta ári. Hef núna verið í endurhæfingu í fjóra mánuði en þó ég sé byrjuð að æfa með liðinu þá fer ég ekki beint inn í æfingahópinn. Ég þarf að æfa vel og koma mér inn í æfingarnar. Ef allt gengur vel þá vonandi næ ég síðasta leiknum fyrir áramót á móti Benfica í Meistaradeildinni. Ef allt fer vel,“ sagði Karólína Lea um meiðslin og hversu lengi þau hafa plagað hana. Leikurinn gegn Benfica er þann 21. desember næstkomandi. Hún stefnir svo á að vera komin á fullt þegar Bayern hefur leik að nýju í febrúar á næsta ári. Þó þessi öflugi sóknarþenkjandi miðjumaður hafi ekki mátt æfa né spila undanfarna mánuði hefur hún verið með meiri viðveru á æfingasvæði Bayern en þegar hún er leikfær. „Ég hef verið úti allan tímann. Þegar þú ert meidd þá æfir maður mun meira, var byrjuð að æfa tíu sinnum í viku síðustu fjórar vikurnar í endurhæfingunni. Fór í ræktina fyrri partinn og fótbolta seinni partinn. Það er verið að reyna gera mann eins tilbúna í liðsæfingar og hægt er. Að vera með liðinu á æfingum er eins og frí miðað við æfingarnar þegar maður er að glíma við meiðsli, svona miðað við.“ Ætlaði sér að spila á EM „Ég hef aldrei verið einhver meiðslapési en svo allt í einu lendi ég í þessum ömurlegu meiðslum. Þetta er svo óþægilegt því þetta er ekki brotið bein, í rauninni var ég alltaf að þrauka í gegnum smá verk. Svo út af því ég er bara 21 árs þá meikar ekki sens að vera berjast í gegnum allar æfingar.“ „Undirmeðvitundin vissi alveg að þetta væri ekki sniðugt en mig langaði rosalega að spila á EM. Auðvitað hefði ég átt að hvíla mig um leið og fann fyrir þessum verk aftan í læri en ég hugsaði alltaf að þetta væri ekki svo vont svo ég hélt alltaf áfram. Karólína Lea í leik með Íslandi á EM.Vísir/Vilhelm Karólína Lea þakkar góðu baklandi sem og liðsfélögum sínum hjá Bayern en hún er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá félaginu. Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður í vörn liðsins og markvörðurinn ungi Cecilía Rán Rúnarsdóttir að reyna brjóta sér leið inn í byrjunarliðið. „Það munar öllu. Ég er heppin, ég fæ mikið af heimsókn og mér líður mjög andlega hérna úti. Fæ minn stuðning og endurhæfingin hérna úti er eins flott og hægt er, það er gert allt fyrir þig. Andlega hef ég aldrei verið betri,“ sagði Karólína Lea að endingu. Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Bayern myndi aldrei leyfa mér það“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir „einhverjar líkur“ á því að hún geti spilað með Íslandi í umspilsleiknum mikilvæga 11. október um sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 14. september 2022 11:01 „Ég spilaði EM á verkjalyfjum“ Þó að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafi notið þess að láta ljós sitt skína á EM í fótbolta í sumar þá var hún um leið hreinlega að pína sig áfram. Rútuferðir á milli staða voru henni sérstaklega erfiðar. 14. september 2022 08:01 Karólína í raun verið meidd í heilt ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. 19. ágúst 2022 13:45 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Karólína Lea stóð vakti verðskuldaða athygli á Evrópumótinu í fótbolta sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Hún skoraði glæsilegt mark í 1-1 jafntefli Íslands og Ítalíu ásamt því að vera einn af bestu leikmönnum liðsins í öllum þremur leikjum þess. Það kom því verulega á óvart þegar í ljós kom að hún hafði verið að spila í gegnum erfið meiðsli allan tímann. Meiðsli sem voru það slæm að á endanum var ákveðið að hún yrði að taka sér pásu frá fótbolta til að jafna sig. Bayern birti hins vegar mynd af Karólínu Leu nýverið þar sem gefið var til kynna að hún væri byrjuð að æfa á nýjan leik. Vísir heyrði því í þessari ungu landsliðskonu og tók stöðuna. „Þetta er sinin aftan í læri, er búið að vera síðan í ágúst á síðasta ári. Hef núna verið í endurhæfingu í fjóra mánuði en þó ég sé byrjuð að æfa með liðinu þá fer ég ekki beint inn í æfingahópinn. Ég þarf að æfa vel og koma mér inn í æfingarnar. Ef allt gengur vel þá vonandi næ ég síðasta leiknum fyrir áramót á móti Benfica í Meistaradeildinni. Ef allt fer vel,“ sagði Karólína Lea um meiðslin og hversu lengi þau hafa plagað hana. Leikurinn gegn Benfica er þann 21. desember næstkomandi. Hún stefnir svo á að vera komin á fullt þegar Bayern hefur leik að nýju í febrúar á næsta ári. Þó þessi öflugi sóknarþenkjandi miðjumaður hafi ekki mátt æfa né spila undanfarna mánuði hefur hún verið með meiri viðveru á æfingasvæði Bayern en þegar hún er leikfær. „Ég hef verið úti allan tímann. Þegar þú ert meidd þá æfir maður mun meira, var byrjuð að æfa tíu sinnum í viku síðustu fjórar vikurnar í endurhæfingunni. Fór í ræktina fyrri partinn og fótbolta seinni partinn. Það er verið að reyna gera mann eins tilbúna í liðsæfingar og hægt er. Að vera með liðinu á æfingum er eins og frí miðað við æfingarnar þegar maður er að glíma við meiðsli, svona miðað við.“ Ætlaði sér að spila á EM „Ég hef aldrei verið einhver meiðslapési en svo allt í einu lendi ég í þessum ömurlegu meiðslum. Þetta er svo óþægilegt því þetta er ekki brotið bein, í rauninni var ég alltaf að þrauka í gegnum smá verk. Svo út af því ég er bara 21 árs þá meikar ekki sens að vera berjast í gegnum allar æfingar.“ „Undirmeðvitundin vissi alveg að þetta væri ekki sniðugt en mig langaði rosalega að spila á EM. Auðvitað hefði ég átt að hvíla mig um leið og fann fyrir þessum verk aftan í læri en ég hugsaði alltaf að þetta væri ekki svo vont svo ég hélt alltaf áfram. Karólína Lea í leik með Íslandi á EM.Vísir/Vilhelm Karólína Lea þakkar góðu baklandi sem og liðsfélögum sínum hjá Bayern en hún er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá félaginu. Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður í vörn liðsins og markvörðurinn ungi Cecilía Rán Rúnarsdóttir að reyna brjóta sér leið inn í byrjunarliðið. „Það munar öllu. Ég er heppin, ég fæ mikið af heimsókn og mér líður mjög andlega hérna úti. Fæ minn stuðning og endurhæfingin hérna úti er eins flott og hægt er, það er gert allt fyrir þig. Andlega hef ég aldrei verið betri,“ sagði Karólína Lea að endingu.
Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Bayern myndi aldrei leyfa mér það“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir „einhverjar líkur“ á því að hún geti spilað með Íslandi í umspilsleiknum mikilvæga 11. október um sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 14. september 2022 11:01 „Ég spilaði EM á verkjalyfjum“ Þó að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafi notið þess að láta ljós sitt skína á EM í fótbolta í sumar þá var hún um leið hreinlega að pína sig áfram. Rútuferðir á milli staða voru henni sérstaklega erfiðar. 14. september 2022 08:01 Karólína í raun verið meidd í heilt ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. 19. ágúst 2022 13:45 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
„Bayern myndi aldrei leyfa mér það“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir „einhverjar líkur“ á því að hún geti spilað með Íslandi í umspilsleiknum mikilvæga 11. október um sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 14. september 2022 11:01
„Ég spilaði EM á verkjalyfjum“ Þó að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafi notið þess að láta ljós sitt skína á EM í fótbolta í sumar þá var hún um leið hreinlega að pína sig áfram. Rútuferðir á milli staða voru henni sérstaklega erfiðar. 14. september 2022 08:01
Karólína í raun verið meidd í heilt ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. 19. ágúst 2022 13:45