Konan sem neitar að vera forsetafrú Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 11. desember 2022 15:01 Gabriel Boric, forseti Chile og sambýliskona hans, Irina Karamanos við embættistöku Boric þ. 11. mars sl. Getty/Marcelo Hernandez Eiginkona forseta Chile hefur ákveðið að reka sjálfa sig sem forsetafrú landsins. Hún segir að aðrir geti sinnt skyldum forsetafrúarinnar, hún hafi nóg annað við tímann að gera. Gabriel Boric var kjörinn forseti Chile í byrjun árs og tók við embætti í mars. Hann er 36 ára og kærastan hans, Irina Karamanos, er 33ja ára. Hún er mannfræðingur og feminísti og hefur frá upphafi sett spurningamerki við það að hún gegni því hlutverki að vera forsetafrú landsins. Fær engin laun fyrir að sinna margvíslegum skyldum Skyldur forsetafrúarinnar, hefðum og venjum samkvæmt, felast í því að stjórna sex sjóðum, hafa umsjón með ýmiskonar góðgerðarstarfi, vísindasafni og eitt og annað smálegt. Auk þess er, eins og víða annars staðar, hefð fyrir því að forsetafrúin fylgi manni sínum í opinberar heimsóknir. Og eins og víða annars staðar þá er þetta ólaunuð staða. Kvenréttindasamtök gagnrýna Irinu Kvenréttindasamtök í Chile gagnrýndu Irinu fyrir að ætla að ganga inn í hefðina og verða hin hefðbundna forsetafrú. Og nú hefur Irina Karamanos sagt, hingað og ekki lengra, það geti aðrir sinnt þessu, hún hafi margt þarfara við tíma sinn að gera. Forsetinn hefur lent í óvæntum mótbyr á sínu fyrsta ári í embætti. Mikill órói hefur verið í Chile undanfarin misseri. Fyrir tveimur árum samþykkti þjóðin í atkvæðagreiðslu að láta endurskoða og endursemja stjórnarskrá landsins. Gabriel Boric var í raun kjörinn forseti á grundvelli loforða um að með nýrri stjórnarskrá skyldi hann ryðja brautina að jafnara og réttlátara samfélagi þar sem allir hefðu aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu. Með öðrum orðum velferðarsamfélag eins og þekkist víða á Norðurlöndum. Þjóðin hafnaði nýrri stjórnarskrá Það kom því eins og blaut tuska í andlitið á forsetanum þegar þjóðin hafnaði nýju stjórnarskránni í september síðastliðnum, með 62 prósentum atkvæða. Hann segist ætla að vinna ótrauður áfram að breytingum á samfélaginu, ljóst sé að vilji sé til þess, það voru jú 80% landsmanna sem sögðu fyrir tveimur árum að þau vildu nýja stjórnarskrá, þessi sem var boðin fram í haust var hins vegar heldur róttæk fyrir allan þorra landsmanna. Boric þarf hins vegar að tækla þá vinnu án Irinu sér við hlið, hún er farin til annarra starfa, starfa á sviði sinnar sérgreinar og áhugamála, mannfræðirannsókna og kvenréttinda. Chile Tengdar fréttir Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. 5. september 2022 09:15 35 ára vinstrimaður nýr forseti Chile Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast. 20. desember 2021 07:45 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Gabriel Boric var kjörinn forseti Chile í byrjun árs og tók við embætti í mars. Hann er 36 ára og kærastan hans, Irina Karamanos, er 33ja ára. Hún er mannfræðingur og feminísti og hefur frá upphafi sett spurningamerki við það að hún gegni því hlutverki að vera forsetafrú landsins. Fær engin laun fyrir að sinna margvíslegum skyldum Skyldur forsetafrúarinnar, hefðum og venjum samkvæmt, felast í því að stjórna sex sjóðum, hafa umsjón með ýmiskonar góðgerðarstarfi, vísindasafni og eitt og annað smálegt. Auk þess er, eins og víða annars staðar, hefð fyrir því að forsetafrúin fylgi manni sínum í opinberar heimsóknir. Og eins og víða annars staðar þá er þetta ólaunuð staða. Kvenréttindasamtök gagnrýna Irinu Kvenréttindasamtök í Chile gagnrýndu Irinu fyrir að ætla að ganga inn í hefðina og verða hin hefðbundna forsetafrú. Og nú hefur Irina Karamanos sagt, hingað og ekki lengra, það geti aðrir sinnt þessu, hún hafi margt þarfara við tíma sinn að gera. Forsetinn hefur lent í óvæntum mótbyr á sínu fyrsta ári í embætti. Mikill órói hefur verið í Chile undanfarin misseri. Fyrir tveimur árum samþykkti þjóðin í atkvæðagreiðslu að láta endurskoða og endursemja stjórnarskrá landsins. Gabriel Boric var í raun kjörinn forseti á grundvelli loforða um að með nýrri stjórnarskrá skyldi hann ryðja brautina að jafnara og réttlátara samfélagi þar sem allir hefðu aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu. Með öðrum orðum velferðarsamfélag eins og þekkist víða á Norðurlöndum. Þjóðin hafnaði nýrri stjórnarskrá Það kom því eins og blaut tuska í andlitið á forsetanum þegar þjóðin hafnaði nýju stjórnarskránni í september síðastliðnum, með 62 prósentum atkvæða. Hann segist ætla að vinna ótrauður áfram að breytingum á samfélaginu, ljóst sé að vilji sé til þess, það voru jú 80% landsmanna sem sögðu fyrir tveimur árum að þau vildu nýja stjórnarskrá, þessi sem var boðin fram í haust var hins vegar heldur róttæk fyrir allan þorra landsmanna. Boric þarf hins vegar að tækla þá vinnu án Irinu sér við hlið, hún er farin til annarra starfa, starfa á sviði sinnar sérgreinar og áhugamála, mannfræðirannsókna og kvenréttinda.
Chile Tengdar fréttir Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. 5. september 2022 09:15 35 ára vinstrimaður nýr forseti Chile Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast. 20. desember 2021 07:45 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. 5. september 2022 09:15
35 ára vinstrimaður nýr forseti Chile Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast. 20. desember 2021 07:45