Fótbolti

Óskar Örn genginn til liðs við Grindavík

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Óskar Örn Hauksson er genginn til liðs við Grindvíkinga.
Óskar Örn Hauksson er genginn til liðs við Grindvíkinga. Ungmennafélag Grindavíkur

Óskar Örn Hauksson, leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Lengjudeildinni á komandi tímabili.

Frá þessu er greint á heimasíðu Grindvíkinga, en Óskar Örn steig sín fyrstu skref í efstu deild með félaginu. Hann lék með Grindavík frá 2004 til 2006 þar sem hann skoraði 12 mörk í 57 leikjum í deild og bikar.

Eftir tveggja ára veru hjá Grindavík hélt Óskar Örn í Vesturbæinn þar sem hann lék með KR í 15 ár, eða til ársins 2021. Hann lék svo með Stjörnunni í Bestu-deildinni í sumar, en fær nú það verkefni að aðstoða Grindvíkinga í að koma sér aftur í deild þeirra bestu.

Þessi 38 ára gamli leikmaður hefur leikið 373 leiki í efstu deild hér á Íslandi þar sem hann hefur skorað 88 mörk. Alls eru leikirnir á vegum KSÍ orðnir 599 og mörkin orðin 169 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×