„Af því að ég var ekki með hita þá voru þetta ekki veikindi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2022 19:29 Hjónin Þórhildur Helga Þorleifsdóttir og Bogi Theódór Ellertsson. Vísir/Ívar Sjómaður sem berjast þurfti fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt vonar að frásögn hans valdi viðhorfsbreytingu. Sjómenn eigi ekki að þurfa að harka öll áföll af sér. Saga hjónanna Þórhildar Helgu Þorleifsdóttur og Boga Theodórs Ellertssonar hefur vakið mikla athygli eftir að sú fyrrnefnda steig fram á Facebook í gær. Hún lýsir því þar að Bogi, sjómaður til margra ára, hafi orðið fyrir ítrekuðum áföllum en það stærsta dundi yfir nú í ágúst. Ráðist var inn á heimili bestu vina þeirra, Kára og Evu, á Blönduósi. Eva var myrt og Kári fluttur milli heims og helju á sjúkrahús. Hryllilegur atburður sem skók þjóðina alla. Og Bogi var úti á sjó þegar hann fékk fréttirnar. „Það er náttúrulega erfitt að lýsa því. En ég vildi bara komast í land og bað um að mér yrði skutlað í land,“ segir Bogi, inntur eftir því hvernig honum hafi liðið þegar hann heyrði af harmleiknum. „Það var alveg skelfilegt,“ segir Þórhildur. „Ótrúlega vont að vera ein en auðvitað komu vinir og börn til mín. En auðvitað bara, að vita af honum líða svona úti á sjó...“ Halda bara áfram að vinna Bogi var þarna á skipi sjávarútvegsfyrirtækisins Brims og segir hafa þurft talsverðar fortölur til að komast í land. Annar slagur hafi svo tekið við til að fá túrinn greiddan - þrátt fyrir veikindavottorð frá lækni. „Af því að ég var ekki með hita þá voru þetta ekki veikindi. Hausinn skiptir ekki máli,“ segir Bogi. Þú varst í þannig ástandi að þú hefðir getað verið hættulegur sjálfum þér og öðrum? „Auðvitað. En svo er þetta nú bara þannig að þú ert spurður og þá segistu bara alltaf vera góður. Þannig er það einhvern veginn.“ Það hafi aðeins verið fyrir tilstilli forstjórans að Bogi fékk greitt. Enn fremur hefði ekki verið hægt að skilja þann fyrrnefnda öðruvísi en að Bogi ætti tryggt pláss um borð eftir slipp. En annað hafi komið á daginn nú rétt fyrir jól. Útgerðarstjóri hafi neitað skipstjóra um að fá Boga aftur í áhöfnina. Þetta segja hjónin lýsandi fyrir viðhorf stjórnenda gagnvart sjómönnum. „Menn segja ekkert, þeir bara halda áfram að vinna,“ segir Bogi. Harka af sér? „Já, það hefur tíðkast þannig. En vonandi verður þetta til þess að það breytist eitthvað,“ bætir hann við. „Þjóðin er bara reið“ Þórhildur segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi eftir að þau hjónin stigu fram. Skilaboðum frá fólki í svipaðri stöðu hafi rignt inn. „Svo var ein sem sendi á mig að hún hefði verið að missa fóstur, og komin svolítið langt á leið. Og maðurinn hennar fékk ekki að fara í land. Því hann var ekki að missa fóstur. Hann þurfti bara að loka sig af inni í vélarrúmi,“ segir Þórhildur. „Þjóðin er bara reið, fólkið í landinu er bara reitt. Fyrir hönd sjómanna.“ Þau segjast ekkert hafa heyrt frá útgerðinni vegna málsins. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, í dag. Sjávarútvegur Geðheilbrigði Brim Vinnumarkaður Manndráp á Blönduósi Tengdar fréttir „Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“ Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn. 11. desember 2022 00:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Saga hjónanna Þórhildar Helgu Þorleifsdóttur og Boga Theodórs Ellertssonar hefur vakið mikla athygli eftir að sú fyrrnefnda steig fram á Facebook í gær. Hún lýsir því þar að Bogi, sjómaður til margra ára, hafi orðið fyrir ítrekuðum áföllum en það stærsta dundi yfir nú í ágúst. Ráðist var inn á heimili bestu vina þeirra, Kára og Evu, á Blönduósi. Eva var myrt og Kári fluttur milli heims og helju á sjúkrahús. Hryllilegur atburður sem skók þjóðina alla. Og Bogi var úti á sjó þegar hann fékk fréttirnar. „Það er náttúrulega erfitt að lýsa því. En ég vildi bara komast í land og bað um að mér yrði skutlað í land,“ segir Bogi, inntur eftir því hvernig honum hafi liðið þegar hann heyrði af harmleiknum. „Það var alveg skelfilegt,“ segir Þórhildur. „Ótrúlega vont að vera ein en auðvitað komu vinir og börn til mín. En auðvitað bara, að vita af honum líða svona úti á sjó...“ Halda bara áfram að vinna Bogi var þarna á skipi sjávarútvegsfyrirtækisins Brims og segir hafa þurft talsverðar fortölur til að komast í land. Annar slagur hafi svo tekið við til að fá túrinn greiddan - þrátt fyrir veikindavottorð frá lækni. „Af því að ég var ekki með hita þá voru þetta ekki veikindi. Hausinn skiptir ekki máli,“ segir Bogi. Þú varst í þannig ástandi að þú hefðir getað verið hættulegur sjálfum þér og öðrum? „Auðvitað. En svo er þetta nú bara þannig að þú ert spurður og þá segistu bara alltaf vera góður. Þannig er það einhvern veginn.“ Það hafi aðeins verið fyrir tilstilli forstjórans að Bogi fékk greitt. Enn fremur hefði ekki verið hægt að skilja þann fyrrnefnda öðruvísi en að Bogi ætti tryggt pláss um borð eftir slipp. En annað hafi komið á daginn nú rétt fyrir jól. Útgerðarstjóri hafi neitað skipstjóra um að fá Boga aftur í áhöfnina. Þetta segja hjónin lýsandi fyrir viðhorf stjórnenda gagnvart sjómönnum. „Menn segja ekkert, þeir bara halda áfram að vinna,“ segir Bogi. Harka af sér? „Já, það hefur tíðkast þannig. En vonandi verður þetta til þess að það breytist eitthvað,“ bætir hann við. „Þjóðin er bara reið“ Þórhildur segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi eftir að þau hjónin stigu fram. Skilaboðum frá fólki í svipaðri stöðu hafi rignt inn. „Svo var ein sem sendi á mig að hún hefði verið að missa fóstur, og komin svolítið langt á leið. Og maðurinn hennar fékk ekki að fara í land. Því hann var ekki að missa fóstur. Hann þurfti bara að loka sig af inni í vélarrúmi,“ segir Þórhildur. „Þjóðin er bara reið, fólkið í landinu er bara reitt. Fyrir hönd sjómanna.“ Þau segjast ekkert hafa heyrt frá útgerðinni vegna málsins. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, í dag.
Sjávarútvegur Geðheilbrigði Brim Vinnumarkaður Manndráp á Blönduósi Tengdar fréttir „Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“ Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn. 11. desember 2022 00:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
„Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“ Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn. 11. desember 2022 00:00