Miklu líklegra að þau fari aftur heim og lendi í bílslysi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. desember 2022 21:21 Flugstjórinn sagði barn hjónanna ekki öruggt með þeim án fylgdar. Vísir/Vilhelm Eyþór Kamban Þrastarson og eiginkona hans, Emily Pylarinou komu til landsins á föstudagskvöld eftir að hafa verið bannað að fljúga með flugfélaginu SAS án fylgdar. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru að ferðast frá Grikklandi með dóttur sína sem er eins árs. Fjölskyldan býr í Grikklandi en vildi ferðast til Íslands til þess að eyða jólum og áramótum með fjölskyldu hérlendis. Eyþór segir gott að komast heim en þau séu að íhuga næstu skref í málinu. Ferðasaga fjölskyldunnar er löng en upphaflega ætluðu þau að komast heim 2. desember síðastliðinn. Fjölskyldan komst loksins til landsins á föstudag eftir tvær misheppnaðar tilraunir, með hjálp ókunnugrar konu sem átti flug á sama tíma og þau og bauð fram aðstoð sína. „Það er held ég ekkert sem að getur réttlætt það að senda þig út að hliði, í gegnum allt check-in og allt svoleiðis og loka svo á þig hliðinu þegar við vorum búin að gefa upp allar upplýsingar sem að flugfélagið á að þurfa til þess að vita hver við erum og hvað við gætum þurft,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Í fyrstu tilraun hjónanna meinaði flugstjóri þeim að fara um borð án fylgdarmanns. Þau rök voru gefin að barn þeirra væri ekki öruggt í vélinni með foreldrum sínum. Þegar hjónin óskuðu eftir að fá að tala við flugstjóra hafði hann ekki áhuga á því. Í annarri tilraun hafði Eyþór haft samband við Blindrafélagið og bað um aðstoð. Félagið hafði þá samband við SAS og fékk svör sem gáfu til kynna að hjónin gætu flogið heim. Þegar komið var á flugvöllinn voru þau stöðvuð við innritunarborðið og þeim tjáð að þau myndu ekki fá að fljúga. Eyþór segir þessi öryggisrök sem flugstjórinn beri fyrir sig ekki standast og þau byggð á litlu. „Það er miklu líklegra, samkvæmt því sem maður heyrir um flug, að þetta séu svo rosa öruggar samgöngur, að við förum svo til baka heim og lendum í bílslysi. Sem á að vera líklegra en að við lendum í einhverju í fluginu. Þá fer maður svona aðeins að spyrja sig að því, halda þessi öryggisrök miðað við það að það er svo margt annað sem getur gerst og það eru svo margir hlutir sem geta haft áhrif á þína hæfni til þess að bregðast við neyðaraðstæðum,“ segir Eyþór. Eyþór veltir því fyrir sér hvað það sé sem hann geti ekki gert sem skipti jafn miklu máli og raun ber vitni. „Þetta er líka byggt á reglum sem að ég held að hafi orðið til á laugardaginn þegar við fórum að hjóla í flugfélagið. Sem að hafi einfaldlega verið búnar til til þess að vernda þennan flugstjóra sem að neitaði okkur um far,“ segir Eyþór. Eyþór segir fjölskylduna bara hafa verið heppna að finna manneskju sem væri að fara með sama flugi og gæti aðstoðað þau við að komast heim. Orkan seinustu daga hafi bara farið í það að reyna að komast heim og gott sé að vera kominn til fjölskyldu. „Það er mjög gott að koma og fá kaffi hjá mömmu,“ segir Eyþór. Aðspurður hvort þau ætli að leita réttar síns gagnvart SAS segir hann það vera í skoðun. „Við ætlum að skoða þetta áfram, þetta er ekki búið, við erum ekki ánægð með þetta. Þetta fer í þann farveg sem það á að fara. Við ætlum ekki að láta þetta á hilluna,“ segir Eyþór. Í ofanálag á fjölskyldan á flug bókað með SAS heim til Grikklands eftir áramót. „Það er spurning hvort maður hættir sér í það flug,“ segir Eyþór. Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Íslendingar erlendis Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Ferðasaga fjölskyldunnar er löng en upphaflega ætluðu þau að komast heim 2. desember síðastliðinn. Fjölskyldan komst loksins til landsins á föstudag eftir tvær misheppnaðar tilraunir, með hjálp ókunnugrar konu sem átti flug á sama tíma og þau og bauð fram aðstoð sína. „Það er held ég ekkert sem að getur réttlætt það að senda þig út að hliði, í gegnum allt check-in og allt svoleiðis og loka svo á þig hliðinu þegar við vorum búin að gefa upp allar upplýsingar sem að flugfélagið á að þurfa til þess að vita hver við erum og hvað við gætum þurft,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Í fyrstu tilraun hjónanna meinaði flugstjóri þeim að fara um borð án fylgdarmanns. Þau rök voru gefin að barn þeirra væri ekki öruggt í vélinni með foreldrum sínum. Þegar hjónin óskuðu eftir að fá að tala við flugstjóra hafði hann ekki áhuga á því. Í annarri tilraun hafði Eyþór haft samband við Blindrafélagið og bað um aðstoð. Félagið hafði þá samband við SAS og fékk svör sem gáfu til kynna að hjónin gætu flogið heim. Þegar komið var á flugvöllinn voru þau stöðvuð við innritunarborðið og þeim tjáð að þau myndu ekki fá að fljúga. Eyþór segir þessi öryggisrök sem flugstjórinn beri fyrir sig ekki standast og þau byggð á litlu. „Það er miklu líklegra, samkvæmt því sem maður heyrir um flug, að þetta séu svo rosa öruggar samgöngur, að við förum svo til baka heim og lendum í bílslysi. Sem á að vera líklegra en að við lendum í einhverju í fluginu. Þá fer maður svona aðeins að spyrja sig að því, halda þessi öryggisrök miðað við það að það er svo margt annað sem getur gerst og það eru svo margir hlutir sem geta haft áhrif á þína hæfni til þess að bregðast við neyðaraðstæðum,“ segir Eyþór. Eyþór veltir því fyrir sér hvað það sé sem hann geti ekki gert sem skipti jafn miklu máli og raun ber vitni. „Þetta er líka byggt á reglum sem að ég held að hafi orðið til á laugardaginn þegar við fórum að hjóla í flugfélagið. Sem að hafi einfaldlega verið búnar til til þess að vernda þennan flugstjóra sem að neitaði okkur um far,“ segir Eyþór. Eyþór segir fjölskylduna bara hafa verið heppna að finna manneskju sem væri að fara með sama flugi og gæti aðstoðað þau við að komast heim. Orkan seinustu daga hafi bara farið í það að reyna að komast heim og gott sé að vera kominn til fjölskyldu. „Það er mjög gott að koma og fá kaffi hjá mömmu,“ segir Eyþór. Aðspurður hvort þau ætli að leita réttar síns gagnvart SAS segir hann það vera í skoðun. „Við ætlum að skoða þetta áfram, þetta er ekki búið, við erum ekki ánægð með þetta. Þetta fer í þann farveg sem það á að fara. Við ætlum ekki að láta þetta á hilluna,“ segir Eyþór. Í ofanálag á fjölskyldan á flug bókað með SAS heim til Grikklands eftir áramót. „Það er spurning hvort maður hættir sér í það flug,“ segir Eyþór.
Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Íslendingar erlendis Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira