Þetta kemur fram í frétt RÚV, en fundur hafði þá staðið í húsnæði ríkissáttasemjara frá klukkan 10 í gærmorgun. Samninganefndir munu mæta aftur til fundar klukkan 13 í dag.
Fram kemur að lítið hafi borið á milli og að á tímabili hafi litið út fyrir að skrifað yrði undir nýja samninga en það hafi þó ekki gengið eftir.
Deiluaðilar hafa sætt fjölmiðlabanni að beiðni Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara um helgina.
Rúm vika er síðan SA og SGS náðu samkomulagi um skammtíma kjarasamnings út næsta ár.
Á borðinu hjá deiluaðilum hjá ríkissáttasemjara er skammtímasamningur til næsta árs. Takist ekki samkomulag um slíkan samning er ljóst að öllu víðtækari viðræður þurfa að fara fram um samning til lengri tíma.