Tók meðvitaða ákvörðun um að gefa dómurum vinnufrið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2022 11:31 Bjarni Fritzson vill einbeita sér að þjálfun síns liðs en ekki að því að reyna að hafa áhrif á dómara. VÍSIR/BÁRA Handboltaþjálfarinn Bjarni Fritzson segir að sýn hans á störf dómara í handbolta hafi algjörlega breyst eftir að hann starfaði sem sérfræðingur í sjónvarpi. Bjarni tók við þjálfun ÍR í Olís deild karla fyrir þetta tímabil en hafði þar áður verið sérfræðingur í Seinni bylgjunni í tvö tímabil. Sýn hans á dómara breyttist gríðarlega við það að fara hinum megin við borðið. Í seinni bylgjunni var hann að greina leikinn fyrir sjónvarp og sá því leikinn allt öðrum augum. „Þegar ég var í Seinni bylgjunni í fyrra þá var það mjög gott fyrir mig að stíga út úr þjálfuninni. Þegar maður er ofan í þessu þá týnir maður sér inn í þessu einhvern veginn,,“ sagði Bjarni Fritzson við Stefán Árna Pálsson. „Þegar ég steig aðeins út úr þessu þá fór ég að horfa á leikinn sem áhorfandi. Þá fannst mér svolítið fyndið þetta mikla dómaratuð sem var í gangi. Það sem mér fannst eiginlega merkilegast var að dómararnir höfðu yfirleitt alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Bjarni. „Það er mikið að vera tuða yfir alls konar hlutum og ég fór að hugsa þetta svolítið. Við erum með tvö lið og við erum með einhvern viðburð sem er leikurinn. Við ráðum tvo menn til að hafa stjórn á leiknum. Við erum síðan öskrandi á þá allan leikinn,“ sagði Bjarni. „Mér finnst ekki vera hægt að bjóða dómurum upp á það. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að gefa þeim vinnufrið en auðvitað tala ég alveg stundum við þá. Ég reyni að gera það prúðmannlega og vera vingjarnlegur,“ sagði Bjarni. Bjarni hefur enn ekki fengið gult spjald á tímabilinu. „Sumir sækja sér gult spjald til þess að láta finna fyrir sér. Ég var samt ekkert búinn að pæla neitt í því og það getur vel verið að það komin einhvern tímann,“ sagði Bjarni og hann segist fyrir vikið vera betri þjálfari. „Ég er með miklu betri fókus á leikinn. Það er einn leikur sem ég var með hærra spennustig heldur en í hinum og mér finnst það vera lélegasti leikur minn sem þjálfari. Mér fannst ég ekki ná að sjá leikinn nægilega vel,“ sagði Bjarni. Það er nóg að gera hjá Bjarna þessa dagana því hann stendur í bókaútgáfu. Hvernig fer það saman að vera rithöfundur og handboltaþjálfari. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt. Með bókunum ertu svolítið einn í þínu horni að týna þér inn í einhverjum heimum sem þú ert að búa til. Svo færðu útrás fyrir adrenalínið, spennuna og stemmninguna í handboltanum. Mér hefur alltaf fundist það passa mjög vel saman,“ sagði Bjarni. Bjarni gefur út bækurnar um Orra ótöðvandi og Sölku. Þetta er önnur bókin um Sölku og heitir hún: Salka 2: Tímaflakkið. Þetta er síðan fimmta og síðasta bókin um Orra og heitir hún: Orri óstöðvandi: Draumur Möggu Messi. Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Bjarni tók við þjálfun ÍR í Olís deild karla fyrir þetta tímabil en hafði þar áður verið sérfræðingur í Seinni bylgjunni í tvö tímabil. Sýn hans á dómara breyttist gríðarlega við það að fara hinum megin við borðið. Í seinni bylgjunni var hann að greina leikinn fyrir sjónvarp og sá því leikinn allt öðrum augum. „Þegar ég var í Seinni bylgjunni í fyrra þá var það mjög gott fyrir mig að stíga út úr þjálfuninni. Þegar maður er ofan í þessu þá týnir maður sér inn í þessu einhvern veginn,,“ sagði Bjarni Fritzson við Stefán Árna Pálsson. „Þegar ég steig aðeins út úr þessu þá fór ég að horfa á leikinn sem áhorfandi. Þá fannst mér svolítið fyndið þetta mikla dómaratuð sem var í gangi. Það sem mér fannst eiginlega merkilegast var að dómararnir höfðu yfirleitt alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Bjarni. „Það er mikið að vera tuða yfir alls konar hlutum og ég fór að hugsa þetta svolítið. Við erum með tvö lið og við erum með einhvern viðburð sem er leikurinn. Við ráðum tvo menn til að hafa stjórn á leiknum. Við erum síðan öskrandi á þá allan leikinn,“ sagði Bjarni. „Mér finnst ekki vera hægt að bjóða dómurum upp á það. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að gefa þeim vinnufrið en auðvitað tala ég alveg stundum við þá. Ég reyni að gera það prúðmannlega og vera vingjarnlegur,“ sagði Bjarni. Bjarni hefur enn ekki fengið gult spjald á tímabilinu. „Sumir sækja sér gult spjald til þess að láta finna fyrir sér. Ég var samt ekkert búinn að pæla neitt í því og það getur vel verið að það komin einhvern tímann,“ sagði Bjarni og hann segist fyrir vikið vera betri þjálfari. „Ég er með miklu betri fókus á leikinn. Það er einn leikur sem ég var með hærra spennustig heldur en í hinum og mér finnst það vera lélegasti leikur minn sem þjálfari. Mér fannst ég ekki ná að sjá leikinn nægilega vel,“ sagði Bjarni. Það er nóg að gera hjá Bjarna þessa dagana því hann stendur í bókaútgáfu. Hvernig fer það saman að vera rithöfundur og handboltaþjálfari. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt. Með bókunum ertu svolítið einn í þínu horni að týna þér inn í einhverjum heimum sem þú ert að búa til. Svo færðu útrás fyrir adrenalínið, spennuna og stemmninguna í handboltanum. Mér hefur alltaf fundist það passa mjög vel saman,“ sagði Bjarni. Bjarni gefur út bækurnar um Orra ótöðvandi og Sölku. Þetta er önnur bókin um Sölku og heitir hún: Salka 2: Tímaflakkið. Þetta er síðan fimmta og síðasta bókin um Orra og heitir hún: Orri óstöðvandi: Draumur Möggu Messi.
Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira