„Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. desember 2022 18:31 Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. Hussein var meðal fimmtán hælisleitenda sem vísað var úr landi snemma í nóvember og flogið til Grikklands með valdi. „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur hingað til Íslands,“ segir Hussein. Ósannað að fjölskyldan hafi tafið málið Fjölskyldan var fyrir brottvísun sökuð um að hafa tafið mál sitt. Lögmaður þeirra segir að dómurinn hafi talið það ósannað. „Hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fólkið er að að óbreyttu ættu íslensk stjórnvöld að taka málið þeirra til efnislegrar meðferðar,“ segir Claudia Wilson, lögmaður. Claudia Wilson, lögmaður.Vísir/Stína Hussein notar hjólastól og gagnrýndu ýmis samtök hvernig stjórnvöld stóðu að framkvæmdinni. „Þegar ég var í Grikklandi var lífið martröð en þegar ég er hér er ég mjög glaður því hér get ég fengið heilbrigðisþjónustu og ég elska Ísland. Ég er mjög glaður,“ segir Hussein. Claudia segir dóminn hafa fordæmisgildi í þeim málum þar sem fólk hefur verið sakað um að tefja mál sitt. Systur Hussein stunduðu nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla áður en þeim var vísað úr landi og hafa stundað námið í fjarnámi í Grikklandi. Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein.Vísir/Bjarni Hlakka til að mæta í skólann „Mér heyrist af stelpunum að þær séu mjög mjög ánægðar að geta farið aftur í skólann á morgun. Það fannst mér skemmtilegt. Þær vilja halda hundrað prósent mætingu,“ segir Claudia. „Á morgun fer ég í skólann. Ég er mjög spennt. Ég mun hitta vini mína og er mjög spennt að vera komin til Íslands.“ „Ég held að þær séu mjög efnilegar og vilja láta gott af sér leiða til samfélagsins,“ segir Claudia. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Dómsmál Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Hussein var meðal fimmtán hælisleitenda sem vísað var úr landi snemma í nóvember og flogið til Grikklands með valdi. „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur hingað til Íslands,“ segir Hussein. Ósannað að fjölskyldan hafi tafið málið Fjölskyldan var fyrir brottvísun sökuð um að hafa tafið mál sitt. Lögmaður þeirra segir að dómurinn hafi talið það ósannað. „Hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fólkið er að að óbreyttu ættu íslensk stjórnvöld að taka málið þeirra til efnislegrar meðferðar,“ segir Claudia Wilson, lögmaður. Claudia Wilson, lögmaður.Vísir/Stína Hussein notar hjólastól og gagnrýndu ýmis samtök hvernig stjórnvöld stóðu að framkvæmdinni. „Þegar ég var í Grikklandi var lífið martröð en þegar ég er hér er ég mjög glaður því hér get ég fengið heilbrigðisþjónustu og ég elska Ísland. Ég er mjög glaður,“ segir Hussein. Claudia segir dóminn hafa fordæmisgildi í þeim málum þar sem fólk hefur verið sakað um að tefja mál sitt. Systur Hussein stunduðu nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla áður en þeim var vísað úr landi og hafa stundað námið í fjarnámi í Grikklandi. Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein.Vísir/Bjarni Hlakka til að mæta í skólann „Mér heyrist af stelpunum að þær séu mjög mjög ánægðar að geta farið aftur í skólann á morgun. Það fannst mér skemmtilegt. Þær vilja halda hundrað prósent mætingu,“ segir Claudia. „Á morgun fer ég í skólann. Ég er mjög spennt. Ég mun hitta vini mína og er mjög spennt að vera komin til Íslands.“ „Ég held að þær séu mjög efnilegar og vilja láta gott af sér leiða til samfélagsins,“ segir Claudia. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Dómsmál Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06