Fyrstu loðnufarmarnir á leið til Vopnafjarðar og Norðfjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2022 20:22 Róbert Hafliðason, skipstjóri á Víkingi, stefnir að því að landa loðnu á Vopnafirði í fyrramálið. Arnar Halldórsson Búist er við að fyrstu loðnu þessarar vertíðar verði landað á Austfjörðum á morgun. Von er á farmi til Vopnafjarðar í fyrramálið og öðrum til Norðfjarðar eftir hádegi. Nýafstaðin loðnuleit gefur ekki tilefni til að auka loðnukvótann, að mati Hafrannsóknastofnunar. Fjallað var um upphaf loðnuvertíðarinnar í fréttum Stöðvar 2 en hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson voru bæði við loðnuleit alla síðustu viku ásamt Beiti, skipi Síldarvinnslunnar. Beitir NK og Víkingur AK voru fyrr í dag á loðnuveiðum úti fyrir Norðurlandi. Leitarferlar skipa Hafrannsóknastofnunar eru táknaðir með ljósbláum og bleikum lit. Gulu ferningarnir sýna hafísröndina. Útgerðarfyrirtækin kostuðu leitina í von um að meiri loðna fyndist. Þær vonir brugðust en lítið sást af loðnu á miðunum, að sögn Guðmundar Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun, og sagði hann magnið það lítið að það gæfi ekki tilefni til þess að endurskoða loðnukvótann. Rannsóknaskipin leituðu vestur og norður með landinu, á meðan Beitir kom á móti þeim að austan, og mat Guðmundur það svo að megnið af loðnunni væri enn undir hafísnum út af Vestfjörðum. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.Sigurjón Ólason Rannsóknaskipin voru hins vegar vart farin af miðunum heim til Hafnarfjarðar þegar loðnuskipin Beitir NK og Víkingur AK hófu að kasta á loðnu austan við Kolbeinseyjarhrygg á laugardag. Beitir var í dag kominn með rúm ellefu hundruð tonn en Víkingur tæp sexhundruð tonn. Frá Vopnafirði. Þar rekur Brim uppsjávarvinnslu.Stöð 2 Skipstjórinn á Beiti, Sturla Þórðarson, lýsti loðnunni sem fallegri og sama sagði skipstjórinn á Víkingi, Róbert Hafliðason, sem áformaði að landa henni á Vopnafirði í fyrramálið til frystingar í uppsjávarvinnslu Brims. Beitir mun hins vegar sigla inn til Norðfjarðar til löndunar hjá Síldarvinnslunni og býst Sturla við að koma þangað um miðjan dag. Beitir NK, skip Síldarvinnslunnar, er væntanlegur inn til Norðfjarðar eftir hádegi á morgun.Einar Árnason Hafrannsóknastofnun áformar aðra loðnuleit í janúar og eftir hana skýrist hvort loðnukvótinn verði aukinn. En svo mikið er víst: Loðnuvertíðin er hafin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vopnafjörður Fjarðabyggð Brim Síldarvinnslan Tengdar fréttir Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. 1. desember 2022 10:59 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Vestmannaeyjar sem fyrr stærsta loðnuverstöðin Einni verðmætustu loðnuvertíð Íslandssögunnar er lokið og er áætlað að afurðirnar skili um 55 milljarða króna gjaldeyristekjum. Vestmannaeyjar halda áfram stöðu sinni sem stærsta loðnuverstöð landsins. 31. mars 2022 11:22 Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fjallað var um upphaf loðnuvertíðarinnar í fréttum Stöðvar 2 en hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson voru bæði við loðnuleit alla síðustu viku ásamt Beiti, skipi Síldarvinnslunnar. Beitir NK og Víkingur AK voru fyrr í dag á loðnuveiðum úti fyrir Norðurlandi. Leitarferlar skipa Hafrannsóknastofnunar eru táknaðir með ljósbláum og bleikum lit. Gulu ferningarnir sýna hafísröndina. Útgerðarfyrirtækin kostuðu leitina í von um að meiri loðna fyndist. Þær vonir brugðust en lítið sást af loðnu á miðunum, að sögn Guðmundar Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun, og sagði hann magnið það lítið að það gæfi ekki tilefni til þess að endurskoða loðnukvótann. Rannsóknaskipin leituðu vestur og norður með landinu, á meðan Beitir kom á móti þeim að austan, og mat Guðmundur það svo að megnið af loðnunni væri enn undir hafísnum út af Vestfjörðum. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.Sigurjón Ólason Rannsóknaskipin voru hins vegar vart farin af miðunum heim til Hafnarfjarðar þegar loðnuskipin Beitir NK og Víkingur AK hófu að kasta á loðnu austan við Kolbeinseyjarhrygg á laugardag. Beitir var í dag kominn með rúm ellefu hundruð tonn en Víkingur tæp sexhundruð tonn. Frá Vopnafirði. Þar rekur Brim uppsjávarvinnslu.Stöð 2 Skipstjórinn á Beiti, Sturla Þórðarson, lýsti loðnunni sem fallegri og sama sagði skipstjórinn á Víkingi, Róbert Hafliðason, sem áformaði að landa henni á Vopnafirði í fyrramálið til frystingar í uppsjávarvinnslu Brims. Beitir mun hins vegar sigla inn til Norðfjarðar til löndunar hjá Síldarvinnslunni og býst Sturla við að koma þangað um miðjan dag. Beitir NK, skip Síldarvinnslunnar, er væntanlegur inn til Norðfjarðar eftir hádegi á morgun.Einar Árnason Hafrannsóknastofnun áformar aðra loðnuleit í janúar og eftir hana skýrist hvort loðnukvótinn verði aukinn. En svo mikið er víst: Loðnuvertíðin er hafin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vopnafjörður Fjarðabyggð Brim Síldarvinnslan Tengdar fréttir Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. 1. desember 2022 10:59 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Vestmannaeyjar sem fyrr stærsta loðnuverstöðin Einni verðmætustu loðnuvertíð Íslandssögunnar er lokið og er áætlað að afurðirnar skili um 55 milljarða króna gjaldeyristekjum. Vestmannaeyjar halda áfram stöðu sinni sem stærsta loðnuverstöð landsins. 31. mars 2022 11:22 Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20
Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. 1. desember 2022 10:59
Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49
Vestmannaeyjar sem fyrr stærsta loðnuverstöðin Einni verðmætustu loðnuvertíð Íslandssögunnar er lokið og er áætlað að afurðirnar skili um 55 milljarða króna gjaldeyristekjum. Vestmannaeyjar halda áfram stöðu sinni sem stærsta loðnuverstöð landsins. 31. mars 2022 11:22
Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30