Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. desember 2022 11:04 Skólameistari tók vel á móti systrunum sem bíða með eftirvæntingu eftir að hitta skólafélaga eftir prófin. sigurjón ólason Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. Í gær felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, hælisleitenda frá Írak og fjölskyldu hans í nóvember. Að óbreyttu ættu íslensk stjórnvöld að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar. Klippa: Hussein systurnar mæta í skólann Fjölskyldan kom til landsins um helgina og mættu Hussein systurnar í Fjölbrautarskólann við Ármúla í morgun til að velja áfanga fyrir næstu önn en systurnar hafa stundað námið í fjarnámi í þann tíma sem þær voru í Grikklandi. „Ég valdi áfanga sem undirbúa mig undir læknisfræði, ensku, íslensku, stærðfræði og fleira. Mig langar að verða læknir á Íslandi,“ sagði Zahraa Hussein. Systir hennar Yasameen Hussein valdi áfanga sem undirbúa hana undir tannlæknisfræði. Systurnar velja áfanga.sigurjón ólason Báðar segjast þær himinlifandi með að vera komnar aftur í skólann og hafa náð fínum tökum á íslenskunni. „Mér finnst gaman að vera komin aftur til Íslands,“ sagði Yasameen Hussein. Skólameistarinn Magnús Ingvason fagnar komu systranna í skólann. Máli fjölskyldunnar er þó ekki lokið og óvíst hvað verður í framhaldinu. „Ég er himinlifandi. Þetta mál fær vonandi farsælan endi. Þær komu hér aftur í skólann, stóðu sig einstaklega vel á síðustu önn og náðu að klára nokkra áfanga í fjarnámi. Fínar einkunnir og eru að velja núna fullt af áföngum fyrir næstu önn og ég vona að það verði engin truflun þar á,“ sagði Magnús. Prófatörn fer nú fram í skólanum og segir Magnús skólafélaga systranna spennta að hitta þær eftir prófin. „Já þetta verður gaman fyrir alla að hittast eftir áramót og það verður tekið vel á móti þeim.“ Hælisleitendur Dómsmál Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Umdeild brottvísun Hussein Hussein og fjölskyldu hans var dæmd ólögmæt í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu eftir hádegið að brottvísun Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans í nóvember hefði verið ólögmæt. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Í gær felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, hælisleitenda frá Írak og fjölskyldu hans í nóvember. Að óbreyttu ættu íslensk stjórnvöld að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar. Klippa: Hussein systurnar mæta í skólann Fjölskyldan kom til landsins um helgina og mættu Hussein systurnar í Fjölbrautarskólann við Ármúla í morgun til að velja áfanga fyrir næstu önn en systurnar hafa stundað námið í fjarnámi í þann tíma sem þær voru í Grikklandi. „Ég valdi áfanga sem undirbúa mig undir læknisfræði, ensku, íslensku, stærðfræði og fleira. Mig langar að verða læknir á Íslandi,“ sagði Zahraa Hussein. Systir hennar Yasameen Hussein valdi áfanga sem undirbúa hana undir tannlæknisfræði. Systurnar velja áfanga.sigurjón ólason Báðar segjast þær himinlifandi með að vera komnar aftur í skólann og hafa náð fínum tökum á íslenskunni. „Mér finnst gaman að vera komin aftur til Íslands,“ sagði Yasameen Hussein. Skólameistarinn Magnús Ingvason fagnar komu systranna í skólann. Máli fjölskyldunnar er þó ekki lokið og óvíst hvað verður í framhaldinu. „Ég er himinlifandi. Þetta mál fær vonandi farsælan endi. Þær komu hér aftur í skólann, stóðu sig einstaklega vel á síðustu önn og náðu að klára nokkra áfanga í fjarnámi. Fínar einkunnir og eru að velja núna fullt af áföngum fyrir næstu önn og ég vona að það verði engin truflun þar á,“ sagði Magnús. Prófatörn fer nú fram í skólanum og segir Magnús skólafélaga systranna spennta að hitta þær eftir prófin. „Já þetta verður gaman fyrir alla að hittast eftir áramót og það verður tekið vel á móti þeim.“
Hælisleitendur Dómsmál Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Umdeild brottvísun Hussein Hussein og fjölskyldu hans var dæmd ólögmæt í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu eftir hádegið að brottvísun Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans í nóvember hefði verið ólögmæt. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
„Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Umdeild brottvísun Hussein Hussein og fjölskyldu hans var dæmd ólögmæt í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31
Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu eftir hádegið að brottvísun Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans í nóvember hefði verið ólögmæt. 12. desember 2022 15:06