Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2022 13:49 Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni í haust. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma. Í gær kynntu þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar þær aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga. Í pakkanum er að finna kerfisbreytingar á barnabótakerfinu sem verður einfaldað til muna. Kerfið mun ná til fleiri fjölskyldna og verða greiddar út fyrr en verið hefur. Þá munu húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem skerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. Stjórnvöld segjast ætla að leggja áherslu á fjölgun íbúða og uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu. Nánar er hægt að lesa um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hér. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist í hádegisfréttum Bylgjunnra fagna því að ríkisstjórnin hafi tekið mið af hluta af þeim tillögum sem hennar flokkur lagði fram í síðustu viku. „Ég vil hins vegar gera athugasemdir við að það er ennþá niðurskurður í nýjum fjárheimildum til þess að byggja óhagnaðardrifið húsnæði og það skortir líka þá leigubremsu sem við höfum talað fyrir og töluðum meðal annars fyrir í kjarapakkanum okkar sem kemur í veg fyrir að hækkun þessara bóta fari að öllu leyti bara áfram til leigusala,“ útskýrir Kristrún. Mikil umræða hefur skapast á undanförnum vikum um þrönga stöðu leigjenda og kallaði verkalýðshreyfingin eftir leigubremsu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á kynningarfundinum í gær að hreyfingin fengi aðild að starfshópi um stöðu leigjenda og húsnæðismarkaðinn. Fjármálaráðherra sagði í gær að heildarfjárhæð barnabóta verði fimm milljörðum hærri en í núverandi kerfi með breytingunum. Kristrún segir þetta algert lágmarksviðbragð við slæmri stöðu í velferðarmálum. „Staðreyndin er auðvitað sú að við erum langt á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að barnabótum og þar er horft á þær sem eðlilegar greiðslur handa fólki sem er með börn á framfæri. Í dag er þetta svona hálfpartinn fátæktarstyrkur þannig að við fögnum auðvitað því að það eigi að taka skref í rétta átt hvað þetta varðar.“ Samfylkingin fagni öllum áfangasigrum. „En það breytir því ekki að núna er ríkisstjórnin auðvitað að stíga inn í neyð sem hún hefur sjálf skapað og við hefðum vilja sjá þessi úrræði koma upphaflega inn í fjármálaáætlun í vor, fjárlög í haust en í staðinn erum við í þessum leiðréttingum rétt fyrir jól og rétt fyrir kjarasamninga. Auðvitað er gott að redda sér fyrir horn þegar þessi staða er komin upp en svona er auðvitað ekki hægt að stjórna landinu til langs tíma, við verðum að vera með einhverja langtímastefnumótun.“ Hádegisfréttir Bylgjunnar Samfylkingin Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Hvar er kjarapakkinn, Katrín? Við sem viljum stjórna í þágu almennings gerum kröfu um framfarir. Í staðinn verðum við vitni að stjórnarháttum sem festa kerfin okkar enn frekar í hjólförunum. Stjórnarháttum sem fela í sér að neyð er sköpuð til þess eins að valdhafar geti hlaupið inn líkt og bjargvættir rétt fyrir jól til að stoppa í götin. Með þessum stjórnarháttum komumst við einfaldlega ekkert áfram. 12. desember 2022 11:31 Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 11. desember 2022 16:00 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Í gær kynntu þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar þær aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga. Í pakkanum er að finna kerfisbreytingar á barnabótakerfinu sem verður einfaldað til muna. Kerfið mun ná til fleiri fjölskyldna og verða greiddar út fyrr en verið hefur. Þá munu húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem skerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. Stjórnvöld segjast ætla að leggja áherslu á fjölgun íbúða og uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu. Nánar er hægt að lesa um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hér. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist í hádegisfréttum Bylgjunnra fagna því að ríkisstjórnin hafi tekið mið af hluta af þeim tillögum sem hennar flokkur lagði fram í síðustu viku. „Ég vil hins vegar gera athugasemdir við að það er ennþá niðurskurður í nýjum fjárheimildum til þess að byggja óhagnaðardrifið húsnæði og það skortir líka þá leigubremsu sem við höfum talað fyrir og töluðum meðal annars fyrir í kjarapakkanum okkar sem kemur í veg fyrir að hækkun þessara bóta fari að öllu leyti bara áfram til leigusala,“ útskýrir Kristrún. Mikil umræða hefur skapast á undanförnum vikum um þrönga stöðu leigjenda og kallaði verkalýðshreyfingin eftir leigubremsu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á kynningarfundinum í gær að hreyfingin fengi aðild að starfshópi um stöðu leigjenda og húsnæðismarkaðinn. Fjármálaráðherra sagði í gær að heildarfjárhæð barnabóta verði fimm milljörðum hærri en í núverandi kerfi með breytingunum. Kristrún segir þetta algert lágmarksviðbragð við slæmri stöðu í velferðarmálum. „Staðreyndin er auðvitað sú að við erum langt á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að barnabótum og þar er horft á þær sem eðlilegar greiðslur handa fólki sem er með börn á framfæri. Í dag er þetta svona hálfpartinn fátæktarstyrkur þannig að við fögnum auðvitað því að það eigi að taka skref í rétta átt hvað þetta varðar.“ Samfylkingin fagni öllum áfangasigrum. „En það breytir því ekki að núna er ríkisstjórnin auðvitað að stíga inn í neyð sem hún hefur sjálf skapað og við hefðum vilja sjá þessi úrræði koma upphaflega inn í fjármálaáætlun í vor, fjárlög í haust en í staðinn erum við í þessum leiðréttingum rétt fyrir jól og rétt fyrir kjarasamninga. Auðvitað er gott að redda sér fyrir horn þegar þessi staða er komin upp en svona er auðvitað ekki hægt að stjórna landinu til langs tíma, við verðum að vera með einhverja langtímastefnumótun.“
Hádegisfréttir Bylgjunnar Samfylkingin Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Hvar er kjarapakkinn, Katrín? Við sem viljum stjórna í þágu almennings gerum kröfu um framfarir. Í staðinn verðum við vitni að stjórnarháttum sem festa kerfin okkar enn frekar í hjólförunum. Stjórnarháttum sem fela í sér að neyð er sköpuð til þess eins að valdhafar geti hlaupið inn líkt og bjargvættir rétt fyrir jól til að stoppa í götin. Með þessum stjórnarháttum komumst við einfaldlega ekkert áfram. 12. desember 2022 11:31 Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 11. desember 2022 16:00 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Hvar er kjarapakkinn, Katrín? Við sem viljum stjórna í þágu almennings gerum kröfu um framfarir. Í staðinn verðum við vitni að stjórnarháttum sem festa kerfin okkar enn frekar í hjólförunum. Stjórnarháttum sem fela í sér að neyð er sköpuð til þess eins að valdhafar geti hlaupið inn líkt og bjargvættir rétt fyrir jól til að stoppa í götin. Með þessum stjórnarháttum komumst við einfaldlega ekkert áfram. 12. desember 2022 11:31
Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 11. desember 2022 16:00
Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23
Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57