Rúnar blæs á sögusagnirnar: „Það hefur enginn haft samband“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2022 17:33 Rúnar Kárason segist ekki kannast við það að vera að fara í lið á höfuðborgarsvæðinu að tímabili loknu. Vísir/Vilhelm Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV í Olís-deild karla, segist ekki kannast við það að lið á höfuðborgarsvæðinu hafi haft samband við hann undanfarna daga. Í seinasta þætti af hlaðvarpi Handkastsins sagðist Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, hafa heimildir fyrir því að Rúnar myndi að öllum líkindum yfirgefa ÍBV eftir tímabilið og næsti áfangastaður hans gæti verið Seltjarnarnesið. Arnar sagðist einnig hafa fengið orð af því að Valsmenn vildu fá Rúnar í sínar raðir þar sem liðið býst við því að missa Arnór Snær Óskarsson út í atvinnumennsku að tímabilinu loknu, en að Íslandsmeistararnir hafi ekki enn haft samband við stórskyttuna. Samkvæmt heimildarmönnum Arnars höfðu tvö lið haft samband við Rúnar, Grótta og annað ónefnt lið sem Arnar giskaði á að væri Stjarnan. Rúnar birti þó færslu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann blæs á þessar sögusagnir. Rúnar fer ekki mörgum orðum um ummælin og segir einfaldlega: „Það hefur enginn haft samband.“ Það hefur enginn haft samband— Rúnar Kárason (@runarkarason) December 13, 2022 Í stuttu spjalli við blaðamann Vísis í dag staðfesti Rúnar að þarna væri hann vissulega að vísa í ummæli Arnars í Handkastinu. Aðspurður að því hvort hann væri á förum frá ÍBV sagðist hann ekki ætla tjá sig neitt um það á þessum tímapunkti. Hann ítrekaði þó að hann hafi ekki átt neitt samtal við annað lið en ÍBV, enda sé hann samningsbundinn Eyjaliðinu og önnur lið megi því einfaldlega ekki ræða við hann. „Nei það hafa engin lið haft samband við mig,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Enda mega þau ekkert hafa samband núna. Það er ekki fyrr en eftir áramót sem það væri hægt.“ Olís-deild karla ÍBV Handkastið Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Í seinasta þætti af hlaðvarpi Handkastsins sagðist Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, hafa heimildir fyrir því að Rúnar myndi að öllum líkindum yfirgefa ÍBV eftir tímabilið og næsti áfangastaður hans gæti verið Seltjarnarnesið. Arnar sagðist einnig hafa fengið orð af því að Valsmenn vildu fá Rúnar í sínar raðir þar sem liðið býst við því að missa Arnór Snær Óskarsson út í atvinnumennsku að tímabilinu loknu, en að Íslandsmeistararnir hafi ekki enn haft samband við stórskyttuna. Samkvæmt heimildarmönnum Arnars höfðu tvö lið haft samband við Rúnar, Grótta og annað ónefnt lið sem Arnar giskaði á að væri Stjarnan. Rúnar birti þó færslu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann blæs á þessar sögusagnir. Rúnar fer ekki mörgum orðum um ummælin og segir einfaldlega: „Það hefur enginn haft samband.“ Það hefur enginn haft samband— Rúnar Kárason (@runarkarason) December 13, 2022 Í stuttu spjalli við blaðamann Vísis í dag staðfesti Rúnar að þarna væri hann vissulega að vísa í ummæli Arnars í Handkastinu. Aðspurður að því hvort hann væri á förum frá ÍBV sagðist hann ekki ætla tjá sig neitt um það á þessum tímapunkti. Hann ítrekaði þó að hann hafi ekki átt neitt samtal við annað lið en ÍBV, enda sé hann samningsbundinn Eyjaliðinu og önnur lið megi því einfaldlega ekki ræða við hann. „Nei það hafa engin lið haft samband við mig,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Enda mega þau ekkert hafa samband núna. Það er ekki fyrr en eftir áramót sem það væri hægt.“
Olís-deild karla ÍBV Handkastið Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira