„Við getum sjálfum okkur um kennt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2022 23:30 Björgvin Páll Gústavsson var grautfúll eftir tap Vals gegn Ystads í Evrópukeppninni í handbolta í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, sagðist vera grautfúll eftir þriggja marka tap liðsins gegn Ystads í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32. „Þetta er búið að vera svolítið sama sagan í seinustu þremur Evrópuleikjum. Við erum náttúrulega grautfúlir með þetta og erum inni í þessum leik lengi vel,“ sagði Björgvin Páll eftir tapið í kvöld. „Það sem kannski fer með þetta er að við skilum þessu ekki í betri stöðu í hálfleikinn. Við spilum vel í fyrri hálfleik og hefðum getað verið með tvö til þrjú mörk þar. Svo koma bara gæði hjá þeim, Kim [Anersson] náttúrulega ótrúlega öflugur á mikilvægum augnablikum.“ „Við getum sjálfum okkur um kennt svolítið. Við misstum þetta bara aðeins frá okkur og orkustigið féll. Við missum Benna [Benedikt Gunnar Óskarsson] út af og við erum margir á annari löppinni, en það er alveg sama, við eigum að skila betri leik í heildina. Við eru bara grautfúlir með þetta.“ Björgvin benti á að Valsmenn hafi getað sjálfum sér um kennt eftir leikinn og nefnir þar á meðal hvernig liðið hljóp til baka í kvöld. „Við hlaupum illa til baka í fyrri hálfleik, missum það aðeins, og á lykilaugnablikum þar sem við getum kominst inn í þetta í seinni hálfleik þá svona klúðrum við þessu aðeins. Það koma dauðafæri og ég tek allt of langan kafla þar sem ég ver ekki bolta þannig þetta er sitt lítið af hverju.“ „Sitt lítið af hverju er bara aðeins of mikið í þessari keppni.“ Þá segir Björgvin einnig að það hafa dregið aðeins tennurnar úr Valsmönnum þegar gestirnir náðu forystunni á seinustu sekúndu fyrri hálfleiksins. „Já sérstaklega af því að við vorum með góða stöðu í hálfleiknum og okkur leið rosalega vel þegar það voru kannski tíu til tuttugu mínútur búnar af fyrri hálfleik. En þetta er erfið keppni og þetta eru 60 góðar mínútur sem þú þarft að spila til að ná í stig í þessari keppni.“ „Við erum ekki búnir að ná 60 góðum mínútum í seinustu leikjum og við þurfum að bæta það og setja aðeins í gírinn. Það er einn leikur eftir á árinu hjá okkur og við ætlum að gera það vel.“ Valsmenn lentu í miklu basli á köflum í síðari hálfleik og í eitt skiptið skoruðu gestirnir fimm mörk í röð. Björgvin segir að sínir menn hafi reynt ýmislegt, en fátt gengið á þeim tímapunkti. „Við prófum ýmsar varnir og náum ekki alveg að leysa það. Auðvitað erum við með menn í vörninni sem spila ekkert ofboðslega mikla vörn. Við förum í 4-2 vörn og erum að prófa ýmislegt, en Svíarnir leystu það bara ágætlega. Þeir eru með gott lið og frábæra handboltamenn og þessir þrír fyrir utan leystu okkar hluti mjög vel. Þá þarf ég líka bara að vera betri fyrir aftan á sama tíma.“ Þá segir Björgvin að þessi umrædda 4-2 vörn sé ekki eitthvað sem Valsliðið hefur æft mikið. „Við bara byrjuðum á þessu í þessari viku og þetta leit vel út hjá okkur. Fyrsta skipti sem við fórum í þetta í fyrri hálfleik þá missa þeir hann út af þannig það tókst vel það sem við ætluðum að gera. En svo er þetta þannig vörn að það tekur smá tíma að leysa hana, en svo koma þeir og ná að leysa hana í restina.“ „En eins og ég segi þá prófuðum margt og gerðum margt og gáfum allt í þetta. Þess vegna er enn meira svekkjandi að vera svona þreyttur og búinn á því og tapa svona tæpum leik eins og í seinustu þrem leikjum líka.“ Evrópudeildin fer nú í langa pásu, enda er heimsmeistaramótið handan við hornið. Valsmenn mæta aftur til leiks í Evrópudeildinni þann 7. febrúar og Björgvin hefur mikla trú á sínu liði. „Við getum unnið öll lið sem við viljum vinna. Sérstaklega ef við verðum komnir með fullan mannskap og allt það. En við erum ekki bara að spila á fáum mönnum, heldur á meiddum mönnum líka. Þess vegna verðum við að hrósa gaurunum em eru að pína sig í gegnum allskonar sársauka. Þetta er smá svona stórmótsfílingur. Menn eru gjörsamlega að jarða sig viku eftir viku og eru með fókusinn á einn leik í viðbót og svo getum við farið í jólafrí og farið að æfa aðeins,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson að lokum. Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Fleiri fréttir „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Sjá meira
„Þetta er búið að vera svolítið sama sagan í seinustu þremur Evrópuleikjum. Við erum náttúrulega grautfúlir með þetta og erum inni í þessum leik lengi vel,“ sagði Björgvin Páll eftir tapið í kvöld. „Það sem kannski fer með þetta er að við skilum þessu ekki í betri stöðu í hálfleikinn. Við spilum vel í fyrri hálfleik og hefðum getað verið með tvö til þrjú mörk þar. Svo koma bara gæði hjá þeim, Kim [Anersson] náttúrulega ótrúlega öflugur á mikilvægum augnablikum.“ „Við getum sjálfum okkur um kennt svolítið. Við misstum þetta bara aðeins frá okkur og orkustigið féll. Við missum Benna [Benedikt Gunnar Óskarsson] út af og við erum margir á annari löppinni, en það er alveg sama, við eigum að skila betri leik í heildina. Við eru bara grautfúlir með þetta.“ Björgvin benti á að Valsmenn hafi getað sjálfum sér um kennt eftir leikinn og nefnir þar á meðal hvernig liðið hljóp til baka í kvöld. „Við hlaupum illa til baka í fyrri hálfleik, missum það aðeins, og á lykilaugnablikum þar sem við getum kominst inn í þetta í seinni hálfleik þá svona klúðrum við þessu aðeins. Það koma dauðafæri og ég tek allt of langan kafla þar sem ég ver ekki bolta þannig þetta er sitt lítið af hverju.“ „Sitt lítið af hverju er bara aðeins of mikið í þessari keppni.“ Þá segir Björgvin einnig að það hafa dregið aðeins tennurnar úr Valsmönnum þegar gestirnir náðu forystunni á seinustu sekúndu fyrri hálfleiksins. „Já sérstaklega af því að við vorum með góða stöðu í hálfleiknum og okkur leið rosalega vel þegar það voru kannski tíu til tuttugu mínútur búnar af fyrri hálfleik. En þetta er erfið keppni og þetta eru 60 góðar mínútur sem þú þarft að spila til að ná í stig í þessari keppni.“ „Við erum ekki búnir að ná 60 góðum mínútum í seinustu leikjum og við þurfum að bæta það og setja aðeins í gírinn. Það er einn leikur eftir á árinu hjá okkur og við ætlum að gera það vel.“ Valsmenn lentu í miklu basli á köflum í síðari hálfleik og í eitt skiptið skoruðu gestirnir fimm mörk í röð. Björgvin segir að sínir menn hafi reynt ýmislegt, en fátt gengið á þeim tímapunkti. „Við prófum ýmsar varnir og náum ekki alveg að leysa það. Auðvitað erum við með menn í vörninni sem spila ekkert ofboðslega mikla vörn. Við förum í 4-2 vörn og erum að prófa ýmislegt, en Svíarnir leystu það bara ágætlega. Þeir eru með gott lið og frábæra handboltamenn og þessir þrír fyrir utan leystu okkar hluti mjög vel. Þá þarf ég líka bara að vera betri fyrir aftan á sama tíma.“ Þá segir Björgvin að þessi umrædda 4-2 vörn sé ekki eitthvað sem Valsliðið hefur æft mikið. „Við bara byrjuðum á þessu í þessari viku og þetta leit vel út hjá okkur. Fyrsta skipti sem við fórum í þetta í fyrri hálfleik þá missa þeir hann út af þannig það tókst vel það sem við ætluðum að gera. En svo er þetta þannig vörn að það tekur smá tíma að leysa hana, en svo koma þeir og ná að leysa hana í restina.“ „En eins og ég segi þá prófuðum margt og gerðum margt og gáfum allt í þetta. Þess vegna er enn meira svekkjandi að vera svona þreyttur og búinn á því og tapa svona tæpum leik eins og í seinustu þrem leikjum líka.“ Evrópudeildin fer nú í langa pásu, enda er heimsmeistaramótið handan við hornið. Valsmenn mæta aftur til leiks í Evrópudeildinni þann 7. febrúar og Björgvin hefur mikla trú á sínu liði. „Við getum unnið öll lið sem við viljum vinna. Sérstaklega ef við verðum komnir með fullan mannskap og allt það. En við erum ekki bara að spila á fáum mönnum, heldur á meiddum mönnum líka. Þess vegna verðum við að hrósa gaurunum em eru að pína sig í gegnum allskonar sársauka. Þetta er smá svona stórmótsfílingur. Menn eru gjörsamlega að jarða sig viku eftir viku og eru með fókusinn á einn leik í viðbót og svo getum við farið í jólafrí og farið að æfa aðeins,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson að lokum.
Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Fleiri fréttir „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Sjá meira