Sjálfbærni á erindi við allar atvinnugreinar Helgi Jóhann Björgvinsson, Anna Gerður Ófeigsdóttir og Jóna Rut Vignir skrifa 14. desember 2022 11:30 Umræða um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hefur aukist á síðustu árum meðal annars vegna frétta af takmörkuðum árangri í baráttunni við loftslagsvandann á heimsvísu. Sjálfbærni er flókinn og síbreytilegur málaflokkur og á köflum torskilinn. Þá líður vart sá dagur að ekki sé birt ný skammstöfun um alþjóðastaðla eða vottanir sem lagt er til að fyrirtæki tileinki sér. Loftslagsvandinn er yfirvofandi og því allar líkur á að kröfur til fyrirtækja aukist í náinni framtíð. Hlutverk Íslandsbanka er að vera hreyfiafl til góðra verka og leiðandi á sviði sjálfbærni í íslensku samfélagi. Þannig ætlar bankinn að eiga frumkvæði að samstarfi við atvinnulífið um mál tengd sjálfbærni og ábyrgum viðskiptaháttum sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs. Bankinn hefur nýverið unnið að útgáfu atvinnugreinaviðmiða (e. sector guidelines) og birt á vefsíðu sinni, fyrstur íslenskra banka. Tilgangur viðmiðanna er m.a. að stuðla að og kynna sjálfbærni fyrir fyrirtækjum landsins, vekja athygli á og veita leiðsögn um áhættu sem ólíkar atvinnugreinar kunna að vera útsettar fyrir á sviði sjálfbærni og til hvaða úrræða megi grípa til að verjast og draga úr áhættu af þeim toga. Atvinnugreinaviðmiðin eru í takti við hugmyndir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um nýja nálgun í loftslagsmálum sem felur m.a. í sér kröfu til atvinnulífsins um að setja sér mælanleg markmið í loftslagsmálum sem skipt er niður á atvinnugreinar. Viðmiðin eru hnitmiðuð skjöl sem innihalda samsafn ráðlegginga sem bankinn leggur til að viðskiptavinir sem starfa í viðkomandi atvinnugrein kynni sér. Sjálfbærniáhættu má í grunninn skipta í tvennt. Annars vegar er það raunlæg áhætta sem t.d. stafar beint af loftslagsbreytingum og getur valdið tjóni á munum og lífríki, eða raskað starfsemi fyrirtækja á margvíslegan hátt. Dæmi um raunlæga áhættu er aukin tíðni óveðra, flóð af ýmsum toga, hækkun sjávarmáls og súrnun sjávar. Hins vegar er svo margvísleg umbreytingaráhætta, sem til er komin vegna breytinga í samfélaginu sem hafa það markmið að sporna gegn raunlægri áhættu. Umbreytingaráhætta getur stafað af verkefnum sem hafa þann tilgang að flýta sjálfbærri þróun, en kunna í sömu andrá að hafa áhrif á rekstur fyrirtækja. Dæmi um slíka áhættu eru tækniþróun, stefnu- og lagabreytingar, orðsporsáhætta og breyttar markaðsaðstæður vegna breytts neyslumynsturs. Von Íslandsbanka er að viðmiðin einfaldi fyrirtækjum vegferðina og aðstoði við að komast af stað eða enn lengra í sjálfbærnivegferð sinni. Sjálfbærni varðar öll fyrirtæki og við viljum opna enn betur á samtalið við viðskiptavini um sjálfbærniáhættu og stýringu hennar á gagnsæjan hátt. Fyrstu atvinnugreinaviðmiðin hafa verið birt á ytri vef bankans og ná til byggingariðnaðarins. Í kjölfarið birtast á næstunni fleiri viðmið, m.a. fyrir sjávarútveginn og ferðaþjónustuna. Viðmið um sjálfbærni eru í stöðugri þróun. Atvinnugreinaviðmiðin verða því lifandi skjöl sem taka breytingum í takti við almenn viðmið og kröfur. Það er í höndum fyrirtækja landsins að undirbúa sig og verjast nýrri áhættu. Íslandsbanki vill vera fyrirtækjum innan handar og aðstoða við umbreytinguna eins vel og kostur er. Sjálfbærnimarkmið stjórnvalda eru metnaðarfull en til að þeim verði náð er ljóst að til þarf aðkomu atvinnulífsins af fullum krafti. Sjálfbærni á því erindi við öll svið atvinnulífsins. Höfundar eru hluti af sjálfbærniteymi Viðskiptabanka Íslandsbanka: Helgi Jóhann Björgvinsson, lánastjóriAnna Gerður Ófeigsdóttir, fyrirtækjaráðgjafiJóna Rut Vignir, sérfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræða um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hefur aukist á síðustu árum meðal annars vegna frétta af takmörkuðum árangri í baráttunni við loftslagsvandann á heimsvísu. Sjálfbærni er flókinn og síbreytilegur málaflokkur og á köflum torskilinn. Þá líður vart sá dagur að ekki sé birt ný skammstöfun um alþjóðastaðla eða vottanir sem lagt er til að fyrirtæki tileinki sér. Loftslagsvandinn er yfirvofandi og því allar líkur á að kröfur til fyrirtækja aukist í náinni framtíð. Hlutverk Íslandsbanka er að vera hreyfiafl til góðra verka og leiðandi á sviði sjálfbærni í íslensku samfélagi. Þannig ætlar bankinn að eiga frumkvæði að samstarfi við atvinnulífið um mál tengd sjálfbærni og ábyrgum viðskiptaháttum sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs. Bankinn hefur nýverið unnið að útgáfu atvinnugreinaviðmiða (e. sector guidelines) og birt á vefsíðu sinni, fyrstur íslenskra banka. Tilgangur viðmiðanna er m.a. að stuðla að og kynna sjálfbærni fyrir fyrirtækjum landsins, vekja athygli á og veita leiðsögn um áhættu sem ólíkar atvinnugreinar kunna að vera útsettar fyrir á sviði sjálfbærni og til hvaða úrræða megi grípa til að verjast og draga úr áhættu af þeim toga. Atvinnugreinaviðmiðin eru í takti við hugmyndir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um nýja nálgun í loftslagsmálum sem felur m.a. í sér kröfu til atvinnulífsins um að setja sér mælanleg markmið í loftslagsmálum sem skipt er niður á atvinnugreinar. Viðmiðin eru hnitmiðuð skjöl sem innihalda samsafn ráðlegginga sem bankinn leggur til að viðskiptavinir sem starfa í viðkomandi atvinnugrein kynni sér. Sjálfbærniáhættu má í grunninn skipta í tvennt. Annars vegar er það raunlæg áhætta sem t.d. stafar beint af loftslagsbreytingum og getur valdið tjóni á munum og lífríki, eða raskað starfsemi fyrirtækja á margvíslegan hátt. Dæmi um raunlæga áhættu er aukin tíðni óveðra, flóð af ýmsum toga, hækkun sjávarmáls og súrnun sjávar. Hins vegar er svo margvísleg umbreytingaráhætta, sem til er komin vegna breytinga í samfélaginu sem hafa það markmið að sporna gegn raunlægri áhættu. Umbreytingaráhætta getur stafað af verkefnum sem hafa þann tilgang að flýta sjálfbærri þróun, en kunna í sömu andrá að hafa áhrif á rekstur fyrirtækja. Dæmi um slíka áhættu eru tækniþróun, stefnu- og lagabreytingar, orðsporsáhætta og breyttar markaðsaðstæður vegna breytts neyslumynsturs. Von Íslandsbanka er að viðmiðin einfaldi fyrirtækjum vegferðina og aðstoði við að komast af stað eða enn lengra í sjálfbærnivegferð sinni. Sjálfbærni varðar öll fyrirtæki og við viljum opna enn betur á samtalið við viðskiptavini um sjálfbærniáhættu og stýringu hennar á gagnsæjan hátt. Fyrstu atvinnugreinaviðmiðin hafa verið birt á ytri vef bankans og ná til byggingariðnaðarins. Í kjölfarið birtast á næstunni fleiri viðmið, m.a. fyrir sjávarútveginn og ferðaþjónustuna. Viðmið um sjálfbærni eru í stöðugri þróun. Atvinnugreinaviðmiðin verða því lifandi skjöl sem taka breytingum í takti við almenn viðmið og kröfur. Það er í höndum fyrirtækja landsins að undirbúa sig og verjast nýrri áhættu. Íslandsbanki vill vera fyrirtækjum innan handar og aðstoða við umbreytinguna eins vel og kostur er. Sjálfbærnimarkmið stjórnvalda eru metnaðarfull en til að þeim verði náð er ljóst að til þarf aðkomu atvinnulífsins af fullum krafti. Sjálfbærni á því erindi við öll svið atvinnulífsins. Höfundar eru hluti af sjálfbærniteymi Viðskiptabanka Íslandsbanka: Helgi Jóhann Björgvinsson, lánastjóriAnna Gerður Ófeigsdóttir, fyrirtækjaráðgjafiJóna Rut Vignir, sérfræðingur
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun