Voru liðsfélagar í frönsku B-deildinni en mætast í undanúrslitum HM í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 14. desember 2022 16:00 Walid Regragui og Olivier Giroud æfðu saman til skamms tíma hjá Grenoble en Giroud þótti ekki nógu góður fyrir aðallið félagsins. Samsett/Getty Leiðin hefur lá hratt upp á við hjá Olivier Giroud, framherja franska landsliðsins, frá franska B-deildarliðinu Grenoble, hvar hann þótti ekki nógu góður fyrir aðalliðið árið 2007. Mótherji hans í undanúrslitum HM í kvöld var aftur á móti fastamaður. Giroud lék 23 deildarleiki fyrir Grenoble árin 2005 til 2007, en þá 21 árs gamall, var hann lánaður í þriðju deildina til Istres. Þar fann hann markaskóna og var í kjölfarið seldur frá Grenoble til Tours. Þar spilaði Giroud í tveir leiktíðir og skoraði 21 mark í frönsku B-deildinni sem heillaði forráðamenn Montpellier. Hann var hluti af liði Montpellier sem vann franska meistaratitilinn óvænt árið 2012 og var markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar með 21 mark. Hann komst þá í landsliðið og hefur síðan spilað 118 landsleiki og varð á laugardaginn var markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með sigurmarki sínu gegn Englandi, sem var hans 53. fyrir land og þjóð. Olivier Giroud was teammates with Morocco manager Walid Regragui. Both of them played for Grenoble in 2008. 14 years later, their paths will cross again in the semi-final of the World Cup! pic.twitter.com/ugNeXzIstO— EuroFoot (@eurofootcom) December 11, 2022 Í árdaga ferils hans, hjá Grenoble, þurfti Giroud að berjast við marokkóskan varnarmann á æfingum, Walid Regragui sem var á lokametrum heldur ómerkilegri leikmannaferils en þann sem Giroud hefur átt. Regragui þessi lék meðal annars með Toulouse og Dijon í Frakklandi en hans helsta afrek var að vinna frönsku B-deildina með Ajaccio árið 2002. Hann er í dag þjálfari marokkóska landsliðsins eftir að hafa tekið við í ágúst. Varnarleikurinn er hans aðalsmerki en liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark í átta leikjum undir hans stjórn, sjálfsmark Nayef Aguerd í 2-1 sigri á Kanada í riðlakeppni HM. Regragui gerði Marokkó að fyrsta Afríkulandinu til að komast í undanúrslit á heimsmeistaramóti og getur orðið sá fyrsti til að stýra liði til úrslita. Það veltur líklega á varnarleiknum og áhugavert verður að sjá hvort hann, og marokkóska liðið, hafi leiðir til að stöðva fyrrum félaga hans, franska turninn Giroud. HM 2022 í Katar Franski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Giroud lék 23 deildarleiki fyrir Grenoble árin 2005 til 2007, en þá 21 árs gamall, var hann lánaður í þriðju deildina til Istres. Þar fann hann markaskóna og var í kjölfarið seldur frá Grenoble til Tours. Þar spilaði Giroud í tveir leiktíðir og skoraði 21 mark í frönsku B-deildinni sem heillaði forráðamenn Montpellier. Hann var hluti af liði Montpellier sem vann franska meistaratitilinn óvænt árið 2012 og var markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar með 21 mark. Hann komst þá í landsliðið og hefur síðan spilað 118 landsleiki og varð á laugardaginn var markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með sigurmarki sínu gegn Englandi, sem var hans 53. fyrir land og þjóð. Olivier Giroud was teammates with Morocco manager Walid Regragui. Both of them played for Grenoble in 2008. 14 years later, their paths will cross again in the semi-final of the World Cup! pic.twitter.com/ugNeXzIstO— EuroFoot (@eurofootcom) December 11, 2022 Í árdaga ferils hans, hjá Grenoble, þurfti Giroud að berjast við marokkóskan varnarmann á æfingum, Walid Regragui sem var á lokametrum heldur ómerkilegri leikmannaferils en þann sem Giroud hefur átt. Regragui þessi lék meðal annars með Toulouse og Dijon í Frakklandi en hans helsta afrek var að vinna frönsku B-deildina með Ajaccio árið 2002. Hann er í dag þjálfari marokkóska landsliðsins eftir að hafa tekið við í ágúst. Varnarleikurinn er hans aðalsmerki en liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark í átta leikjum undir hans stjórn, sjálfsmark Nayef Aguerd í 2-1 sigri á Kanada í riðlakeppni HM. Regragui gerði Marokkó að fyrsta Afríkulandinu til að komast í undanúrslit á heimsmeistaramóti og getur orðið sá fyrsti til að stýra liði til úrslita. Það veltur líklega á varnarleiknum og áhugavert verður að sjá hvort hann, og marokkóska liðið, hafi leiðir til að stöðva fyrrum félaga hans, franska turninn Giroud.
HM 2022 í Katar Franski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira