Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. desember 2022 15:38 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, harðlega. Vísir/Samsett Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. Undir liðnum störf þingsins setti Andrés Ingi spurningarmerki við það að ráðherrann hafi fagnað því að Héraðsdómur hafi fyrr í vikunni dæmt brottvísun Hussein Hussein og fjölskyldu ólögmæta. Spurði þingmaðurinn hvort ráðherrann væri í aðstöðu til þess, ekki síst í ljósi þess að ráðherrann styðji við frumvarp dómsmálaráðherra um að ganga lengra. „Á sínum tíma sagði hann auk þess ekkert sérstaklega athugavert við brottvísunina nema kannski að það hafi verið slæmt að það hafi ekki verið bíll frá ferðaþjónustu fatlaðra til að flytja Hussein úr landi,“ sagði Andrés en Hussein notast við hjólastól. „En nú gleðst hann yfir endurkomu þeirra eins og hann sé hvítþveginn af þessum glæp sem að ríkisstjórnin framdi.“ Þá vísaði hann til frétta í fjölmiðlum í gær þar sem fram kom að vísa ætti fleirum úr landi, þar á meðal átján ára stúlku. „Það er eins og Útlendingastofnun bíði með puttann á brottvísunartakkanum eftir því að börn nái átján ára aldri þannig það sé hægt að sparka þeim úr landi,“ sagði Andrés. „Dómurinn sem sýnir að Hussein hafi verið órétti beittur, börnin sem kerfið iðar í skinninu að sparka úr landi þegar þau verða átján ára, skaðræðisfrumvarp Jóns Gunnarssonar, allt er þetta stefna stjórnvalda. Fólk getur ekki þvegið hendur sínar af þessu ef það er í stjórnarflokkunum,“ sagði hann enn fremur. Fagna áfangasigri vegna frestun útlendingafrumvarps Nú hefur komið í ljós að umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra hafi verið tekið af dagskrá þingsins fyrir jól. Þá verður málið tekið aftur fyrir í allsherjar- og menntamálanefnd eftir ármót. „Píratar fagna þessum áfangasigri í baráttu sinni gegn mannfjandsamlegu frumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt er fram til höfuðs eins jaðarsettasta hóps fólks í íslensku samfélagi, fólks á flótta,“ segir í yfirlýsingu frá Pírötum vegna málsins. Þau taka þó fram að fulltrúar meirihlutans standi áfram í vegi fyrir því að óháð álitsgerð verði fengin um lögmæti frumvarpsins, með tilliti til þess hvort það samræmist stjórnarskrá og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum íslenska ríkisins um mannréttindi. „Það er einlæg von Pírata að friðsælar stundir á jólahátíðinni geri stjórnarliðum kleift að endurskoða afstöðu sína gagnvart ólýðræðislegum og ógagnsæjum vinnubrögðum sínum í þessu máli,“ segir í yfirlýsingunni. Hælisleitendur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Tekist á um Jóladagatalið á Alþingi Skiptar skoðanir eru á Alþingi um útspil Útlendingastofnunar vegna Jóladagatals Ríkisútvarpsins. Þingmenn Miðflokksins eru hæstánægðir með upplýsingasíðu stofnunarinnar en þingmaður Pírata spurði hvort að eðlilegt gæti talist að starfsmaður stofnunarinnar hafi verið settur í þá vinnu að horfa á Jóladagatalið. 14. desember 2022 11:41 Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. 13. desember 2022 11:04 Segir stjórnarliða tefja eingreiðslu til öryrkja Umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga var sett aftur á dagskrá þingsins í dag en tímasetning umræðunnar var harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni sem segir mikilvæg mál eins og eingreiðslu til öryrkja tefjast í kjölfarið. 9. desember 2022 19:30 Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Fimmta tilraun til breytinga á útlendingalögum hafin á Alþingi Þingmenn tókust harkalega á um stöðu fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir stefna í að fjörutíu sinnum fleiri sæki um vernd á þessu ári en fyrir tíu árum. Stjórnarandstöðuþingmenn sökuðu ráðherra um brot á ýmsum lögum. 25. október 2022 19:21 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Undir liðnum störf þingsins setti Andrés Ingi spurningarmerki við það að ráðherrann hafi fagnað því að Héraðsdómur hafi fyrr í vikunni dæmt brottvísun Hussein Hussein og fjölskyldu ólögmæta. Spurði þingmaðurinn hvort ráðherrann væri í aðstöðu til þess, ekki síst í ljósi þess að ráðherrann styðji við frumvarp dómsmálaráðherra um að ganga lengra. „Á sínum tíma sagði hann auk þess ekkert sérstaklega athugavert við brottvísunina nema kannski að það hafi verið slæmt að það hafi ekki verið bíll frá ferðaþjónustu fatlaðra til að flytja Hussein úr landi,“ sagði Andrés en Hussein notast við hjólastól. „En nú gleðst hann yfir endurkomu þeirra eins og hann sé hvítþveginn af þessum glæp sem að ríkisstjórnin framdi.“ Þá vísaði hann til frétta í fjölmiðlum í gær þar sem fram kom að vísa ætti fleirum úr landi, þar á meðal átján ára stúlku. „Það er eins og Útlendingastofnun bíði með puttann á brottvísunartakkanum eftir því að börn nái átján ára aldri þannig það sé hægt að sparka þeim úr landi,“ sagði Andrés. „Dómurinn sem sýnir að Hussein hafi verið órétti beittur, börnin sem kerfið iðar í skinninu að sparka úr landi þegar þau verða átján ára, skaðræðisfrumvarp Jóns Gunnarssonar, allt er þetta stefna stjórnvalda. Fólk getur ekki þvegið hendur sínar af þessu ef það er í stjórnarflokkunum,“ sagði hann enn fremur. Fagna áfangasigri vegna frestun útlendingafrumvarps Nú hefur komið í ljós að umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra hafi verið tekið af dagskrá þingsins fyrir jól. Þá verður málið tekið aftur fyrir í allsherjar- og menntamálanefnd eftir ármót. „Píratar fagna þessum áfangasigri í baráttu sinni gegn mannfjandsamlegu frumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt er fram til höfuðs eins jaðarsettasta hóps fólks í íslensku samfélagi, fólks á flótta,“ segir í yfirlýsingu frá Pírötum vegna málsins. Þau taka þó fram að fulltrúar meirihlutans standi áfram í vegi fyrir því að óháð álitsgerð verði fengin um lögmæti frumvarpsins, með tilliti til þess hvort það samræmist stjórnarskrá og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum íslenska ríkisins um mannréttindi. „Það er einlæg von Pírata að friðsælar stundir á jólahátíðinni geri stjórnarliðum kleift að endurskoða afstöðu sína gagnvart ólýðræðislegum og ógagnsæjum vinnubrögðum sínum í þessu máli,“ segir í yfirlýsingunni.
Hælisleitendur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Tekist á um Jóladagatalið á Alþingi Skiptar skoðanir eru á Alþingi um útspil Útlendingastofnunar vegna Jóladagatals Ríkisútvarpsins. Þingmenn Miðflokksins eru hæstánægðir með upplýsingasíðu stofnunarinnar en þingmaður Pírata spurði hvort að eðlilegt gæti talist að starfsmaður stofnunarinnar hafi verið settur í þá vinnu að horfa á Jóladagatalið. 14. desember 2022 11:41 Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. 13. desember 2022 11:04 Segir stjórnarliða tefja eingreiðslu til öryrkja Umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga var sett aftur á dagskrá þingsins í dag en tímasetning umræðunnar var harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni sem segir mikilvæg mál eins og eingreiðslu til öryrkja tefjast í kjölfarið. 9. desember 2022 19:30 Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Fimmta tilraun til breytinga á útlendingalögum hafin á Alþingi Þingmenn tókust harkalega á um stöðu fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir stefna í að fjörutíu sinnum fleiri sæki um vernd á þessu ári en fyrir tíu árum. Stjórnarandstöðuþingmenn sökuðu ráðherra um brot á ýmsum lögum. 25. október 2022 19:21 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Tekist á um Jóladagatalið á Alþingi Skiptar skoðanir eru á Alþingi um útspil Útlendingastofnunar vegna Jóladagatals Ríkisútvarpsins. Þingmenn Miðflokksins eru hæstánægðir með upplýsingasíðu stofnunarinnar en þingmaður Pírata spurði hvort að eðlilegt gæti talist að starfsmaður stofnunarinnar hafi verið settur í þá vinnu að horfa á Jóladagatalið. 14. desember 2022 11:41
Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. 13. desember 2022 11:04
Segir stjórnarliða tefja eingreiðslu til öryrkja Umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga var sett aftur á dagskrá þingsins í dag en tímasetning umræðunnar var harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni sem segir mikilvæg mál eins og eingreiðslu til öryrkja tefjast í kjölfarið. 9. desember 2022 19:30
Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35
Fimmta tilraun til breytinga á útlendingalögum hafin á Alþingi Þingmenn tókust harkalega á um stöðu fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir stefna í að fjörutíu sinnum fleiri sæki um vernd á þessu ári en fyrir tíu árum. Stjórnarandstöðuþingmenn sökuðu ráðherra um brot á ýmsum lögum. 25. október 2022 19:21