Hafa ekki í nein hús að venda eftir að íbúðin skemmdist í gríðarlegum leka Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. desember 2022 19:45 Ewa og Lukasz leita nú að húsnæði eftir vatnslekann. sigurjón ólason Par hefur ekki í nein hús að venda eftir að gríðarlegt magn af vatni flæddi inn í íbúð þeirra með þeim afleiðingum að heimilið er óíbúðarhæft. Þau vita ekki hvar þau ætla að verja nóttinni og segja Kópavogsbæ ekkert vilja gera fyrir þau. Lukasz og Ewa, íbúar að Marbakkabraut í Kópavogi vöknuðu upp klukkan fimm í nótt við mikil vatnshljóð. Þegar þau stigu fram úr rúminu var íbúðin öll á floti. Sökudólgurinn var lögn á landi bæjarins sem farið hafði í sundur á þrjátíu metra kafla á Kársnesbraut, götu sem liggur fyrir ofan heimili þeirra. Ekki er vitað hvers vegna lögnin gaf sig. Upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar segir að ekki sé vitað hvers vegna lögnin hafi gefið sig.sigurjón ólason „Þegar við vöknuðum var vatn alls staðar. Við vorum að reyna að bjarga eigum okkar,“ segir Lukasz Frydrychewicz. Þau segja að dæluþjónusta hafi komið snögglega ásamt eiganda íbúðarinnar og strax hafist handa við að dæla vatni. „Við töldum hættu á ferðum vegna rafmagns. Raftenglarnir okkar eru lágt á veggjunum. Við erum hrædd um að þetta geti verið vandasamt, rafmagn og vatn,“ sagði Ewa Agnieszka Jaszczuk. Mikið tjón varð í íbúðinni eins og sést og segja þau nær allt innbúið ónýtt. Þau hafa ekki í nein hús að venda, hafa lítið bakland hér á landi og vita ekki hvar þau verja nóttinni eða næstu dögum. Þau leituðu ráða um bráðabirgðahúsnæði hjá forsvarsmönnum Kópavogsbæjar í dag sem að þeirra sögn sögðust ekkert geta gert fyrir þau. „Þau segja að þetta sé ekki þeirra sök. Ég veit ekki hvers vegna. Leiðslurnar tilheyri þeim.“ Dælt hefur verið úr íbúðinni í allan dag.sigurjón óla Bærinn hafi bent þeim á að leigja hótelherbergi en það sé dýrt. Ewa og Lukasz eru með innbústryggingu hjá Verði en segja félagið benda á Kópavogsbæ og Kópavogsbæ benda á tryggingafélagið. Fréttastofa leitaði viðbragða frá Kópavogsbæ og Verði. Í skriflegri tilkynningu frá bænum kemur fram að öllum sem snúi sér til þeirra vegna málsins sé leiðbeint um möguleg úrræði sveitarfélagsins. Þá hvetji VÍS, tryggingafélag bæjarins, þá sem hafa orðið fyrir tjóni að tilkynna það til félagsins. Kópavogur Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Lukasz og Ewa, íbúar að Marbakkabraut í Kópavogi vöknuðu upp klukkan fimm í nótt við mikil vatnshljóð. Þegar þau stigu fram úr rúminu var íbúðin öll á floti. Sökudólgurinn var lögn á landi bæjarins sem farið hafði í sundur á þrjátíu metra kafla á Kársnesbraut, götu sem liggur fyrir ofan heimili þeirra. Ekki er vitað hvers vegna lögnin gaf sig. Upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar segir að ekki sé vitað hvers vegna lögnin hafi gefið sig.sigurjón ólason „Þegar við vöknuðum var vatn alls staðar. Við vorum að reyna að bjarga eigum okkar,“ segir Lukasz Frydrychewicz. Þau segja að dæluþjónusta hafi komið snögglega ásamt eiganda íbúðarinnar og strax hafist handa við að dæla vatni. „Við töldum hættu á ferðum vegna rafmagns. Raftenglarnir okkar eru lágt á veggjunum. Við erum hrædd um að þetta geti verið vandasamt, rafmagn og vatn,“ sagði Ewa Agnieszka Jaszczuk. Mikið tjón varð í íbúðinni eins og sést og segja þau nær allt innbúið ónýtt. Þau hafa ekki í nein hús að venda, hafa lítið bakland hér á landi og vita ekki hvar þau verja nóttinni eða næstu dögum. Þau leituðu ráða um bráðabirgðahúsnæði hjá forsvarsmönnum Kópavogsbæjar í dag sem að þeirra sögn sögðust ekkert geta gert fyrir þau. „Þau segja að þetta sé ekki þeirra sök. Ég veit ekki hvers vegna. Leiðslurnar tilheyri þeim.“ Dælt hefur verið úr íbúðinni í allan dag.sigurjón óla Bærinn hafi bent þeim á að leigja hótelherbergi en það sé dýrt. Ewa og Lukasz eru með innbústryggingu hjá Verði en segja félagið benda á Kópavogsbæ og Kópavogsbæ benda á tryggingafélagið. Fréttastofa leitaði viðbragða frá Kópavogsbæ og Verði. Í skriflegri tilkynningu frá bænum kemur fram að öllum sem snúi sér til þeirra vegna málsins sé leiðbeint um möguleg úrræði sveitarfélagsins. Þá hvetji VÍS, tryggingafélag bæjarins, þá sem hafa orðið fyrir tjóni að tilkynna það til félagsins.
Kópavogur Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira