Hafa ekki í nein hús að venda eftir að íbúðin skemmdist í gríðarlegum leka Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. desember 2022 19:45 Ewa og Lukasz leita nú að húsnæði eftir vatnslekann. sigurjón ólason Par hefur ekki í nein hús að venda eftir að gríðarlegt magn af vatni flæddi inn í íbúð þeirra með þeim afleiðingum að heimilið er óíbúðarhæft. Þau vita ekki hvar þau ætla að verja nóttinni og segja Kópavogsbæ ekkert vilja gera fyrir þau. Lukasz og Ewa, íbúar að Marbakkabraut í Kópavogi vöknuðu upp klukkan fimm í nótt við mikil vatnshljóð. Þegar þau stigu fram úr rúminu var íbúðin öll á floti. Sökudólgurinn var lögn á landi bæjarins sem farið hafði í sundur á þrjátíu metra kafla á Kársnesbraut, götu sem liggur fyrir ofan heimili þeirra. Ekki er vitað hvers vegna lögnin gaf sig. Upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar segir að ekki sé vitað hvers vegna lögnin hafi gefið sig.sigurjón ólason „Þegar við vöknuðum var vatn alls staðar. Við vorum að reyna að bjarga eigum okkar,“ segir Lukasz Frydrychewicz. Þau segja að dæluþjónusta hafi komið snögglega ásamt eiganda íbúðarinnar og strax hafist handa við að dæla vatni. „Við töldum hættu á ferðum vegna rafmagns. Raftenglarnir okkar eru lágt á veggjunum. Við erum hrædd um að þetta geti verið vandasamt, rafmagn og vatn,“ sagði Ewa Agnieszka Jaszczuk. Mikið tjón varð í íbúðinni eins og sést og segja þau nær allt innbúið ónýtt. Þau hafa ekki í nein hús að venda, hafa lítið bakland hér á landi og vita ekki hvar þau verja nóttinni eða næstu dögum. Þau leituðu ráða um bráðabirgðahúsnæði hjá forsvarsmönnum Kópavogsbæjar í dag sem að þeirra sögn sögðust ekkert geta gert fyrir þau. „Þau segja að þetta sé ekki þeirra sök. Ég veit ekki hvers vegna. Leiðslurnar tilheyri þeim.“ Dælt hefur verið úr íbúðinni í allan dag.sigurjón óla Bærinn hafi bent þeim á að leigja hótelherbergi en það sé dýrt. Ewa og Lukasz eru með innbústryggingu hjá Verði en segja félagið benda á Kópavogsbæ og Kópavogsbæ benda á tryggingafélagið. Fréttastofa leitaði viðbragða frá Kópavogsbæ og Verði. Í skriflegri tilkynningu frá bænum kemur fram að öllum sem snúi sér til þeirra vegna málsins sé leiðbeint um möguleg úrræði sveitarfélagsins. Þá hvetji VÍS, tryggingafélag bæjarins, þá sem hafa orðið fyrir tjóni að tilkynna það til félagsins. Kópavogur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Lukasz og Ewa, íbúar að Marbakkabraut í Kópavogi vöknuðu upp klukkan fimm í nótt við mikil vatnshljóð. Þegar þau stigu fram úr rúminu var íbúðin öll á floti. Sökudólgurinn var lögn á landi bæjarins sem farið hafði í sundur á þrjátíu metra kafla á Kársnesbraut, götu sem liggur fyrir ofan heimili þeirra. Ekki er vitað hvers vegna lögnin gaf sig. Upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar segir að ekki sé vitað hvers vegna lögnin hafi gefið sig.sigurjón ólason „Þegar við vöknuðum var vatn alls staðar. Við vorum að reyna að bjarga eigum okkar,“ segir Lukasz Frydrychewicz. Þau segja að dæluþjónusta hafi komið snögglega ásamt eiganda íbúðarinnar og strax hafist handa við að dæla vatni. „Við töldum hættu á ferðum vegna rafmagns. Raftenglarnir okkar eru lágt á veggjunum. Við erum hrædd um að þetta geti verið vandasamt, rafmagn og vatn,“ sagði Ewa Agnieszka Jaszczuk. Mikið tjón varð í íbúðinni eins og sést og segja þau nær allt innbúið ónýtt. Þau hafa ekki í nein hús að venda, hafa lítið bakland hér á landi og vita ekki hvar þau verja nóttinni eða næstu dögum. Þau leituðu ráða um bráðabirgðahúsnæði hjá forsvarsmönnum Kópavogsbæjar í dag sem að þeirra sögn sögðust ekkert geta gert fyrir þau. „Þau segja að þetta sé ekki þeirra sök. Ég veit ekki hvers vegna. Leiðslurnar tilheyri þeim.“ Dælt hefur verið úr íbúðinni í allan dag.sigurjón óla Bærinn hafi bent þeim á að leigja hótelherbergi en það sé dýrt. Ewa og Lukasz eru með innbústryggingu hjá Verði en segja félagið benda á Kópavogsbæ og Kópavogsbæ benda á tryggingafélagið. Fréttastofa leitaði viðbragða frá Kópavogsbæ og Verði. Í skriflegri tilkynningu frá bænum kemur fram að öllum sem snúi sér til þeirra vegna málsins sé leiðbeint um möguleg úrræði sveitarfélagsins. Þá hvetji VÍS, tryggingafélag bæjarins, þá sem hafa orðið fyrir tjóni að tilkynna það til félagsins.
Kópavogur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira