Hafa ekki í nein hús að venda eftir að íbúðin skemmdist í gríðarlegum leka Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. desember 2022 19:45 Ewa og Lukasz leita nú að húsnæði eftir vatnslekann. sigurjón ólason Par hefur ekki í nein hús að venda eftir að gríðarlegt magn af vatni flæddi inn í íbúð þeirra með þeim afleiðingum að heimilið er óíbúðarhæft. Þau vita ekki hvar þau ætla að verja nóttinni og segja Kópavogsbæ ekkert vilja gera fyrir þau. Lukasz og Ewa, íbúar að Marbakkabraut í Kópavogi vöknuðu upp klukkan fimm í nótt við mikil vatnshljóð. Þegar þau stigu fram úr rúminu var íbúðin öll á floti. Sökudólgurinn var lögn á landi bæjarins sem farið hafði í sundur á þrjátíu metra kafla á Kársnesbraut, götu sem liggur fyrir ofan heimili þeirra. Ekki er vitað hvers vegna lögnin gaf sig. Upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar segir að ekki sé vitað hvers vegna lögnin hafi gefið sig.sigurjón ólason „Þegar við vöknuðum var vatn alls staðar. Við vorum að reyna að bjarga eigum okkar,“ segir Lukasz Frydrychewicz. Þau segja að dæluþjónusta hafi komið snögglega ásamt eiganda íbúðarinnar og strax hafist handa við að dæla vatni. „Við töldum hættu á ferðum vegna rafmagns. Raftenglarnir okkar eru lágt á veggjunum. Við erum hrædd um að þetta geti verið vandasamt, rafmagn og vatn,“ sagði Ewa Agnieszka Jaszczuk. Mikið tjón varð í íbúðinni eins og sést og segja þau nær allt innbúið ónýtt. Þau hafa ekki í nein hús að venda, hafa lítið bakland hér á landi og vita ekki hvar þau verja nóttinni eða næstu dögum. Þau leituðu ráða um bráðabirgðahúsnæði hjá forsvarsmönnum Kópavogsbæjar í dag sem að þeirra sögn sögðust ekkert geta gert fyrir þau. „Þau segja að þetta sé ekki þeirra sök. Ég veit ekki hvers vegna. Leiðslurnar tilheyri þeim.“ Dælt hefur verið úr íbúðinni í allan dag.sigurjón óla Bærinn hafi bent þeim á að leigja hótelherbergi en það sé dýrt. Ewa og Lukasz eru með innbústryggingu hjá Verði en segja félagið benda á Kópavogsbæ og Kópavogsbæ benda á tryggingafélagið. Fréttastofa leitaði viðbragða frá Kópavogsbæ og Verði. Í skriflegri tilkynningu frá bænum kemur fram að öllum sem snúi sér til þeirra vegna málsins sé leiðbeint um möguleg úrræði sveitarfélagsins. Þá hvetji VÍS, tryggingafélag bæjarins, þá sem hafa orðið fyrir tjóni að tilkynna það til félagsins. Kópavogur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira
Lukasz og Ewa, íbúar að Marbakkabraut í Kópavogi vöknuðu upp klukkan fimm í nótt við mikil vatnshljóð. Þegar þau stigu fram úr rúminu var íbúðin öll á floti. Sökudólgurinn var lögn á landi bæjarins sem farið hafði í sundur á þrjátíu metra kafla á Kársnesbraut, götu sem liggur fyrir ofan heimili þeirra. Ekki er vitað hvers vegna lögnin gaf sig. Upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar segir að ekki sé vitað hvers vegna lögnin hafi gefið sig.sigurjón ólason „Þegar við vöknuðum var vatn alls staðar. Við vorum að reyna að bjarga eigum okkar,“ segir Lukasz Frydrychewicz. Þau segja að dæluþjónusta hafi komið snögglega ásamt eiganda íbúðarinnar og strax hafist handa við að dæla vatni. „Við töldum hættu á ferðum vegna rafmagns. Raftenglarnir okkar eru lágt á veggjunum. Við erum hrædd um að þetta geti verið vandasamt, rafmagn og vatn,“ sagði Ewa Agnieszka Jaszczuk. Mikið tjón varð í íbúðinni eins og sést og segja þau nær allt innbúið ónýtt. Þau hafa ekki í nein hús að venda, hafa lítið bakland hér á landi og vita ekki hvar þau verja nóttinni eða næstu dögum. Þau leituðu ráða um bráðabirgðahúsnæði hjá forsvarsmönnum Kópavogsbæjar í dag sem að þeirra sögn sögðust ekkert geta gert fyrir þau. „Þau segja að þetta sé ekki þeirra sök. Ég veit ekki hvers vegna. Leiðslurnar tilheyri þeim.“ Dælt hefur verið úr íbúðinni í allan dag.sigurjón óla Bærinn hafi bent þeim á að leigja hótelherbergi en það sé dýrt. Ewa og Lukasz eru með innbústryggingu hjá Verði en segja félagið benda á Kópavogsbæ og Kópavogsbæ benda á tryggingafélagið. Fréttastofa leitaði viðbragða frá Kópavogsbæ og Verði. Í skriflegri tilkynningu frá bænum kemur fram að öllum sem snúi sér til þeirra vegna málsins sé leiðbeint um möguleg úrræði sveitarfélagsins. Þá hvetji VÍS, tryggingafélag bæjarins, þá sem hafa orðið fyrir tjóni að tilkynna það til félagsins.
Kópavogur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira