Orð ferðamálastjóra lýsi skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. desember 2022 09:00 Skemmtiferðaskip skila ágætis summu í þjóðarbúið ár hvert. Vísir/Vilhelm Formaður Cruise Iceland segir margt sem kom fram í viðtali fráfarandi ferðamálastjóra við Túrista í síðustu viku ekki vera rétt. Hann segir orð ferðamálastjóra lýsa skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu á uppbyggingu í þessum hluta ferðaþjónustunnar. Í síðustu viku ræddi ferðamálavefsíðan Túristi við Skarphéðinn Berg Steinarsson, fráfarandi ferðamálastjóra, og sagðist hann hafa miklar efasemdir um að móttaka skemmtiferðaskipa væri besta ráðstöfun Íslands á náttúruauðlindum, áfangastöðum og kolefnisspori ferðaþjónustunnar. Þá sagði Skarphéðinn að hafnarstjórar geti ákveðið að fjölga komum skemmtiferðaskipa og gagnrýndi það fyrirkomulag. Hér væru margir innviðir sem ekki réðu við aukið álag. „Miðað við kolefnissporið af skipunum, átroðninginn og mannmergðina er illa farið með það svigrúm sem við höfum. Við ættum ekki að nota kolefnisspor okkar í þetta,“ sagði Skarphéðinn. Þá vildi hann meina að heildartekjur af skemmtiferðaskipum væru um fimm milljarðar króna á ári. Segir margt ekki rétt Pétur Ólafsson, hafnarstjóri hjá Hafnarsamlagi Norðurlands og formaður hagsmunasamtakanna Cruise Iceland, segir í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í kjölfar viðtals Skarphéðins að margt sem Skarphéðinn hafi sagt sé einfaldlega ekki rétt. Hann segir að það sé ekki rétt að hafnarstjórar ákveði hömlur á komur skemmtiferðaskipa heldur séu það hafnarstjórnir og eftir atvikum sveitarstjórnir hverrar hafnar. Síðan er það hafnarstjóra að framfylgja stefnumarkandi ákvörðunum. Þegar kemur að umhverfismálum bendir Pétur á að kolefnisspor Íslands sé ekki metið út frá komum skemmtiferðaskipa hingað til lands enda eru skipin ekki skráð á íslandi. Hins vegar hafa Faxaflóahafnir innleitt öflugt umhverfiseinkunarkerfi með ívilnunum og álögnum. Markmiðið með fyrirkomulaginu er að koma á fjárhagslegu hvatakerfi til reksturs umhverfisvænni skemmtiferðaskipa. Lýsir vanþekkingu Pétur vill meina að áætlun Skarphéðins um heildartekjur af skemmtiferðaskipum lýsi skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu á uppbyggingu þessa hluta ferðaþjónustunnar. Tölurnar sem hann hafi stutt sig við í viðtalinu séu í engu samræmi við raunveruleikann. „Könnun á fjárhagslegum áhrifum af komum skemmtiferðaskipa sem Cruise Iceland fól bresku fyrirtækinu GP Wild International og Business Research & Economics Advisors að gera árið 2018 leiddi í ljós að komur skemmtiferðaskipa voru að skapa 920 heilsárs störf og þjóðhagslegur ávinningur væri 16,4 milljarðar króna. Ef tillit er tekið til þeirrar 13% aukningar milli áranna 2018 og 2022, má reikna með að komur skemmtiferðaskipa skili á þessu ári um 18,5 milljörðum króna í þjóðarbúið,“ segir Pétur. Mikilvægustu farþegarnir Farþegum í farþegaskiptum hefur fjölgað síðustu ár. Farþegaskiptafarþegar eru þeir sem hefja eða enda skemmtiferðasiglingu sína hér á landi, þeir fljúga til eða frá landinu og dvelja hér í einhverja daga. „Farþegar gista á betri hótelum borgarinnar, borða á veitingastöðum, leigja bílaleigubíla, fara í skoðunarferðir, heimsækja söfn og nýta sér margvíslega aðra afþreyingu. Þá skapa komur skemmtiferðaskipa í farþegaskiptum mun fleiri störf í landi. Það stefnir í að farþegar í farþegaskiptum verði hátt í 85 þúsund á árinu 2023, eða fjölgun upp á 60% milli ára,“ segir Pétur. Hann vitnar í könnun Wonderfull Copenhagen sem gerð var fyrir Kaupmannahöfn en í henni kemur fram að farþegaskiptafarþegar skilji ríflega þrisvar sinnum meira eftir sig í hagkerfinu en almennir skemmtiferðaskipafarþegar. „Við hlökkum til samstarfs við Ferðamálastofu og vonum að nýr ferðamálastjóri, sem tekur við keflinu um áramót, eigi eftir að sjá mikilvægi þess að eiga jákvætt og uppbyggilegt samtal við Cruise Iceland og þróa ferðaþjónustuna áfram með þeim aðilum sem tengjast þessari tegund ferðamennsku til jafns við aðra,“ segir í lok tilkynningarinnar. Ferðamennska á Íslandi Hafnarmál Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Allt fullt við höfnina og þurftu að kasta akkeri á Pollinum Þrjú skemmtiferðaskip höfðu boðað komu sína á Akureyri í dag en aðeins var pláss fyrir tvö þeirra við bryggjuna. Því þurfti eitt skipið að kasta akkeri á Pollinum. 15. júlí 2022 20:47 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Í síðustu viku ræddi ferðamálavefsíðan Túristi við Skarphéðinn Berg Steinarsson, fráfarandi ferðamálastjóra, og sagðist hann hafa miklar efasemdir um að móttaka skemmtiferðaskipa væri besta ráðstöfun Íslands á náttúruauðlindum, áfangastöðum og kolefnisspori ferðaþjónustunnar. Þá sagði Skarphéðinn að hafnarstjórar geti ákveðið að fjölga komum skemmtiferðaskipa og gagnrýndi það fyrirkomulag. Hér væru margir innviðir sem ekki réðu við aukið álag. „Miðað við kolefnissporið af skipunum, átroðninginn og mannmergðina er illa farið með það svigrúm sem við höfum. Við ættum ekki að nota kolefnisspor okkar í þetta,“ sagði Skarphéðinn. Þá vildi hann meina að heildartekjur af skemmtiferðaskipum væru um fimm milljarðar króna á ári. Segir margt ekki rétt Pétur Ólafsson, hafnarstjóri hjá Hafnarsamlagi Norðurlands og formaður hagsmunasamtakanna Cruise Iceland, segir í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í kjölfar viðtals Skarphéðins að margt sem Skarphéðinn hafi sagt sé einfaldlega ekki rétt. Hann segir að það sé ekki rétt að hafnarstjórar ákveði hömlur á komur skemmtiferðaskipa heldur séu það hafnarstjórnir og eftir atvikum sveitarstjórnir hverrar hafnar. Síðan er það hafnarstjóra að framfylgja stefnumarkandi ákvörðunum. Þegar kemur að umhverfismálum bendir Pétur á að kolefnisspor Íslands sé ekki metið út frá komum skemmtiferðaskipa hingað til lands enda eru skipin ekki skráð á íslandi. Hins vegar hafa Faxaflóahafnir innleitt öflugt umhverfiseinkunarkerfi með ívilnunum og álögnum. Markmiðið með fyrirkomulaginu er að koma á fjárhagslegu hvatakerfi til reksturs umhverfisvænni skemmtiferðaskipa. Lýsir vanþekkingu Pétur vill meina að áætlun Skarphéðins um heildartekjur af skemmtiferðaskipum lýsi skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu á uppbyggingu þessa hluta ferðaþjónustunnar. Tölurnar sem hann hafi stutt sig við í viðtalinu séu í engu samræmi við raunveruleikann. „Könnun á fjárhagslegum áhrifum af komum skemmtiferðaskipa sem Cruise Iceland fól bresku fyrirtækinu GP Wild International og Business Research & Economics Advisors að gera árið 2018 leiddi í ljós að komur skemmtiferðaskipa voru að skapa 920 heilsárs störf og þjóðhagslegur ávinningur væri 16,4 milljarðar króna. Ef tillit er tekið til þeirrar 13% aukningar milli áranna 2018 og 2022, má reikna með að komur skemmtiferðaskipa skili á þessu ári um 18,5 milljörðum króna í þjóðarbúið,“ segir Pétur. Mikilvægustu farþegarnir Farþegum í farþegaskiptum hefur fjölgað síðustu ár. Farþegaskiptafarþegar eru þeir sem hefja eða enda skemmtiferðasiglingu sína hér á landi, þeir fljúga til eða frá landinu og dvelja hér í einhverja daga. „Farþegar gista á betri hótelum borgarinnar, borða á veitingastöðum, leigja bílaleigubíla, fara í skoðunarferðir, heimsækja söfn og nýta sér margvíslega aðra afþreyingu. Þá skapa komur skemmtiferðaskipa í farþegaskiptum mun fleiri störf í landi. Það stefnir í að farþegar í farþegaskiptum verði hátt í 85 þúsund á árinu 2023, eða fjölgun upp á 60% milli ára,“ segir Pétur. Hann vitnar í könnun Wonderfull Copenhagen sem gerð var fyrir Kaupmannahöfn en í henni kemur fram að farþegaskiptafarþegar skilji ríflega þrisvar sinnum meira eftir sig í hagkerfinu en almennir skemmtiferðaskipafarþegar. „Við hlökkum til samstarfs við Ferðamálastofu og vonum að nýr ferðamálastjóri, sem tekur við keflinu um áramót, eigi eftir að sjá mikilvægi þess að eiga jákvætt og uppbyggilegt samtal við Cruise Iceland og þróa ferðaþjónustuna áfram með þeim aðilum sem tengjast þessari tegund ferðamennsku til jafns við aðra,“ segir í lok tilkynningarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Hafnarmál Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Allt fullt við höfnina og þurftu að kasta akkeri á Pollinum Þrjú skemmtiferðaskip höfðu boðað komu sína á Akureyri í dag en aðeins var pláss fyrir tvö þeirra við bryggjuna. Því þurfti eitt skipið að kasta akkeri á Pollinum. 15. júlí 2022 20:47 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Allt fullt við höfnina og þurftu að kasta akkeri á Pollinum Þrjú skemmtiferðaskip höfðu boðað komu sína á Akureyri í dag en aðeins var pláss fyrir tvö þeirra við bryggjuna. Því þurfti eitt skipið að kasta akkeri á Pollinum. 15. júlí 2022 20:47