Gríðarlegur gámaveggur veldur usla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2022 13:44 Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er ekki sátt við þessa framkvæmd á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. AP Photo/Ross D. Franklin Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur stefnt stjórnvöldum í Arisóna-ríki Bandaríkjanna vegna gámaveggs sem komið hefur fyrir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Gámunum er ætlað að stoppa upp í göt á landamærunum til að hefta för ólöglegra innflytjenda. Síðastliðinn ágúst fyrirskipaði Doug Ducey, ríkisstjóri Arisóna, starfsmönnum ríkisins að koma fyrir gámavegg á landamærunum, til að fylla upp í göt þar sem umrædd landamæri teljast óvarin. Þetta gerði hann án formlegs leyfis. Frá því að fyrirskipunin var gefin út hefur dómsmálaráðuneyti alríkisstjórnarinnar í Bandaríkjunum reynt að fá ríkið til að fjarlægja gámana, án árangurs. Ráðuneytið hefur því leitað til dómstóla og krafist þess að Arisóna-ríki fjarlægi gámana. Heldur ráðuneytið því fram að gámarnir hafi verið settir upp í óleyfi á alríkislandi. Þá hefti gámarnir aðgengi Skógræktar Bandaríkjanna að ýmsum svæðum við landamærin. Að auki hafi ríkisstarfsmenn Arisóna skemmt náttúru svæðisins við vinnuna við uppsetningu gámanna. Eins og sjá má er veggurinn nokkuð umfangsmikillþAP Photo/Ross D. Franklin Í svari við fyrirspurn CNN vegna málsins segir embætti ríkisstjóra Arisóna að ríkið sé reiðubúið að vinna með dómsmálaráðuneytinu til að finna lausn á byggingu landamæraveggs. Eitt helsta kosningamál Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta fyrir forsetakosningarnar þar í landi árið 2016, var bygging landamæraveggs eftir endilöngum landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Lítið varð þó úr þeim áformum í forsetatíð hans. Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Síðastliðinn ágúst fyrirskipaði Doug Ducey, ríkisstjóri Arisóna, starfsmönnum ríkisins að koma fyrir gámavegg á landamærunum, til að fylla upp í göt þar sem umrædd landamæri teljast óvarin. Þetta gerði hann án formlegs leyfis. Frá því að fyrirskipunin var gefin út hefur dómsmálaráðuneyti alríkisstjórnarinnar í Bandaríkjunum reynt að fá ríkið til að fjarlægja gámana, án árangurs. Ráðuneytið hefur því leitað til dómstóla og krafist þess að Arisóna-ríki fjarlægi gámana. Heldur ráðuneytið því fram að gámarnir hafi verið settir upp í óleyfi á alríkislandi. Þá hefti gámarnir aðgengi Skógræktar Bandaríkjanna að ýmsum svæðum við landamærin. Að auki hafi ríkisstarfsmenn Arisóna skemmt náttúru svæðisins við vinnuna við uppsetningu gámanna. Eins og sjá má er veggurinn nokkuð umfangsmikillþAP Photo/Ross D. Franklin Í svari við fyrirspurn CNN vegna málsins segir embætti ríkisstjóra Arisóna að ríkið sé reiðubúið að vinna með dómsmálaráðuneytinu til að finna lausn á byggingu landamæraveggs. Eitt helsta kosningamál Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta fyrir forsetakosningarnar þar í landi árið 2016, var bygging landamæraveggs eftir endilöngum landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Lítið varð þó úr þeim áformum í forsetatíð hans.
Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira