Þúsundir skjala um morðið á Kennedy birt Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2022 06:29 John F. kennedy í bílnum ásamt eiginkonu sinni, Jackie Kennedy, í Dallas skömmu áður en hann var skotinn til bana. Getty Bandaríkjastjórn hefur fyrirskipað að þúsundir skjala um morðið á John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hingað til hafi verið óaðgengileg almenningi, skuli birt. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að rúmlega 13 þúsund trúnaðarskjöl skuli nú birt á netinu og því verði nú um 97 prósent opinberra gagna um morðið aðgengileg almenningi. Ekki er búist við að mikið nýtt sé að finna um morðið, en sagnfræðingar eru sagðir vongóðir um að geta fræðst meira um meintan banamann forsetans. Kennedy var myrtur í heimsókn sinni til Dallas í Texas þann 22. nóvember 1963. Lög sem samþykkt voru árið 1992 kváðu á um að stjórnvöld skyldu birta öll gögn um morðið fyrir október 2017. Joe Biden Bandaríkjaforseti ritaði í gær undir forsetatilskipun sem kveður á um birtingu gagnanna nú. Biden sagði þó að hluti gagnanna yrði bundinn trúnaði til júní 2023 til að koma í veg fyrir að birtingin valdi skaða. Talsmaður Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna segir að 515 skjöl myndu áfram verða brunin trúnaði og að á þriðja þúsund skjala bundin trúnaði að hluta. Sérstök rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald, bandarískur ríkisborgari sem hafði áður verið búsettur í Sovétríkjunum, hafi verið banamaður Kennedy. Oswald var myrtur á lögreglustöð í Dallas, tveimur dögum eftir að hafa verið handtekinn. Miklar samsæriskenningar og umræður hafa verið um morðið á Kennedy, þar sem margir vilja meina að sannleikurinn um morðið sé enn ekki að fullu ljós. Bandaríkin Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar greina frá því að rúmlega 13 þúsund trúnaðarskjöl skuli nú birt á netinu og því verði nú um 97 prósent opinberra gagna um morðið aðgengileg almenningi. Ekki er búist við að mikið nýtt sé að finna um morðið, en sagnfræðingar eru sagðir vongóðir um að geta fræðst meira um meintan banamann forsetans. Kennedy var myrtur í heimsókn sinni til Dallas í Texas þann 22. nóvember 1963. Lög sem samþykkt voru árið 1992 kváðu á um að stjórnvöld skyldu birta öll gögn um morðið fyrir október 2017. Joe Biden Bandaríkjaforseti ritaði í gær undir forsetatilskipun sem kveður á um birtingu gagnanna nú. Biden sagði þó að hluti gagnanna yrði bundinn trúnaði til júní 2023 til að koma í veg fyrir að birtingin valdi skaða. Talsmaður Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna segir að 515 skjöl myndu áfram verða brunin trúnaði og að á þriðja þúsund skjala bundin trúnaði að hluta. Sérstök rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald, bandarískur ríkisborgari sem hafði áður verið búsettur í Sovétríkjunum, hafi verið banamaður Kennedy. Oswald var myrtur á lögreglustöð í Dallas, tveimur dögum eftir að hafa verið handtekinn. Miklar samsæriskenningar og umræður hafa verið um morðið á Kennedy, þar sem margir vilja meina að sannleikurinn um morðið sé enn ekki að fullu ljós.
Bandaríkin Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira