Nærri 25 þúsund fá eingreiðslu í tæka tíð fyrir jólin Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 16. desember 2022 14:23 Tryggingastofnun greiðir eingreiðsluna út í dag. Vísir/Sigurjón Ólason Eingreiðsla til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega er greidd út í dag. 24.900 manns hljóta eingreiðsluna. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þann 14. desember síðastliðinn samþykkti Alþingi að eingreiðsla upp á 60.300 krónur yrði greidd út til öryrkja fyrir jólin. Frumvarpið var samþykkt með 58 atkvæðum. Mikil umræða myndaðist um greiðsluna á þingi, sumir kölluðu eftir því að hún yrði lögfest til þess að fólk þyrfti ekki að bíða á milli vonar og ótta fyrir jólin ár hvert. Aðrir óskuðu eftir því að eingreiðslan næði einnig utan um ellilífeyrisþega en Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins talaði sérstaklega fyrir því og lagði fram breytingartillögu þess efnis. Á endanum var tillaga Ingu ekki samþykkt. Í samtali við fréttastofu vegna málsins sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins greiðsluna skipta miklu máli fyrir öryrkja þá sérstaklega í ljósi hækkandi verðlags. Þá hafi fyrirvarinn í ár skipt miklu máli svo fólk geti nýtt greiðsluna í að kaupa mat og jólagjafir í tæka tíð. Eingreiðslan var þó ekki það eina sem samþykkt var í vikunni er varðaði málefni öryrkja. Frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega var hækkað úr 110 þúsund krónum upp í 200 þúsund krónur. Hækkun frítekjumarksins hefur verið mikið baráttumál í lengri tíma en ÖBÍ hefur barist fyrir breytingunni í heil 14 ár. Með breytingunni hafa öryrkjar möguleika á að vinna í hlutastarfi án þess að útgreiddur lífeyrir þeirra skerðist að miklu leyti. Þetta gerir það að verkum að fólk hefur möguleika á því að afla frekari tekna og ná endum saman en að mati Þuríðar Hörpu eru bæturnar of lágar og á fólk oft erfitt með að ná endum saman. Málefni fatlaðs fólks Flokkur fólksins Vinnumarkaður Alþingi Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Eingreiðslan skipti miklu máli í ljósi hækkandi verðlags Á fjórða tímanum í dag var eingreiðsla upp á 60.300 krónur til örorku og endurhæfingarlífeyrisþega samþykkt á Alþingi. 14. desember 2022 16:18 Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. 10. desember 2022 13:04 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Þann 14. desember síðastliðinn samþykkti Alþingi að eingreiðsla upp á 60.300 krónur yrði greidd út til öryrkja fyrir jólin. Frumvarpið var samþykkt með 58 atkvæðum. Mikil umræða myndaðist um greiðsluna á þingi, sumir kölluðu eftir því að hún yrði lögfest til þess að fólk þyrfti ekki að bíða á milli vonar og ótta fyrir jólin ár hvert. Aðrir óskuðu eftir því að eingreiðslan næði einnig utan um ellilífeyrisþega en Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins talaði sérstaklega fyrir því og lagði fram breytingartillögu þess efnis. Á endanum var tillaga Ingu ekki samþykkt. Í samtali við fréttastofu vegna málsins sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins greiðsluna skipta miklu máli fyrir öryrkja þá sérstaklega í ljósi hækkandi verðlags. Þá hafi fyrirvarinn í ár skipt miklu máli svo fólk geti nýtt greiðsluna í að kaupa mat og jólagjafir í tæka tíð. Eingreiðslan var þó ekki það eina sem samþykkt var í vikunni er varðaði málefni öryrkja. Frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega var hækkað úr 110 þúsund krónum upp í 200 þúsund krónur. Hækkun frítekjumarksins hefur verið mikið baráttumál í lengri tíma en ÖBÍ hefur barist fyrir breytingunni í heil 14 ár. Með breytingunni hafa öryrkjar möguleika á að vinna í hlutastarfi án þess að útgreiddur lífeyrir þeirra skerðist að miklu leyti. Þetta gerir það að verkum að fólk hefur möguleika á því að afla frekari tekna og ná endum saman en að mati Þuríðar Hörpu eru bæturnar of lágar og á fólk oft erfitt með að ná endum saman.
Málefni fatlaðs fólks Flokkur fólksins Vinnumarkaður Alþingi Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Eingreiðslan skipti miklu máli í ljósi hækkandi verðlags Á fjórða tímanum í dag var eingreiðsla upp á 60.300 krónur til örorku og endurhæfingarlífeyrisþega samþykkt á Alþingi. 14. desember 2022 16:18 Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. 10. desember 2022 13:04 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Eingreiðslan skipti miklu máli í ljósi hækkandi verðlags Á fjórða tímanum í dag var eingreiðsla upp á 60.300 krónur til örorku og endurhæfingarlífeyrisþega samþykkt á Alþingi. 14. desember 2022 16:18
Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. 10. desember 2022 13:04
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði