Átta ára fangelsi yfir Árnmari endanleg niðurstaða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 14:33 Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Austurlands í apríl. Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson Landsréttur staðfesti í dag átta ára fangelsisdóm yfir Árnmari Jóhannesi Guðmundssyni fyrir skotárás á Egilsstöðum í ágúst í fyrra. Árnmar var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í apríl síðastliðnum. Árnmar áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem tók málið til meðferðar í nóvember. Árnmar játaði brot sitt að hluta í héraði en neitaði þó alvarlegustu sakargiftunum, tilraun til manndráps. Fram kom í dómnum sem féll í héraði að Árnmar hefði ætlað að gifta sig þremur dögum eftir skotárásina. Kveikjan að skotárásinni hefði verið mikil afbrýðisemi Árnmars í garð barnsföður þáverandi unnustu hans. Ógnaði tveimur drengjum Árnmar var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagbrot með því að hafa hótað sambýliskonu sinni með byssunni. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot með því að hafa ruðst inn í íbúð í Dalseli á Egilsstöðum, undir áhrifum áfengis og vopnaður. Árnmar ógnaði tveimur sonur barnsföðurins með haglabyssu og skammbyssu innan og utandyra í íbúðabyggð. Fram kom í dómnum að drengirnir hefðu setið í sófa þegar Árnmar mætti vopnaður hlaðinni haglabyssu sem hann beindi að þeim. Drengirnir flúðu út og földu sig í skóg í næsta nágrenni. Árnmar neitaði að hafa ætlað að bana lögregluþjónum þegar hann beindi haglabyssu í átt að þeim á vettvangi. Hann hefði ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Þá neitaði hann því að hafa hótað áðurnefndum drengjum. Núningur vegna samskipta parsins fyrrverandi Við aðalmeðferðina í héraði sagðist Árnmar hafa haft bjór við hönd umrætt kvöld. Þegar líða fór á það hafi núningur skapast milli hans og kærustu hans, vegna samskipta hennar og áðurnefnds barnsföður. Þá sagðist hann muna lítið eftir það, fyrr en hann stóð á bílastæðinu við húsið í Dalseli að hlaða byssu. Árnmar sagðist hafa verið brjálaður af reiði. Hann hafi þó eingöngu ætlað að hræða manninn, ekki bana honum. Hann hafi síðan skotið á bíl hans með bæði haglabyssunni og skammbyssunni. Dómurinn verður birtur á vef Landsréttar klukkan 15:30. Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Dómsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Sjá meira
Árnmar var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í apríl síðastliðnum. Árnmar áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem tók málið til meðferðar í nóvember. Árnmar játaði brot sitt að hluta í héraði en neitaði þó alvarlegustu sakargiftunum, tilraun til manndráps. Fram kom í dómnum sem féll í héraði að Árnmar hefði ætlað að gifta sig þremur dögum eftir skotárásina. Kveikjan að skotárásinni hefði verið mikil afbrýðisemi Árnmars í garð barnsföður þáverandi unnustu hans. Ógnaði tveimur drengjum Árnmar var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagbrot með því að hafa hótað sambýliskonu sinni með byssunni. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot með því að hafa ruðst inn í íbúð í Dalseli á Egilsstöðum, undir áhrifum áfengis og vopnaður. Árnmar ógnaði tveimur sonur barnsföðurins með haglabyssu og skammbyssu innan og utandyra í íbúðabyggð. Fram kom í dómnum að drengirnir hefðu setið í sófa þegar Árnmar mætti vopnaður hlaðinni haglabyssu sem hann beindi að þeim. Drengirnir flúðu út og földu sig í skóg í næsta nágrenni. Árnmar neitaði að hafa ætlað að bana lögregluþjónum þegar hann beindi haglabyssu í átt að þeim á vettvangi. Hann hefði ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Þá neitaði hann því að hafa hótað áðurnefndum drengjum. Núningur vegna samskipta parsins fyrrverandi Við aðalmeðferðina í héraði sagðist Árnmar hafa haft bjór við hönd umrætt kvöld. Þegar líða fór á það hafi núningur skapast milli hans og kærustu hans, vegna samskipta hennar og áðurnefnds barnsföður. Þá sagðist hann muna lítið eftir það, fyrr en hann stóð á bílastæðinu við húsið í Dalseli að hlaða byssu. Árnmar sagðist hafa verið brjálaður af reiði. Hann hafi þó eingöngu ætlað að hræða manninn, ekki bana honum. Hann hafi síðan skotið á bíl hans með bæði haglabyssunni og skammbyssunni. Dómurinn verður birtur á vef Landsréttar klukkan 15:30.
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Dómsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Sjá meira