Fjárlög samþykkt og næsti þingfundur 23. janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 19:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hittast á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Þingið er hins vegar komið í jólafrí. Vísir/Vilhelm Fjárlög fyrir árið 2023 voru samþykkt á Alþingi nú síðdegis. Þar með er Alþingi komið í jólafrí. Stjórnarflokkarnir segja að áframhaldandi styrking innviða og grunnþjónusta og áhersla á að verja kaupmátt og viðhalda raunvirði bóta almannatrygginga séu meginstef fjárlaganna. „Lögin tryggja aukin framlög til nokkurra veigamikilla málaflokka. Þar vega heilbrigðismál þyngst, sem fá um 343 ma.kr. í framlög. Að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum þá eru framlög til heilbrigðismála aukin um um ríflega 17 ma.kr. frá gildandi fjárlögum eða sem nemur 5,5%.Einnig má nefna löggæslumál, málefni öryrkja og fatlaðs fólks, orkumál og nýsköpun, þar sem verulega er bætt í framlög. Á sama tíma er staðinn vörður um þau meginmarkmið opinberra fjármála að stöðva hækkun skuldahlutfalla,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Þá eru talin upp nokkur áherslumál ríkisstjórnarinnar í fjárlögum: Stuðningsaðgerðir í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði: Barnabótakerfið styrkt og eflt, þar sem tæplega 3.000 fleiri fjölskyldur fá barnabætur, grunnfjárhæðir og skerðingarmörk hækka, húsnæðisbætur verða hækkaðar um 13,8% á næsta ári til viðbótar við 10% hækkun í júní sl. og tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%, Eignaskerðingamörk í vaxtabótakerfinu hækka um 50% í upphafi árs 2023 5 ma.kr. færðir frá ríki til sveitarfélaga í tengslum við málefni fatlaðs fólk Áframhaldandi mikill stuðningur við rannsóknir og þróun Átaksverkefni til kaupa á hreinorkuökutækjum til bílaleiga Fjöldatakmörk raf- og vetnisbíla sem fá skattaívilnun afnumin á næsta ári Hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna öryrkja í 200 þús. kr. á mánuði Enn frekari styrking Landspítala 1 ma.kr. til að vinna gegn langtímaáhrifum kórónuveirufaraldursins Aukin framlög til löggæslumála Framlög vegna fjölgunar einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd og stuðnings við Úkraínu Fram kemur á vef Alþingis að þingið hafi verið að störfum frá 13. september til 16. desember. Þingfundir voru samtals 52 og stóðu í tæpar 296 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var 5 klukkustundir og 35 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 14 klukkustundir og 35 mín. Lengsta umræðan var um fjárlög 2023 en hún stóð samtals í 62 klst og 9 mínútur. Þingfundadagar voru alls 46. Af 150 frumvörpum urðu alls 26 að lögum og 124 voru óútrædd. Af 121 þingsályktunartillögu voru sex samþykktar og 115 tillögur voru óútræddar. Sex skriflegar skýrslur voru lagðar fram. Tíu beiðnir um skýrslur komu fram, þar af níu til ráðherra og ein til ríkisendurskoðanda. Þrjár munnlegar skýrslur ráðherra voru fluttar. Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 298. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 29 og var tólf svarað. 269 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 127 þeirra svarað, 142 biðu svars er þingi var frestað. Þingmál til meðferðar í þinginu voru 587 og tala þingskjala var 867. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 131. Sérstakar umræður voru 17. Samtals höfðu verið haldnir 152 fundir hjá fastanefndum þegar þingfundum var frestað 16. desember. Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Stjórnarflokkarnir segja að áframhaldandi styrking innviða og grunnþjónusta og áhersla á að verja kaupmátt og viðhalda raunvirði bóta almannatrygginga séu meginstef fjárlaganna. „Lögin tryggja aukin framlög til nokkurra veigamikilla málaflokka. Þar vega heilbrigðismál þyngst, sem fá um 343 ma.kr. í framlög. Að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum þá eru framlög til heilbrigðismála aukin um um ríflega 17 ma.kr. frá gildandi fjárlögum eða sem nemur 5,5%.Einnig má nefna löggæslumál, málefni öryrkja og fatlaðs fólks, orkumál og nýsköpun, þar sem verulega er bætt í framlög. Á sama tíma er staðinn vörður um þau meginmarkmið opinberra fjármála að stöðva hækkun skuldahlutfalla,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Þá eru talin upp nokkur áherslumál ríkisstjórnarinnar í fjárlögum: Stuðningsaðgerðir í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði: Barnabótakerfið styrkt og eflt, þar sem tæplega 3.000 fleiri fjölskyldur fá barnabætur, grunnfjárhæðir og skerðingarmörk hækka, húsnæðisbætur verða hækkaðar um 13,8% á næsta ári til viðbótar við 10% hækkun í júní sl. og tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%, Eignaskerðingamörk í vaxtabótakerfinu hækka um 50% í upphafi árs 2023 5 ma.kr. færðir frá ríki til sveitarfélaga í tengslum við málefni fatlaðs fólk Áframhaldandi mikill stuðningur við rannsóknir og þróun Átaksverkefni til kaupa á hreinorkuökutækjum til bílaleiga Fjöldatakmörk raf- og vetnisbíla sem fá skattaívilnun afnumin á næsta ári Hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna öryrkja í 200 þús. kr. á mánuði Enn frekari styrking Landspítala 1 ma.kr. til að vinna gegn langtímaáhrifum kórónuveirufaraldursins Aukin framlög til löggæslumála Framlög vegna fjölgunar einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd og stuðnings við Úkraínu Fram kemur á vef Alþingis að þingið hafi verið að störfum frá 13. september til 16. desember. Þingfundir voru samtals 52 og stóðu í tæpar 296 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var 5 klukkustundir og 35 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 14 klukkustundir og 35 mín. Lengsta umræðan var um fjárlög 2023 en hún stóð samtals í 62 klst og 9 mínútur. Þingfundadagar voru alls 46. Af 150 frumvörpum urðu alls 26 að lögum og 124 voru óútrædd. Af 121 þingsályktunartillögu voru sex samþykktar og 115 tillögur voru óútræddar. Sex skriflegar skýrslur voru lagðar fram. Tíu beiðnir um skýrslur komu fram, þar af níu til ráðherra og ein til ríkisendurskoðanda. Þrjár munnlegar skýrslur ráðherra voru fluttar. Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 298. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 29 og var tólf svarað. 269 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 127 þeirra svarað, 142 biðu svars er þingi var frestað. Þingmál til meðferðar í þinginu voru 587 og tala þingskjala var 867. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 131. Sérstakar umræður voru 17. Samtals höfðu verið haldnir 152 fundir hjá fastanefndum þegar þingfundum var frestað 16. desember.
Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira