Könnunin er einföld: Já eða nei.
Þegar fréttin er skrifuð hafa tvær milljónir greitt atkvæði. 55 prósent eru fylgjandi því að Musk hætti og 45 prósent styðja auðkýfinginn.
Musk tók við sem forstjóri í október eftir að hafa rekið fjölmarga starfsmenn og leyst upp stjórn samfélagsmiðilsins. Hann hefur verið mjög umdeildur síðan hann tók við.
Fyrr í mánuðinum var greint frá því að hann greiddi ekki leigu fyrir höfuðstöðvar fyrirtækisins í San Fransisco. Þá var einnig til skoðunar að hætta að borga fólki uppsagnarfrest.
Í kvöld boðaði Twitter-teymið breytingar þegar miðillinn sagðist ætla að eyða aðgöngum sem auglýstu aðra miðla.