Sandra Sigrún afplánar 37 ára fangelsisdóm og fjölskylduna dreymir um framsal Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 19. desember 2022 14:07 Fjölskylda Söndru er gríðarlega ósátt við hvernig tekið var á málinu á sínum tíma og á þann draum heitastan að fá Söndru framselda hingað til lands. Sandra Sigrún Fenton hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. Sandra hefur síðastliðin níu ár setið inni Fluvanna Correctional Center, illræmdu öryggisfangelsi þar sem aðstæðurnar geta vart talist mannsæmandi. Fjölskylda Söndru er gríðarlega ósátt við hvernig tekið var á málinu á sínum tíma og á þann draum heitastan að fá Söndru framselda hingað til lands. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Eftirmál, í umsjá Nadine Guðrúnar Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur, er rætt við Margréti Fenton, móður Söndru. Margrét segir sögu dóttur sinnar og lýsir aðstæðum og atburðarás sem er lyginni líkust. Leiðin lá hratt niður á við Upphaflega var greint frá máli Söndru Sigrúnar í frétt DV árið 2016. Fyrirsögnin var „Öskrin og gráturinn nísti inn að beini.“ Rætt var við Margréti Fenton um örlög Söndru dóttur hennar. Að öðru leyti hefur lítið verið fjallað um málið hér á landi. Foreldrar Söndru, þau Margrét Fenton og Bill Fenton, kynntust á níunda áratugnum þegar Bill gegndi herþjónustu hér á landi. Þau fluttu í kjölfarið til Flórídaríkis í Bandaríkjunum og eignuðust eldri dóttur sína, Kristínu Heru. Að neðan má hlusta á nýjasta þáttin af Eftirmálum. Nokkrum árum síðar lá leiðin til Íslands á ný þar sem Bill starfaði áfram hjá varnarliðinu í Keflavík. Þar kom Sandra Sigrún í heiminn og bjó hún á Íslandi fyrstu tvö ár ævi sinnar. Hún er því bæði íslenskur og bandarískur ríkisborgari. Árið 1992 fluttist fjölskyldan aftur út, í þetta sinn til Virginia Beach á austurströnd Bandaríkjanna. Í þættinum lýsir Margrét dóttur sinni Söndru sem indælu barni sem gekk vel í skóla. „Hún var alltaf blíð og góð, en frekar viðkvæm og var oft kvíðin.“ Þegar Sandra var komin í gagnfræðiskóla byrjaði hún að fikta við hass. „Upp undir þann tíma var aldrei neitt vesen á henni. Hún kom aldrei seint heim og gekk alltaf mjög vel í skóla,“ segir Margrét en þær mæðgur hafa alla tíð verið gríðarlega nánar. Margrét lýsir því hvernig röð áfalla leiddi til þess að Sandra Sigrún leiddist út í harða fíkniefnaneyslu. Þegar hún var fimmtán ára varð hún fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu frænda síns. Sama ár lenti hún í alvarlegu bílslysi. Í þættinum lýsir Margrét Söndru sem indælu barni sem gekk vel í skóla. „Það var keyrt á hana og brotin á henni mjöðmin. Þá fékk hún þetta fræga lyf, Oxycontin. Og þar með var sagan sögð.“ Í kjölfarið fór Sandra að leita í sterkari efni. Hún byrjaði að nota kókaín og krakk. Leiðin lá fljótt niður á við. Sandra var handtekin fyrir fíkniefnavörslu og sat í fangelsi í fjóra mánuði. Þegar hún kom úr fangelsinu kynntist hún pilti og varð fljótlega ófrísk. „Svo hætta þau saman en hún hélt sér alveg hreinni út alla meðgönguna og svo 10 mánuði á eftir,“ segir Margrét og bætir við að síðan hafi Sandra fallið á ný og byrjað að nota heróín. „Sem er það allra versta. Ég hafði mjög miklar áhyggjur af henni og ég sagði við hana: „Eina leiðin út úr þessu er fangelsi eða dauðinn. Það er engin önnur leið út úr þessu.“ Sandra bjó alla tíð hjá foreldrum sínum með litla drenginn sinn. Hún gerði fjölmargar árangurslausar tilraunir til að hætta í neyslu og í þættinum lýsir Margrét því hvernig það var að horfa upp á dóttur sína í þessum aðstæðum og það sem fór í gegnum huga hennar á þessum tíma. Sandra Sigrún á ungan son sem var einungis tveggja ára þegar hún var dæmd í fangelsi. „Þetta var bara algjör „rollercoaster.“ Hvenær kemur hún heim? Verður hún edrú þegar hún kemur heim? Stelur hún frá okkur?“ Hringdi sjálf í lögregluna Í þættinum lýsir Margrét deginum örlagaríka þegar Sandra Sigrún var handtekin vegna tveggja bankarána. Það var 13. ágúst 2013. Þennan dag var Sandra ein heima. „Svo hringir dópsalinn hennar í hana og vill fá hana með sér. Segist vera með dóp fyrir hana. Hún fer með honum og hann gefur henni dóp. Svo keyrir hann hana í banka í Norfolk, sem er næsti bær við þar sem við búum. Hann tekur fram byssu og segir við hana að hún verði að fara inn og ræna bankann. Ef ekki, þá ætli hann að drepa mömmu hennar, barnið hennar, pabba hennar og svo hana.“ Sandra fór í kjölfarið inn í bankann og krafði gjaldkerann um peninga. Hún var óvopnuð, en var með höndina ofan í veskinu og leit því út fyrir að vera með vopn. Þar af leiðandi var hún ákærð og sakfelld fyrir vopnaburð þegar málið fór fyrir dóm seinna meir. Margrét segir manninn því næst hafa keyrt með Söndru í annan banka í Chesapeake, í öðrum bæ rétt hjá, og skipað henni að fara þar inn og ræna bankann. Sandra hafði grátbeðið hann um að keyra sig heim en þorði á þessum tímapunkti ekki annað en að hlýða. Þegar Sandra hafi rænt seinni bankann keyrði maðurinn hana heim. Margrét hefur aldrei fengið að vita hversu há ránsupphæðin var. Um tvöleytið þennan dag hringdi eldri dóttur Margrétar í móður sína og sagði henni að kveikja á sjónvarpinu. Þar blöstu við upptökur úr öryggismyndavélum bankans í Norfolk. Það var ekki um að villast hver var þar á ferð. Sandra átti tíma hjá skilorðsfulltrúa síðar um daginn. Margrét hringdi strax í lögregluna og sagði að manneskjan sem lýst væri eftir væri dóttir sín og ætti tíma á þessum tiltekna stað klukkan fjögur. Hún tók fram að sonur Söndru væri með henni og bað um dóttir sín yrði ekki tekin fyrir framan hann og handjárnuð. „Það er náttúrulega rosalegt fyrir tveggja ára barn að sjá mömmu sína labba út í handjárnum. Þeir lofuðu því og þeir fóru þangað en því miður handjárnuðu þeir hana fyrir framan hann.“ Öskraði og grét Í þættinum lýsir Margrét ferlinu sem tók við þegar málið fór fyrir dómstóla. Mál Söndru og dópsalans voru aðskilin fyrir dómi. Þau voru dæmd hvort í sínu lagi, án þess að aðild þeirra beggja kæmi við sögu. Var Sandra ákærð fyrir rán, samráð um að fremja rán, notkun skotvopns í glæpsamlegum tilgangi og skotvopnaeign í ólöglegum tilgangi – þó svo að hún hefði hvergi notast við skotvopn eða verið með það á sér. Söndru var úthlutað lögmanni sem að sögn Margrétar sýndi málinu engan áhuga. „Hann var vægast mjög lélegur. Hann vildi ekki að hún talaði neitt um manninn sem lét hana gera þetta og sagði að hún gæti ekki talað um hann af því að það væri ekki búið að dæma i hans máli. Þannig að hún varð bara að taka á sig sökina, eins og hún hefði verið ein í þessum bankaránum. Sem var náttúrulega alls ekki rétt.“ Þar sem um var að ræða tvö rán hvort í sinni sýslunni, Norfolk og Chesapeake, þá kom ekki annað til greina en að Sandra fengi tvo dóma, einn fyrir ránið í Norfolk og einn fyrir ránið í Chesapeake. Margrét rifjar upp daginn sem Sandra var dæmd í fyrra sinn. „Hún kom inn í dómsalinn í keðjum, með hendur fyrir aftan bak og keðjur um fæturna líka. Hún var látin sitja við hliðina á lögfræðingnum. Hún var alltaf að líta til mín og ég reyndi að brosa til hennar og svona. En hún var augljóslega mjög hrædd og kvíðin.“ „She is mine now“ Þegar dómarinn hafði tilkynnt að Sandra Sigrún væri dæmd í 19 ára fangelsi horfði Margrét upp á lögreglumann ýta í bakið á dóttur sinni og sparka í hana þannig að hún datt fram fyrir sig. „Svo reif hann í gallann hennar og reif hana upp. Ég stóð upp og sagði við hann að gera þetta ekki við hana. Hann leit á mig og sagði: „She is mine now.“ Margrét lýsir einnig viðbrögðum dóttur sinnar þegar dómurinn var kveðinn upp. „Öskrin voru rosaleg. Ég heyri þau ennþá í svefni. Þau voru voðalega svipuð og þegar móðir missir barn. Þau voru nístandi. Rosaleg.“ Nokkrum mánuðum síðar var Sandra Sigrún síðan dæmd fyrir bankaránið í Chesapeake. Hún hlaut 18 ára fangelsisdóm. Margrét segist síðar hafa fundið út að þar sem ránin tvö voru framin á sama degi þá hefði í raun átt að taka þetta fyrir sem eitt mál, þó að um tvö mismunandi fylki hafi verið að ræða. Lögmaður Söndru hafi ekki beitt því fyrir sér í málsvörninni. Þar af leiðandi var Sandra Sigrún dæmd í 37 ára fangelsi. Margrét segir það einnig hafa spilað inn í Sandra hafði áður hlotið dóm fyrir fíkniefnabrot og var á skilorði þegar bankaránin voru framin. Dómarinn í seinna málinu, í Chesapeake tjáði henni að það væri of seint fyrir hana að koma lífinu á réttan kjöl. Það yrði aldrei neitt úr henni. Ofbeldi og harðneskja Síðan dómurinn féll hefur Sandra setið inni í Fluvanna Correctional Center for Women, sem er stærsta kvennafangelsið í Virginíu. Þar eru hýstir 1200 fangar. Fangelsið er öryggisfangelsi og sögurnar sem fara af því eru ekki góðar. Sandra hefur meðal annars barin með stállás í kinnina af samfanga sínum og brotin á henni kjálkinn. Fangaverðir hika ekki við að svipta fangana réttindum sínum ef minnstu vandræði koma upp. „Þetta fangelsi er rosalegt. Það er rosalega mikið óréttlæti þarna inni, mikið af rifrildum, slagsmálum og hótunum.“ Fangarnir eru vaktir klukkan fjögur á nóttunni til að fá morgunmat. Hádegismatur er um tíu leytið á morgnana og kvöldmatur um þrjú leytið. Á daginn er lítið við að vera. Sandra hefur fengið að vinna í prentsmiðju í fangelsinu og fengið 65 cent á tímann. „Hún getur farið í nám en það kostar rosalega mikið. Allt sem hún þarf að gera innan þessara veggja kostar.“ Foreldrar Söndru hafa heimsótt hana í fangelsið á þeim tíma þegar hún hefur setið inni og ávallt tekið son hennar með. Sandra var hins vegar sett í heimsóknar- og símabann fyrir nokkrum mánuðum og meinað að hitta fjölskyldu sína í ár. Ástæðan er sú að saumnál fannst í klefanum hennar, sem Margrét segir Söndru hafa ætlað að nota til að laga saumsprettu á buxunum sínum. Foreldrar Söndru hafa nýtt hvert tækifæri til að heimsækja hana í fangelsið. „Hún er ekki búin að sætta sig við þetta. Suma daga er hún í lagi, aðra daga er hún mjög langt niðri og hatar sjálfa sig og allt í kringum sig. Aðra daga er hún meir og grætur,“ segir Margrét aðspurð um líðan Söndru í fangelsinu. Sandra hefur fá tækifæri til að mynda vináttusambönd innan veggja fangelsisins. Ef vörðunum finnst eins og hún sé að verða of náin einhverjum af samföngum sínum er hún flutt yfir í aðra álmu og þarf að byrja upp á nýtt að fóta sig. Hún fær heldur ekki að sækja AA fundi innan fangelsisins þar sem hún er talin eiga of langan afplánunartíma eftir. Margrét segir betrunarkerfið í Bandaríkjunum algjörlega galið. „Þetta er bara hegningakerfi. Þeir eru ekki að gera neitt til að bæta hana, gera hana að sterkari manneskju. Þetta er ekkert nema hegnun. Þessir fangaverðir sem eru þarna inni, þeir eru bara masókistar. Þeir njóta þess að brjóta hana niður og pína. Þetta er bara nákvæmlega eins og í bíómyndunum.“ Draumurinn að koma til Íslands Sem fyrr segir hefur reynslulausn verið afnumin í Virginíu og Sandra á því ekki möguleika á því að losna fyrr út fyrir góða hegðun. Margrét segir fjölskylduna ekki tilbúna að sætta sig að þetta verði örlög Söndru. Þau ætla að gera allt sem þau geta til að halda henni á lífi. Fyrir þremur árum réð fjölskyldan lögfræðing og vonuðust til að fá málið endurupptekið. Það gekk ekki eftir. Sandra á stóra fjölskyldu hér á landi. Fjölskyldan er mjög náin og hefur heimsótt hana í fangelsið úti. Draumur þeirra er að fá Söndru framselda til Íslands svo hún geti afplánað restina af dómnum hér á landi. Fjölskyldan myndi þá flytja til Íslands með henni. Þau hafa haft samband við Utanríkisráðuneytið og Dómsmálaráðuneytið og bíða enn svara. Margrét er mjög hrædd um dóttur sína í fangelsinu og efast um að henni muni farnast vel. „Ég held að hún fái engan séns í Bandaríkjunum Hún er alveg til í að gefa það upp þó hún fái aldrei að fara til Bandaríkjanna aftur, henni er alveg sama.“ Á öðrum stað í þættinum segir Margrét að fólk eigi almennt bágt með að trúa sögu Söndru þegar það heyri af henni. Flestum finnist það ótrúlegt að vita af því að hún hafi hlotið þennan þunga dóm. Sjálf lýsir Margrét sögu hennar sem martröð. „Ef ég væri ekki að lifa þessa sögu sjálf þá myndi ég ekki trúa henni.“ Eftirmál Íslendingar erlendis Fangelsismál Bandaríkin Mál Söndru Sigrúnar Fenton Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Sandra hefur síðastliðin níu ár setið inni Fluvanna Correctional Center, illræmdu öryggisfangelsi þar sem aðstæðurnar geta vart talist mannsæmandi. Fjölskylda Söndru er gríðarlega ósátt við hvernig tekið var á málinu á sínum tíma og á þann draum heitastan að fá Söndru framselda hingað til lands. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Eftirmál, í umsjá Nadine Guðrúnar Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur, er rætt við Margréti Fenton, móður Söndru. Margrét segir sögu dóttur sinnar og lýsir aðstæðum og atburðarás sem er lyginni líkust. Leiðin lá hratt niður á við Upphaflega var greint frá máli Söndru Sigrúnar í frétt DV árið 2016. Fyrirsögnin var „Öskrin og gráturinn nísti inn að beini.“ Rætt var við Margréti Fenton um örlög Söndru dóttur hennar. Að öðru leyti hefur lítið verið fjallað um málið hér á landi. Foreldrar Söndru, þau Margrét Fenton og Bill Fenton, kynntust á níunda áratugnum þegar Bill gegndi herþjónustu hér á landi. Þau fluttu í kjölfarið til Flórídaríkis í Bandaríkjunum og eignuðust eldri dóttur sína, Kristínu Heru. Að neðan má hlusta á nýjasta þáttin af Eftirmálum. Nokkrum árum síðar lá leiðin til Íslands á ný þar sem Bill starfaði áfram hjá varnarliðinu í Keflavík. Þar kom Sandra Sigrún í heiminn og bjó hún á Íslandi fyrstu tvö ár ævi sinnar. Hún er því bæði íslenskur og bandarískur ríkisborgari. Árið 1992 fluttist fjölskyldan aftur út, í þetta sinn til Virginia Beach á austurströnd Bandaríkjanna. Í þættinum lýsir Margrét dóttur sinni Söndru sem indælu barni sem gekk vel í skóla. „Hún var alltaf blíð og góð, en frekar viðkvæm og var oft kvíðin.“ Þegar Sandra var komin í gagnfræðiskóla byrjaði hún að fikta við hass. „Upp undir þann tíma var aldrei neitt vesen á henni. Hún kom aldrei seint heim og gekk alltaf mjög vel í skóla,“ segir Margrét en þær mæðgur hafa alla tíð verið gríðarlega nánar. Margrét lýsir því hvernig röð áfalla leiddi til þess að Sandra Sigrún leiddist út í harða fíkniefnaneyslu. Þegar hún var fimmtán ára varð hún fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu frænda síns. Sama ár lenti hún í alvarlegu bílslysi. Í þættinum lýsir Margrét Söndru sem indælu barni sem gekk vel í skóla. „Það var keyrt á hana og brotin á henni mjöðmin. Þá fékk hún þetta fræga lyf, Oxycontin. Og þar með var sagan sögð.“ Í kjölfarið fór Sandra að leita í sterkari efni. Hún byrjaði að nota kókaín og krakk. Leiðin lá fljótt niður á við. Sandra var handtekin fyrir fíkniefnavörslu og sat í fangelsi í fjóra mánuði. Þegar hún kom úr fangelsinu kynntist hún pilti og varð fljótlega ófrísk. „Svo hætta þau saman en hún hélt sér alveg hreinni út alla meðgönguna og svo 10 mánuði á eftir,“ segir Margrét og bætir við að síðan hafi Sandra fallið á ný og byrjað að nota heróín. „Sem er það allra versta. Ég hafði mjög miklar áhyggjur af henni og ég sagði við hana: „Eina leiðin út úr þessu er fangelsi eða dauðinn. Það er engin önnur leið út úr þessu.“ Sandra bjó alla tíð hjá foreldrum sínum með litla drenginn sinn. Hún gerði fjölmargar árangurslausar tilraunir til að hætta í neyslu og í þættinum lýsir Margrét því hvernig það var að horfa upp á dóttur sína í þessum aðstæðum og það sem fór í gegnum huga hennar á þessum tíma. Sandra Sigrún á ungan son sem var einungis tveggja ára þegar hún var dæmd í fangelsi. „Þetta var bara algjör „rollercoaster.“ Hvenær kemur hún heim? Verður hún edrú þegar hún kemur heim? Stelur hún frá okkur?“ Hringdi sjálf í lögregluna Í þættinum lýsir Margrét deginum örlagaríka þegar Sandra Sigrún var handtekin vegna tveggja bankarána. Það var 13. ágúst 2013. Þennan dag var Sandra ein heima. „Svo hringir dópsalinn hennar í hana og vill fá hana með sér. Segist vera með dóp fyrir hana. Hún fer með honum og hann gefur henni dóp. Svo keyrir hann hana í banka í Norfolk, sem er næsti bær við þar sem við búum. Hann tekur fram byssu og segir við hana að hún verði að fara inn og ræna bankann. Ef ekki, þá ætli hann að drepa mömmu hennar, barnið hennar, pabba hennar og svo hana.“ Sandra fór í kjölfarið inn í bankann og krafði gjaldkerann um peninga. Hún var óvopnuð, en var með höndina ofan í veskinu og leit því út fyrir að vera með vopn. Þar af leiðandi var hún ákærð og sakfelld fyrir vopnaburð þegar málið fór fyrir dóm seinna meir. Margrét segir manninn því næst hafa keyrt með Söndru í annan banka í Chesapeake, í öðrum bæ rétt hjá, og skipað henni að fara þar inn og ræna bankann. Sandra hafði grátbeðið hann um að keyra sig heim en þorði á þessum tímapunkti ekki annað en að hlýða. Þegar Sandra hafi rænt seinni bankann keyrði maðurinn hana heim. Margrét hefur aldrei fengið að vita hversu há ránsupphæðin var. Um tvöleytið þennan dag hringdi eldri dóttur Margrétar í móður sína og sagði henni að kveikja á sjónvarpinu. Þar blöstu við upptökur úr öryggismyndavélum bankans í Norfolk. Það var ekki um að villast hver var þar á ferð. Sandra átti tíma hjá skilorðsfulltrúa síðar um daginn. Margrét hringdi strax í lögregluna og sagði að manneskjan sem lýst væri eftir væri dóttir sín og ætti tíma á þessum tiltekna stað klukkan fjögur. Hún tók fram að sonur Söndru væri með henni og bað um dóttir sín yrði ekki tekin fyrir framan hann og handjárnuð. „Það er náttúrulega rosalegt fyrir tveggja ára barn að sjá mömmu sína labba út í handjárnum. Þeir lofuðu því og þeir fóru þangað en því miður handjárnuðu þeir hana fyrir framan hann.“ Öskraði og grét Í þættinum lýsir Margrét ferlinu sem tók við þegar málið fór fyrir dómstóla. Mál Söndru og dópsalans voru aðskilin fyrir dómi. Þau voru dæmd hvort í sínu lagi, án þess að aðild þeirra beggja kæmi við sögu. Var Sandra ákærð fyrir rán, samráð um að fremja rán, notkun skotvopns í glæpsamlegum tilgangi og skotvopnaeign í ólöglegum tilgangi – þó svo að hún hefði hvergi notast við skotvopn eða verið með það á sér. Söndru var úthlutað lögmanni sem að sögn Margrétar sýndi málinu engan áhuga. „Hann var vægast mjög lélegur. Hann vildi ekki að hún talaði neitt um manninn sem lét hana gera þetta og sagði að hún gæti ekki talað um hann af því að það væri ekki búið að dæma i hans máli. Þannig að hún varð bara að taka á sig sökina, eins og hún hefði verið ein í þessum bankaránum. Sem var náttúrulega alls ekki rétt.“ Þar sem um var að ræða tvö rán hvort í sinni sýslunni, Norfolk og Chesapeake, þá kom ekki annað til greina en að Sandra fengi tvo dóma, einn fyrir ránið í Norfolk og einn fyrir ránið í Chesapeake. Margrét rifjar upp daginn sem Sandra var dæmd í fyrra sinn. „Hún kom inn í dómsalinn í keðjum, með hendur fyrir aftan bak og keðjur um fæturna líka. Hún var látin sitja við hliðina á lögfræðingnum. Hún var alltaf að líta til mín og ég reyndi að brosa til hennar og svona. En hún var augljóslega mjög hrædd og kvíðin.“ „She is mine now“ Þegar dómarinn hafði tilkynnt að Sandra Sigrún væri dæmd í 19 ára fangelsi horfði Margrét upp á lögreglumann ýta í bakið á dóttur sinni og sparka í hana þannig að hún datt fram fyrir sig. „Svo reif hann í gallann hennar og reif hana upp. Ég stóð upp og sagði við hann að gera þetta ekki við hana. Hann leit á mig og sagði: „She is mine now.“ Margrét lýsir einnig viðbrögðum dóttur sinnar þegar dómurinn var kveðinn upp. „Öskrin voru rosaleg. Ég heyri þau ennþá í svefni. Þau voru voðalega svipuð og þegar móðir missir barn. Þau voru nístandi. Rosaleg.“ Nokkrum mánuðum síðar var Sandra Sigrún síðan dæmd fyrir bankaránið í Chesapeake. Hún hlaut 18 ára fangelsisdóm. Margrét segist síðar hafa fundið út að þar sem ránin tvö voru framin á sama degi þá hefði í raun átt að taka þetta fyrir sem eitt mál, þó að um tvö mismunandi fylki hafi verið að ræða. Lögmaður Söndru hafi ekki beitt því fyrir sér í málsvörninni. Þar af leiðandi var Sandra Sigrún dæmd í 37 ára fangelsi. Margrét segir það einnig hafa spilað inn í Sandra hafði áður hlotið dóm fyrir fíkniefnabrot og var á skilorði þegar bankaránin voru framin. Dómarinn í seinna málinu, í Chesapeake tjáði henni að það væri of seint fyrir hana að koma lífinu á réttan kjöl. Það yrði aldrei neitt úr henni. Ofbeldi og harðneskja Síðan dómurinn féll hefur Sandra setið inni í Fluvanna Correctional Center for Women, sem er stærsta kvennafangelsið í Virginíu. Þar eru hýstir 1200 fangar. Fangelsið er öryggisfangelsi og sögurnar sem fara af því eru ekki góðar. Sandra hefur meðal annars barin með stállás í kinnina af samfanga sínum og brotin á henni kjálkinn. Fangaverðir hika ekki við að svipta fangana réttindum sínum ef minnstu vandræði koma upp. „Þetta fangelsi er rosalegt. Það er rosalega mikið óréttlæti þarna inni, mikið af rifrildum, slagsmálum og hótunum.“ Fangarnir eru vaktir klukkan fjögur á nóttunni til að fá morgunmat. Hádegismatur er um tíu leytið á morgnana og kvöldmatur um þrjú leytið. Á daginn er lítið við að vera. Sandra hefur fengið að vinna í prentsmiðju í fangelsinu og fengið 65 cent á tímann. „Hún getur farið í nám en það kostar rosalega mikið. Allt sem hún þarf að gera innan þessara veggja kostar.“ Foreldrar Söndru hafa heimsótt hana í fangelsið á þeim tíma þegar hún hefur setið inni og ávallt tekið son hennar með. Sandra var hins vegar sett í heimsóknar- og símabann fyrir nokkrum mánuðum og meinað að hitta fjölskyldu sína í ár. Ástæðan er sú að saumnál fannst í klefanum hennar, sem Margrét segir Söndru hafa ætlað að nota til að laga saumsprettu á buxunum sínum. Foreldrar Söndru hafa nýtt hvert tækifæri til að heimsækja hana í fangelsið. „Hún er ekki búin að sætta sig við þetta. Suma daga er hún í lagi, aðra daga er hún mjög langt niðri og hatar sjálfa sig og allt í kringum sig. Aðra daga er hún meir og grætur,“ segir Margrét aðspurð um líðan Söndru í fangelsinu. Sandra hefur fá tækifæri til að mynda vináttusambönd innan veggja fangelsisins. Ef vörðunum finnst eins og hún sé að verða of náin einhverjum af samföngum sínum er hún flutt yfir í aðra álmu og þarf að byrja upp á nýtt að fóta sig. Hún fær heldur ekki að sækja AA fundi innan fangelsisins þar sem hún er talin eiga of langan afplánunartíma eftir. Margrét segir betrunarkerfið í Bandaríkjunum algjörlega galið. „Þetta er bara hegningakerfi. Þeir eru ekki að gera neitt til að bæta hana, gera hana að sterkari manneskju. Þetta er ekkert nema hegnun. Þessir fangaverðir sem eru þarna inni, þeir eru bara masókistar. Þeir njóta þess að brjóta hana niður og pína. Þetta er bara nákvæmlega eins og í bíómyndunum.“ Draumurinn að koma til Íslands Sem fyrr segir hefur reynslulausn verið afnumin í Virginíu og Sandra á því ekki möguleika á því að losna fyrr út fyrir góða hegðun. Margrét segir fjölskylduna ekki tilbúna að sætta sig að þetta verði örlög Söndru. Þau ætla að gera allt sem þau geta til að halda henni á lífi. Fyrir þremur árum réð fjölskyldan lögfræðing og vonuðust til að fá málið endurupptekið. Það gekk ekki eftir. Sandra á stóra fjölskyldu hér á landi. Fjölskyldan er mjög náin og hefur heimsótt hana í fangelsið úti. Draumur þeirra er að fá Söndru framselda til Íslands svo hún geti afplánað restina af dómnum hér á landi. Fjölskyldan myndi þá flytja til Íslands með henni. Þau hafa haft samband við Utanríkisráðuneytið og Dómsmálaráðuneytið og bíða enn svara. Margrét er mjög hrædd um dóttur sína í fangelsinu og efast um að henni muni farnast vel. „Ég held að hún fái engan séns í Bandaríkjunum Hún er alveg til í að gefa það upp þó hún fái aldrei að fara til Bandaríkjanna aftur, henni er alveg sama.“ Á öðrum stað í þættinum segir Margrét að fólk eigi almennt bágt með að trúa sögu Söndru þegar það heyri af henni. Flestum finnist það ótrúlegt að vita af því að hún hafi hlotið þennan þunga dóm. Sjálf lýsir Margrét sögu hennar sem martröð. „Ef ég væri ekki að lifa þessa sögu sjálf þá myndi ég ekki trúa henni.“
Eftirmál Íslendingar erlendis Fangelsismál Bandaríkin Mál Söndru Sigrúnar Fenton Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira