Níu af tíu samþykktu SGS-samninginn á Akranesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2022 13:18 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness samþykktu með yfirgnæfandi meirihluti kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til fimmtán mánaða. Formaður félagsins og Starfsgreinasambandsins á von á að samningurinn verði samþykktur. Rafrænni atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum SGS lauk í hádeginu í dag. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og Verkalýðsfélags Akraness, segir verið að leggja lokahönd á heildartalningu. 92 prósent greiddu atkvæði með kjarasamningnum á Akranesi en verkalýðsfélagið er eitt af sautján sem greiddu atkvæði. „Þetta er fjórum prósentum hærra en í Lífskjarasamningunum árið 2019. Ég er afskaplega stoltur og ánægður. Mínir félagsmenn hafa meðtekið að þetta sé góður samningur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir félagsmenn SGS hafa setið undir áróðri frá Eflingu sem finni samningnum allt til foráttu. Hann vísar til þess að fjölmargar greinar hafi verið skrifaðar þess efnis. „Það var ályktun birt á sömu mínútu og atkvæðagreiðslan hófst. Starfsmaður Eflingar, Stefán Ólafsson, skrifaði grein og gagnrýndi samninginn. Síðast í gær kom grein eftir formann Eflingar í sama anda,“ segir Vilhjálmur. „Þessi niðurstaða í ljósi alls þessa er avleg ótrúleg í mínum huga og staðfestir það sem við vorum algjörlega sannfærð um. Þetta er ótrúlega góður kjarasamningur,“ segir Vilhjálmur. Það sé skoðun fólksins, félagsmanna, sem skipti máli. Stóri dómur sé fallinn. „Fólk byggir lifibrauð sitt á þessu og er sammála okkur í SGS að þetta hafi verið góður samningur. Það er hinn stóri dómur. Það er fólkið sjálft sem kveður upp þennan endanlega úrskurð.“ Uppfært klukkan 13:44 Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim 17 aðildarfélögum sem eiga aðild að honum. Atkvæðagreiðslan stóð yfir á tímabilinu 9. til 19. desember. Í heildina var kjörsókn 16,56%, já sögðu 85,71% en nei sögðu 11%. 3,29% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 23.711 manns. Niðurstöðurnar voru afgerandi í öllum félögunum, en í 15 af 17 félögum var samningurinn samþykktur með yfir 80% atkvæða. Samningurinn, sem undirritaður var 3. desember síðastliðinn, telst því samþykktur hjá eftirfarandi félögum: AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífanda stéttarfélagi, Einingu-Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Stéttarfélagi Vesturlands, Stéttarfélaginu Samstöðu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Verkalýðsfélagi Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélaginu Hlíf. Fréttin verður uppfærð þegar niðurstaða liggur fyrir í heild. Akranes Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Rafrænni atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum SGS lauk í hádeginu í dag. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og Verkalýðsfélags Akraness, segir verið að leggja lokahönd á heildartalningu. 92 prósent greiddu atkvæði með kjarasamningnum á Akranesi en verkalýðsfélagið er eitt af sautján sem greiddu atkvæði. „Þetta er fjórum prósentum hærra en í Lífskjarasamningunum árið 2019. Ég er afskaplega stoltur og ánægður. Mínir félagsmenn hafa meðtekið að þetta sé góður samningur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir félagsmenn SGS hafa setið undir áróðri frá Eflingu sem finni samningnum allt til foráttu. Hann vísar til þess að fjölmargar greinar hafi verið skrifaðar þess efnis. „Það var ályktun birt á sömu mínútu og atkvæðagreiðslan hófst. Starfsmaður Eflingar, Stefán Ólafsson, skrifaði grein og gagnrýndi samninginn. Síðast í gær kom grein eftir formann Eflingar í sama anda,“ segir Vilhjálmur. „Þessi niðurstaða í ljósi alls þessa er avleg ótrúleg í mínum huga og staðfestir það sem við vorum algjörlega sannfærð um. Þetta er ótrúlega góður kjarasamningur,“ segir Vilhjálmur. Það sé skoðun fólksins, félagsmanna, sem skipti máli. Stóri dómur sé fallinn. „Fólk byggir lifibrauð sitt á þessu og er sammála okkur í SGS að þetta hafi verið góður samningur. Það er hinn stóri dómur. Það er fólkið sjálft sem kveður upp þennan endanlega úrskurð.“ Uppfært klukkan 13:44 Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim 17 aðildarfélögum sem eiga aðild að honum. Atkvæðagreiðslan stóð yfir á tímabilinu 9. til 19. desember. Í heildina var kjörsókn 16,56%, já sögðu 85,71% en nei sögðu 11%. 3,29% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 23.711 manns. Niðurstöðurnar voru afgerandi í öllum félögunum, en í 15 af 17 félögum var samningurinn samþykktur með yfir 80% atkvæða. Samningurinn, sem undirritaður var 3. desember síðastliðinn, telst því samþykktur hjá eftirfarandi félögum: AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífanda stéttarfélagi, Einingu-Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Stéttarfélagi Vesturlands, Stéttarfélaginu Samstöðu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Verkalýðsfélagi Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélaginu Hlíf. Fréttin verður uppfærð þegar niðurstaða liggur fyrir í heild.
Akranes Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira