Mælast til þess að Trump verði ákærður Árni Sæberg skrifar 19. desember 2022 23:09 Myndskeið af ræðu Donalds Trump var sýnt á lokafundi þingnefndarinnar. Al Drago/AP Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti einróma í kvöld að mælast til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir þátt hans í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2020. Níu manna þingnefnd, skipuð sjö þingmönnum Demókrata og tveimur þingmönnum Repúblikana, kom saman á sínum síðasta fundi í kvöld eftir að hafa varið átján mánuðum í að rannsaka árásina á þinghúsið og aðdraganda hennar. Þann 6. janúar árið 2020 ruddist stór hópur stuðningsmanna Trump inn í þinghúsið í Washington með það að markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, þegar Joe Biden vann Trump. Niðurstaða nefndarinnar, sem samþykkt var með öllum níu atkvæðum, var að mæla með því við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að Trump yrði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir hindrun á opinberum erindagjörðum, samsæri um svik gegn Bandaríkjunum, samsæri um að fara með rangt mál og að hvetja til uppreisnar. Í samantektarskýrslu nefndarinnar segir að forsetinn fyrrverandi hafi framið fjölþætt samsæri um að koma í veg fyrir að vilji kjósenda næði fram að ganga. Eini forsetinn sem hafi ekki tryggt venjuleg valdaskipti Formaður nefndarinnar, Demókratinn Bennie Thompson, sagði á fundinum að Trump hefði skemmt trú þjóðarinnar á lýðræðislegum kosningum og að tilmæli um að hann yrði ákærður gæti reynst vegvísir til réttlætis. „Ég trúi því að nú tveimur árum síðar lifum við enn á tímum sjálfskoðunar og skuldadaga. Ef við eigum að lifa þetta af sem þjóð laga og lýðræðis má þetta aldrei gerast aftur,“ hefur AP fréttaveitan eftir honum. Þá sagði Repúblikaninn Liz Cheney, sem er varaforseti nefndarinnar, að allir forsetar Bandaríkjanna hefðu tryggt venjuleg og friðsæl valdaskipti, nema einn. „Sigur er það eina sem skiptir máli“ Á fundi sínum opinberaði nefndin ný sönnunargögn í rannsókninni á árásinni á þinghúsið. Þeirra á meðal var skýrslutaka yfir Hope Hicks, sem var um langt skeið aðstoðarmaður Trump. Þar lýsti hún meðal annars samtali sem hún átti við forsetann skömmu fyrir árásina þar sem hann sagði henni að enginn myndi muna eftir arfleifð hans ef hann tapaði kosningunum. „Sigur er það eina sem skiptir máli,“ hafði hún eftir honum. Liðsmenn Donald Trump hafa ekki orðið við beiðnum AP um viðtal eftir fund nefndarinnar. Í frétt AP segir að tilmæli nefndarinnar séu einungis ráðgefandi, þau hafi engin raunveruleg lagaleg áhrif. Þó auki þau á þrýsting á Merrick Garland, ríkissaksóknara Bandaríkjanna, að gefa út ákæru á hendur forsetanum fyrrverandi. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfið vika í vændum hjá Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar. 19. desember 2022 15:48 „Ofbeldið var engin tilviljun“ Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 10. júní 2022 22:00 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Níu manna þingnefnd, skipuð sjö þingmönnum Demókrata og tveimur þingmönnum Repúblikana, kom saman á sínum síðasta fundi í kvöld eftir að hafa varið átján mánuðum í að rannsaka árásina á þinghúsið og aðdraganda hennar. Þann 6. janúar árið 2020 ruddist stór hópur stuðningsmanna Trump inn í þinghúsið í Washington með það að markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, þegar Joe Biden vann Trump. Niðurstaða nefndarinnar, sem samþykkt var með öllum níu atkvæðum, var að mæla með því við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að Trump yrði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir hindrun á opinberum erindagjörðum, samsæri um svik gegn Bandaríkjunum, samsæri um að fara með rangt mál og að hvetja til uppreisnar. Í samantektarskýrslu nefndarinnar segir að forsetinn fyrrverandi hafi framið fjölþætt samsæri um að koma í veg fyrir að vilji kjósenda næði fram að ganga. Eini forsetinn sem hafi ekki tryggt venjuleg valdaskipti Formaður nefndarinnar, Demókratinn Bennie Thompson, sagði á fundinum að Trump hefði skemmt trú þjóðarinnar á lýðræðislegum kosningum og að tilmæli um að hann yrði ákærður gæti reynst vegvísir til réttlætis. „Ég trúi því að nú tveimur árum síðar lifum við enn á tímum sjálfskoðunar og skuldadaga. Ef við eigum að lifa þetta af sem þjóð laga og lýðræðis má þetta aldrei gerast aftur,“ hefur AP fréttaveitan eftir honum. Þá sagði Repúblikaninn Liz Cheney, sem er varaforseti nefndarinnar, að allir forsetar Bandaríkjanna hefðu tryggt venjuleg og friðsæl valdaskipti, nema einn. „Sigur er það eina sem skiptir máli“ Á fundi sínum opinberaði nefndin ný sönnunargögn í rannsókninni á árásinni á þinghúsið. Þeirra á meðal var skýrslutaka yfir Hope Hicks, sem var um langt skeið aðstoðarmaður Trump. Þar lýsti hún meðal annars samtali sem hún átti við forsetann skömmu fyrir árásina þar sem hann sagði henni að enginn myndi muna eftir arfleifð hans ef hann tapaði kosningunum. „Sigur er það eina sem skiptir máli,“ hafði hún eftir honum. Liðsmenn Donald Trump hafa ekki orðið við beiðnum AP um viðtal eftir fund nefndarinnar. Í frétt AP segir að tilmæli nefndarinnar séu einungis ráðgefandi, þau hafi engin raunveruleg lagaleg áhrif. Þó auki þau á þrýsting á Merrick Garland, ríkissaksóknara Bandaríkjanna, að gefa út ákæru á hendur forsetanum fyrrverandi.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfið vika í vændum hjá Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar. 19. desember 2022 15:48 „Ofbeldið var engin tilviljun“ Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 10. júní 2022 22:00 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Erfið vika í vændum hjá Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar. 19. desember 2022 15:48
„Ofbeldið var engin tilviljun“ Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 10. júní 2022 22:00
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20