Ómar Ingi og Sandra Erlings Handknattleiksfólk ársins 2022 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. desember 2022 17:45 Sandra Erlingsdóttir og Ómar Ingi Magnússon eru Handknattleiksfólk ársins 2022. Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta íslenska landsliðsins og Þýskalandsmeistara Magdeburgar, og Sandra Erlingsdóttir, leikstjórnandi TuS Metzingen í Þýskalandi og íslenska landsliðsins, eru Handknattleiksfólk ársins að mati Handknattleikssambands Íslands. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum HSÍ. Þar segir um hinn 25 ára gamla Ómar Inga: Ómar Ingi í leik með Magdeburg.vísir/Getty „Ómar Ingi var Þýskalandsmeistari í handknattleik í vor auk þess sem lið hans vann IHF Super Globe annað árið í röð og lenti í 2. sæti í Evrópudeildinni í handknattleik. Ómar Ingi var næst markahæstur allra leikmanna í deildinni en í lok tímabilsins var hann valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar.“ „Með landsliðinu náði Ómar 6. sæti á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu þar sem hann var valinn í lið mótsins. Ómar Ingi varð jafnframt markakóngur mótsins en hann skoraði 59 mörk á mótinu.“ „Undanfarin ár hefur Ómar stimplað sig inn sem leikmaður á heimsmælikvarða, bæði með sínu félagsliði og landsliði.“ Alls hefur Ómar Ingi spilað 66 A-landsleiki og skorað í þeim 2016 mörk. Sandra Erlingsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Hulda Margrét Um Söndru segir: „Lék með EH Aalborg í Danmörku í vor þar sem hún var valin besti leikmaður liðsins annað árið í röð en liðið var í harðri baráttu um að komast í dönsku úrvalsdeildina. Á vormánuðum samdi Sandra við þýska liðið TuS Metzingen og hefur leikið stór hlutverk með liðinu í þýsku úrvalsdeildinni. Auk þess hefur Sandra verið í lykilhlutverki með A landsliði kvenna á árinu.“ Sandra er uppalin í Vestmannaeyjum en lék með bæði ÍBV og HK í yngri flokkum ásamt því að vera um tíma með Füchse Berlín í Þýskalandi þegar fjölskylda hennar bjó þar. „Þegar hún flutti aftur heim hóf hún 18 ára að leika með meistaraflokki ÍBV og lék þar í 2 ár þar til hún skipti til Vals sumarið 2018. Hún varð Íslandsmeistari með Val vorið 2020 og fór í framhaldi í atvinnumennsku.“ Sandra hefur alls leikið 16 A-landsleiki og skorað í þeim 65 mörk. Handbolti Fréttir ársins 2022 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum HSÍ. Þar segir um hinn 25 ára gamla Ómar Inga: Ómar Ingi í leik með Magdeburg.vísir/Getty „Ómar Ingi var Þýskalandsmeistari í handknattleik í vor auk þess sem lið hans vann IHF Super Globe annað árið í röð og lenti í 2. sæti í Evrópudeildinni í handknattleik. Ómar Ingi var næst markahæstur allra leikmanna í deildinni en í lok tímabilsins var hann valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar.“ „Með landsliðinu náði Ómar 6. sæti á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu þar sem hann var valinn í lið mótsins. Ómar Ingi varð jafnframt markakóngur mótsins en hann skoraði 59 mörk á mótinu.“ „Undanfarin ár hefur Ómar stimplað sig inn sem leikmaður á heimsmælikvarða, bæði með sínu félagsliði og landsliði.“ Alls hefur Ómar Ingi spilað 66 A-landsleiki og skorað í þeim 2016 mörk. Sandra Erlingsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Hulda Margrét Um Söndru segir: „Lék með EH Aalborg í Danmörku í vor þar sem hún var valin besti leikmaður liðsins annað árið í röð en liðið var í harðri baráttu um að komast í dönsku úrvalsdeildina. Á vormánuðum samdi Sandra við þýska liðið TuS Metzingen og hefur leikið stór hlutverk með liðinu í þýsku úrvalsdeildinni. Auk þess hefur Sandra verið í lykilhlutverki með A landsliði kvenna á árinu.“ Sandra er uppalin í Vestmannaeyjum en lék með bæði ÍBV og HK í yngri flokkum ásamt því að vera um tíma með Füchse Berlín í Þýskalandi þegar fjölskylda hennar bjó þar. „Þegar hún flutti aftur heim hóf hún 18 ára að leika með meistaraflokki ÍBV og lék þar í 2 ár þar til hún skipti til Vals sumarið 2018. Hún varð Íslandsmeistari með Val vorið 2020 og fór í framhaldi í atvinnumennsku.“ Sandra hefur alls leikið 16 A-landsleiki og skorað í þeim 65 mörk.
Handbolti Fréttir ársins 2022 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira