Neitaði fjölskyldum frá Úkraínu um hjálp út árið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. desember 2022 20:17 Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Vísir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, neitar fjölskyldum frá Úkraínu um aðstoð út árið í tölvupóstsamskiptum við Íslending sem tengist fjölskyldunum fyrr í desember. „Ég varð auðvitað bara mjög reiður og svekktur. Á maður ekki að hjálpa öllum ef maður er í þessu á annað borð?“ spyr Árni Hilmarsson sem vakti athygli fréttastofu á málinu í kjölfar fréttaflutnings af mismunun Fjölskylduhjálpar Íslands. Fjölskylduhjálp hefur sætt mikilli gagnrýni vegna tilkynningar á Facebook þar sem segir að byrjað verði á Íslendingum við matarúthlutun en að erlendir ríkisborgarar með íslenskar kennitölur yrðu næstir. Sjá einnig: Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Í tölvupósti sem Árni sendir Ásgerði 14. desember spyr hann hvort hægt sé að nýta ferð til Reykjavíkur, til þess að sækja matarpoka fyrir flóttafjölskyldur á Selfossi og nærumhverfi. Alls telur hann upp átta úkraínskar konur og kennitölur þeirra, sem hafa börn með sér, ýmist tvö eða þrjú. „Sæl því miður getum við ekki aðstoðað ykkur meira á þessu ári,“ svarar Ásgerður Jóna. Svar Ásgerðar við beiðni Árna.skjáskot Eftir að hafa fengið neitun út árið fannst Árna sérstakt þegar tilkynning um forgangsröðun matarúthlutunar birtist. Kalt viðmót „Við höfum fengið aðstoð tvisvar sinnum en tvisvar sinnum fengið neitun á mjög skrýtnum forsendum,“ segir Árni í samtali við fréttastofu og bætir við að kona hans sé frá Úkraínu og að þau hafi verið að aðstoða fjölskyldurnar sem séu búsettar á Selfossi og í nágrenni. „Þetta er mjög skringilega orðað, að segjast ekki geta aðstoðað okkur út árið. Mér sýnist þetta vera einhver illkvitni, jafnvel rasismi.“ Fjölskyldurnar voru ansi hissa að fá þær fréttir að þessi sama fjölskylduhjálp yrði veitt íslenskum fjölskyldum núna og að flóttafólk þyrfti að bíða. „Við fórum þangað líka í lok nóvember, þá sendi ég póst á undan og spurði hvort það væri hægt að hjálpa þessu fólki. Við renndum síðan við og fengum bara mjög kalt viðmót, bara nei.“ Konurnar fá einhverja aðstoð frá bæjarfélaginu að sögn Árna en hann segir að ískápurinn sé jafnan hálftómur. „Svona fjölskylduhjálp kæmi sér mjög vel fyrir þessar fjölskyldur,“ segir hann að lokum. Hjálparstarf Félagsmál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
„Ég varð auðvitað bara mjög reiður og svekktur. Á maður ekki að hjálpa öllum ef maður er í þessu á annað borð?“ spyr Árni Hilmarsson sem vakti athygli fréttastofu á málinu í kjölfar fréttaflutnings af mismunun Fjölskylduhjálpar Íslands. Fjölskylduhjálp hefur sætt mikilli gagnrýni vegna tilkynningar á Facebook þar sem segir að byrjað verði á Íslendingum við matarúthlutun en að erlendir ríkisborgarar með íslenskar kennitölur yrðu næstir. Sjá einnig: Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Í tölvupósti sem Árni sendir Ásgerði 14. desember spyr hann hvort hægt sé að nýta ferð til Reykjavíkur, til þess að sækja matarpoka fyrir flóttafjölskyldur á Selfossi og nærumhverfi. Alls telur hann upp átta úkraínskar konur og kennitölur þeirra, sem hafa börn með sér, ýmist tvö eða þrjú. „Sæl því miður getum við ekki aðstoðað ykkur meira á þessu ári,“ svarar Ásgerður Jóna. Svar Ásgerðar við beiðni Árna.skjáskot Eftir að hafa fengið neitun út árið fannst Árna sérstakt þegar tilkynning um forgangsröðun matarúthlutunar birtist. Kalt viðmót „Við höfum fengið aðstoð tvisvar sinnum en tvisvar sinnum fengið neitun á mjög skrýtnum forsendum,“ segir Árni í samtali við fréttastofu og bætir við að kona hans sé frá Úkraínu og að þau hafi verið að aðstoða fjölskyldurnar sem séu búsettar á Selfossi og í nágrenni. „Þetta er mjög skringilega orðað, að segjast ekki geta aðstoðað okkur út árið. Mér sýnist þetta vera einhver illkvitni, jafnvel rasismi.“ Fjölskyldurnar voru ansi hissa að fá þær fréttir að þessi sama fjölskylduhjálp yrði veitt íslenskum fjölskyldum núna og að flóttafólk þyrfti að bíða. „Við fórum þangað líka í lok nóvember, þá sendi ég póst á undan og spurði hvort það væri hægt að hjálpa þessu fólki. Við renndum síðan við og fengum bara mjög kalt viðmót, bara nei.“ Konurnar fá einhverja aðstoð frá bæjarfélaginu að sögn Árna en hann segir að ískápurinn sé jafnan hálftómur. „Svona fjölskylduhjálp kæmi sér mjög vel fyrir þessar fjölskyldur,“ segir hann að lokum.
Hjálparstarf Félagsmál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira