Aron Pálmarsson kemur heim með þrjátíu stóra titla á ferilskránni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2022 12:00 Aron Pálmarsson byrjaði að vinna titla í Kiel og hefur haldið uppteknum hætti síðan. Hér lyftir hann þýska meistaraskildinum. Getty/Oliver Hardt Aron Pálmarsson er sigursælasti handboltamaður Íslands á erlendri grundu. Nú hefur hann ákveðið að snúa aftur heim til Íslands eftir mögnuð fjórtán ár í atvinnumennsku í bestu deildum heims. Aron yfirgaf FH árið 2009 og samdi við þýska stórliðið Kiel. Síðan hefur hann spilað með stórliðum og nú síðast með Aalborg Håndbold í Danmörku. Aron náði því að vinna stóran titil á þrettán fyrstu tímabilum sínum í atvinnumennsku og án enn möguleika á að bæta við stórum titli við á þessu tímabili. Aron hefur alls unnið þrjátíu stóra titla á atvinnumannaferlinum. Hann hefur ellefu sinnum orðið landsmeistari, tíu sinnum bikarmeistari, fjórum sinnum deildabikarmeistari, þrisvar sinnum unnið Meistaradeildina og tvisvar orðið heimsmeistari félagsliða. Aron varð landsmeistari með sínu félagi tíu tímabil í röð frá 2012 til 2021 sem er magnað afrek en á þessum tíma spilaði hann í þremur löndum, Þýskalandi, Ungverjalandi og á Spáni. Þýskaland: Aron spilaði sex tímabil með þýska liðinu Kiel frá 2009 til 2015. Á þeim tíma varð hann fimm sinnum þýskur meistari, þrisvar sinnum bikarmeistari og vann Meistaradeildina tvisvar sinnum. Ungverjaland: Aron spilaði tvö tímabil með ungverska liðinu KC Veszprém frá 2015 til 2017. Á þeim tíma varð hann tvisvar sinnum ungverskur meistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Spánn: Aron spilaði fjögur tímabil með spænska liðinu Barcelona frá 2017 til 2021. Á þeim tíma varð hann fjórum sinnum spænskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari, fjórum sinnum deildabikarmeistari, tvisvar sinnum heimsmeistari félagsliða og vann Meistaradeildina einu sinni. Danmörk: Síðustu tvö tímabil hefur Aron síðan spilað með danska félaginu Álaborg og hann varð bikarmeistari á fyrsta tímabilinu. Álaborg datt út úr bikarnum í gær og ver því ekki titilinn þar en getur unnið danska meistaratitilinn í vor. Takist það kveður Aron atvinnumennskuna með því að vinna stóran titil á hverju einasta tímabili í fjórtán ár í röð. Danski handboltinn Þýski handboltinn Hafnarfjörður FH Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Aron yfirgaf FH árið 2009 og samdi við þýska stórliðið Kiel. Síðan hefur hann spilað með stórliðum og nú síðast með Aalborg Håndbold í Danmörku. Aron náði því að vinna stóran titil á þrettán fyrstu tímabilum sínum í atvinnumennsku og án enn möguleika á að bæta við stórum titli við á þessu tímabili. Aron hefur alls unnið þrjátíu stóra titla á atvinnumannaferlinum. Hann hefur ellefu sinnum orðið landsmeistari, tíu sinnum bikarmeistari, fjórum sinnum deildabikarmeistari, þrisvar sinnum unnið Meistaradeildina og tvisvar orðið heimsmeistari félagsliða. Aron varð landsmeistari með sínu félagi tíu tímabil í röð frá 2012 til 2021 sem er magnað afrek en á þessum tíma spilaði hann í þremur löndum, Þýskalandi, Ungverjalandi og á Spáni. Þýskaland: Aron spilaði sex tímabil með þýska liðinu Kiel frá 2009 til 2015. Á þeim tíma varð hann fimm sinnum þýskur meistari, þrisvar sinnum bikarmeistari og vann Meistaradeildina tvisvar sinnum. Ungverjaland: Aron spilaði tvö tímabil með ungverska liðinu KC Veszprém frá 2015 til 2017. Á þeim tíma varð hann tvisvar sinnum ungverskur meistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Spánn: Aron spilaði fjögur tímabil með spænska liðinu Barcelona frá 2017 til 2021. Á þeim tíma varð hann fjórum sinnum spænskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari, fjórum sinnum deildabikarmeistari, tvisvar sinnum heimsmeistari félagsliða og vann Meistaradeildina einu sinni. Danmörk: Síðustu tvö tímabil hefur Aron síðan spilað með danska félaginu Álaborg og hann varð bikarmeistari á fyrsta tímabilinu. Álaborg datt út úr bikarnum í gær og ver því ekki titilinn þar en getur unnið danska meistaratitilinn í vor. Takist það kveður Aron atvinnumennskuna með því að vinna stóran titil á hverju einasta tímabili í fjórtán ár í röð.
Danski handboltinn Þýski handboltinn Hafnarfjörður FH Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni