Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Árni Sæberg skrifar 22. desember 2022 11:49 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur legið í flensu undanfarið en lét sig ekki vanta í Karphúsið í dag. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundinum lauk um ellefuleytið í morgun. Efling lagði fram tilboð til SA í aðdraganda fundarins. Halldór Benjamín segir liðsmenn SA hafa hlustað á kynningu Eflingar þar sem hafi verið farið ítarlega yfir tilboðið. Þau hafi á móti útskýrt að trúnaður SA liggi hjá fólkinu í landinu. Hann segir að SA hafi þegar gengið frá samningum við áttatíu þúsund launamenn hringinn í kringum landið. Þeir samningar hafi verið samþykktir með afdráttarlausum hætti. Því liggi trúnaður SA hjá fólkinu í landinu og samningar við það muni mynda grunn að öllum kjarasamningum SA. Geta ekki hvikað frá línunni Halldór Benjamín segir að tilboð Eflingar víki í öllum meginatriðum út frá þeim línum sem lagðar hafa verið í kjarasamningum við önnur stéttarfélög. Frá þeim línum geti ekki SA ekki hvikað. „Á þeim grunni lýsti ég því yfir, með mjög afdráttarlausum hætti, að það tilboð sem lagt var fram gæti aldrei orðið grundvöllur að kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins,“ segir hann. Halldór Benjamín segir að heildakostnaðarmat tilboðs Eflingar sé umtalsvert hærra en sést í öðrum kjarasamningum, hvaða verkalýðsleiðtogi á landinu sem er geti staðfest það. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu að fundi loknum að hærri kanturinn í tilboði Eflingar væri svipaður og í samningum VR og SGS. „Sú túlkun stenst ekki mjög mikla skoðun,“ segir Halldór Benjamín, inntur eftir viðbrögðum við þeirri fullyrðingu. Vilja semja sem fyrst Halldór Benjamín segir að yfirlýst markmið SA sé að semja við Eflingu og það sem allra fyrst. Forsenda þess kjarasamnings sé þó áþekkt eða sama kostnaðarmat og lagt var til grundvallar í SGS-samningnum. Alveg sjálfsagt sé þó sýna útsjónarsemi til þess að koma til móts við einstaka stéttarfélög. Heimir Már Pétursson ræddi við Halldór Benjamín að fundi loknum: Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundinum lauk um ellefuleytið í morgun. Efling lagði fram tilboð til SA í aðdraganda fundarins. Halldór Benjamín segir liðsmenn SA hafa hlustað á kynningu Eflingar þar sem hafi verið farið ítarlega yfir tilboðið. Þau hafi á móti útskýrt að trúnaður SA liggi hjá fólkinu í landinu. Hann segir að SA hafi þegar gengið frá samningum við áttatíu þúsund launamenn hringinn í kringum landið. Þeir samningar hafi verið samþykktir með afdráttarlausum hætti. Því liggi trúnaður SA hjá fólkinu í landinu og samningar við það muni mynda grunn að öllum kjarasamningum SA. Geta ekki hvikað frá línunni Halldór Benjamín segir að tilboð Eflingar víki í öllum meginatriðum út frá þeim línum sem lagðar hafa verið í kjarasamningum við önnur stéttarfélög. Frá þeim línum geti ekki SA ekki hvikað. „Á þeim grunni lýsti ég því yfir, með mjög afdráttarlausum hætti, að það tilboð sem lagt var fram gæti aldrei orðið grundvöllur að kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins,“ segir hann. Halldór Benjamín segir að heildakostnaðarmat tilboðs Eflingar sé umtalsvert hærra en sést í öðrum kjarasamningum, hvaða verkalýðsleiðtogi á landinu sem er geti staðfest það. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu að fundi loknum að hærri kanturinn í tilboði Eflingar væri svipaður og í samningum VR og SGS. „Sú túlkun stenst ekki mjög mikla skoðun,“ segir Halldór Benjamín, inntur eftir viðbrögðum við þeirri fullyrðingu. Vilja semja sem fyrst Halldór Benjamín segir að yfirlýst markmið SA sé að semja við Eflingu og það sem allra fyrst. Forsenda þess kjarasamnings sé þó áþekkt eða sama kostnaðarmat og lagt var til grundvallar í SGS-samningnum. Alveg sjálfsagt sé þó sýna útsjónarsemi til þess að koma til móts við einstaka stéttarfélög. Heimir Már Pétursson ræddi við Halldór Benjamín að fundi loknum:
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira