Örvfættir miðverðir eftirsóttir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2022 22:01 Hinn fjölhæfi David Alaba er í dag einn af bestu örvfættu miðvörðum heims að mati ESPN. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Áherslan á að halda boltanum betur og spila honum hraðar sín á milli í heimsfótboltanum þýðir að nú eru öll félög í óðaönn að leita sér að örvfættum miðvörðum. Það vekur athygli hversu mörg lið geta boðið upp á tvíeyki í miðverði sem innihalda bæði rétt- og örvfættan leikmann í Bestu deild karla á meðan sama er ekki upp á teningnum í Bestu deild kvenna. Á íþróttavefnum ESPN má finna skemmtilega grein þar sem farið er yfir mikilvægi að hafa örvfættan miðvörð í sínum röðum. Liðnir eru dagarnir þar sem örvfættum leikmönnum er troðið á vinstri kant eða í vinstri bakvörð. Nú er mikilvægt að geta boðið upp á örvfættan miðvörð sem þarf ekki alltaf að koma inn á miðjan völlinn til að spila boltanum með sínum sterkari fæti. Þá eru mörg lið farin að spila með þriggja miðvarða kerfi þar sem það er enn mikilvægara að vera með örvfættan leikmann í stöðu vinstri-miðvarðar. Þessu til sönnunar, það er að hafa rétt- og örvfætta leikmenn saman í miðverði, má benda á lið Spánar á HM. Luis Enrique, þáverandi þjálfari liðsins, hefði getað stillt þeim Pau Torres og Aymeric Laporte saman upp í miðverði en þeir eru tveir af framærilegustu miðvörðum Spánar. Þeir eru hins vegar báðir örvfættir og því ákvað Enrique að setja hinn réttfætta Rodri í miðvörð. Það má deila um hversu góð ákvörðun það var en ástæðan er sú sama og nefnd er hér að ofan. Allt snýst um hversu vel hægt er að spila út frá vörninni og upp völlinn. Að mati ESPN eru þetta fimm af bestu örvfættu miðvörðum heims um þessar mundir: David Alaba [Real Madríd] Gabriel [Arsenal] Alessandro Bastoni [Inter Milan] Pau Torres [Villareal] Joško Gvardiol [RB Leipzig] Alessandro Bastoni reynir að stöðva Mohamed Salah.Chris Brunskill/Getty Images Ef við skoðum hvaða lið í Bestu deild karla geta boðið upp á miðvarðarpar með einum rétt- og einum örvfættum miðvörðum þá kemur ef til vill á óvart að Breiðablik, eitt best spilandi lið landsins, mun stilla upp tveimur réttfættum miðvörðum á komandi tímabili. Ívar Örn var frábær í liði KA síðasta sumar.Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistarar Víkings geta boðið upp á rétt- og örvfætt teymi með Kyle McLagan eða Peter Ekroth [hægri] og Halldór Smára Sigurðsson [vinstri]. KA getur boðið upp á Dušan Brković [hægri] og Ívar Örn Arnarson [vinstri]. KR getur boðið upp á Finn Tómas Pálmason [hægri] og Grétar Snæ Gunnarsson [vinstri] á meðan Valur gat stillt upp slíkt teymi á síðustu leiktíð en óvíst er hvernig miðvarðarstaða Vals verður mönnuð næsta sumar. Hvað Bestu deild kvenna varðar þá var ekkert lið með slíkt teymi á síðustu leiktíð en það gæti breyst með tilkomu erlendra leikmanna á komandi leiktíð. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Á íþróttavefnum ESPN má finna skemmtilega grein þar sem farið er yfir mikilvægi að hafa örvfættan miðvörð í sínum röðum. Liðnir eru dagarnir þar sem örvfættum leikmönnum er troðið á vinstri kant eða í vinstri bakvörð. Nú er mikilvægt að geta boðið upp á örvfættan miðvörð sem þarf ekki alltaf að koma inn á miðjan völlinn til að spila boltanum með sínum sterkari fæti. Þá eru mörg lið farin að spila með þriggja miðvarða kerfi þar sem það er enn mikilvægara að vera með örvfættan leikmann í stöðu vinstri-miðvarðar. Þessu til sönnunar, það er að hafa rétt- og örvfætta leikmenn saman í miðverði, má benda á lið Spánar á HM. Luis Enrique, þáverandi þjálfari liðsins, hefði getað stillt þeim Pau Torres og Aymeric Laporte saman upp í miðverði en þeir eru tveir af framærilegustu miðvörðum Spánar. Þeir eru hins vegar báðir örvfættir og því ákvað Enrique að setja hinn réttfætta Rodri í miðvörð. Það má deila um hversu góð ákvörðun það var en ástæðan er sú sama og nefnd er hér að ofan. Allt snýst um hversu vel hægt er að spila út frá vörninni og upp völlinn. Að mati ESPN eru þetta fimm af bestu örvfættu miðvörðum heims um þessar mundir: David Alaba [Real Madríd] Gabriel [Arsenal] Alessandro Bastoni [Inter Milan] Pau Torres [Villareal] Joško Gvardiol [RB Leipzig] Alessandro Bastoni reynir að stöðva Mohamed Salah.Chris Brunskill/Getty Images Ef við skoðum hvaða lið í Bestu deild karla geta boðið upp á miðvarðarpar með einum rétt- og einum örvfættum miðvörðum þá kemur ef til vill á óvart að Breiðablik, eitt best spilandi lið landsins, mun stilla upp tveimur réttfættum miðvörðum á komandi tímabili. Ívar Örn var frábær í liði KA síðasta sumar.Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistarar Víkings geta boðið upp á rétt- og örvfætt teymi með Kyle McLagan eða Peter Ekroth [hægri] og Halldór Smára Sigurðsson [vinstri]. KA getur boðið upp á Dušan Brković [hægri] og Ívar Örn Arnarson [vinstri]. KR getur boðið upp á Finn Tómas Pálmason [hægri] og Grétar Snæ Gunnarsson [vinstri] á meðan Valur gat stillt upp slíkt teymi á síðustu leiktíð en óvíst er hvernig miðvarðarstaða Vals verður mönnuð næsta sumar. Hvað Bestu deild kvenna varðar þá var ekkert lið með slíkt teymi á síðustu leiktíð en það gæti breyst með tilkomu erlendra leikmanna á komandi leiktíð.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira