Frakkar sendu kvörtunarbréf vegna Martínez Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2022 08:31 Emiliano Martínez var valinn besti markvörður HM í Katar sem lauk um helgina. getty/Visionhaus Franska knattspyrnusambandið hefur kvartað formlega undan Emiliano Martínez, markverði Argentínu, vegna háttsemi hans eftir úrslitaleik HM. Argentínumenn stóðu uppi sem heimsmeistarar eftir sigur á Frökkum í vítaspyrnukeppni, 4-2. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 3-3. Kylian Mbappé skoraði öll mörk Frakklands í leiknum. Eftir leikinn var Martínez mikið í mun að strá salti í sár Mbappés. Áður en Argentínumenn byrjuðu að fagna í búningsklefa sínum bað hann viðstadda til að mynda um mínútu þögn fyrir Mbappé. Þegar Argentínumenn fögnuðu heimsmeistaratitlinum með löndum sínum í Búenos Aires mætti Martínez svo með brúðu með andliti Mbappés á. Frakkar eru ekki sáttir við hegðun Martínez og hafa nú kvartað formlega undan markverðinum. Noel Le Graet, forseti franska knattspyrnusambandsins, hefur greint frá því að hann hafi skrifað formlegt bréf til forseta knattspyrnusambands Argentínu, Claudio Tapia, til að kvarta yfir því hvernig Martínez lét eftir úrslitaleikinn. „Ég skrifaði kollega mínum í argentínska knattspyrnusambandinu. Mér fannst þetta óhóf óeðlilegt og ekki í takt við íþróttamennsku og á erfitt með að skilja það. Hann gekk of langt,“ sagði Le Graet. Martínez er eflaust slétt sama um kvartanir Frakka en athyglisvert verður að sjá hvort eitthvað verði gert í málinu. Ljóst er að markvörðurinn er þó langt því frá sá vinsælasti í Frakklandi eða nokkurs staðar nema í Argentínu og á meðal stuðningsmanna Aston Villa. HM 2022 í Katar Franski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Argentínumenn stóðu uppi sem heimsmeistarar eftir sigur á Frökkum í vítaspyrnukeppni, 4-2. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 3-3. Kylian Mbappé skoraði öll mörk Frakklands í leiknum. Eftir leikinn var Martínez mikið í mun að strá salti í sár Mbappés. Áður en Argentínumenn byrjuðu að fagna í búningsklefa sínum bað hann viðstadda til að mynda um mínútu þögn fyrir Mbappé. Þegar Argentínumenn fögnuðu heimsmeistaratitlinum með löndum sínum í Búenos Aires mætti Martínez svo með brúðu með andliti Mbappés á. Frakkar eru ekki sáttir við hegðun Martínez og hafa nú kvartað formlega undan markverðinum. Noel Le Graet, forseti franska knattspyrnusambandsins, hefur greint frá því að hann hafi skrifað formlegt bréf til forseta knattspyrnusambands Argentínu, Claudio Tapia, til að kvarta yfir því hvernig Martínez lét eftir úrslitaleikinn. „Ég skrifaði kollega mínum í argentínska knattspyrnusambandinu. Mér fannst þetta óhóf óeðlilegt og ekki í takt við íþróttamennsku og á erfitt með að skilja það. Hann gekk of langt,“ sagði Le Graet. Martínez er eflaust slétt sama um kvartanir Frakka en athyglisvert verður að sjá hvort eitthvað verði gert í málinu. Ljóst er að markvörðurinn er þó langt því frá sá vinsælasti í Frakklandi eða nokkurs staðar nema í Argentínu og á meðal stuðningsmanna Aston Villa.
HM 2022 í Katar Franski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira