Hákon og Óðinn fara á HM en hvorki Stiven Tobar né Teitur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2022 11:15 Kristján Örn Kristjánsson hefur spilað vel í Frakklandi og er í hópnum. Vísir/Hulda Margrét Teitur Örn Einarsson og Stiven Tobar Valencia eru hvorugir í HM-hópi Guðmundar Guðmundssonar sem var tilkynntur í dag. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnti í dag lokahóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í janúar en mótið fer að þessu sinni fram í Svíþjóð og Póllandi. Guðmundur hafði áður valið 35 manna úrtakshóp fyrir mótið en landsliðsþjálfarinn tilkynnti í dag um það hvaða nítján leikmenn fara með á HM. Sextán leikmenn eru í hóp hverju sinni og það eru því alltaf þrír leikmenn fyrir utan hópinn í hverjum leik. Guðmundur valdi þrjá markmenn þar sem Ágúst Elí Björgvinsson er til halds og trausts vegna meiðsla Viktors Gísla Hallgrímssonar. Viktor hefur verið í vandræðum með olnbogann sinn og Guðmundur vill passa upp á álagið á honum. Guðmundur valdi ekki Valsmanninn Stiven Tobar Valencia í hópinn sinn heldur ákvað að taka frekar Hákon Daði Styrmisson sem er að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Guðmundur ákvað líka að skilja Teit Örn Einarsson eftir heima en valdi frekar Óðinn Þór Ríkharðsson. Liðið er því með tvo hreinræktaða hægri hornamenn en ekki bara einn eins og á EM í janúar. Teitur er að spila með þýska stórliðinu Flensburg en það dugar ekki til að komast í nítján manna hóp Íslands. Guðmundur ræddi við Teit sem er tilbúinn til vara ef þörf er á að kalla hann inn. Guðmundur talaði líka um vinstri hornamanninn Orri Freyr Þorkelsson og vinstri skyttuna Daníel Þór Ingason á fundinum og að það hafi verið erfitt að skilja þá eftir. Báðir hafa þeir verið í kringum liðið á síðustu árum. Það er mikil áhugi á og spenna fyrir þessu móti meðal íslenskra handboltaáhugamanna enda náði íslenska liðið sjötta sæti á EM í ár og margir lykilmenn eru að gera frábæra hluti með liðum sínum erlendis. Væntingarnar til liðsins eru því mjög miklar í aðdraganda mótsins enda er Ísland með frábært lið og enn fremur lið á besta aldri. Æfingar liðsins byrja milli jóla og nýárs fyrir þá leikmenn sem luku leik með sínum félögum fyrir jól en þeir átta, sem koma seinna inn, byrja ekki að með liðinu fyrr en eftir áramót. Allt íslenska liðið kemur ´siðan saman til æfinga 2. janúar næstkomandi en flýgur síðan út til Þýskalands 6. janúar þar sem liðið mætir Þjóðverjum í tveimur æfingarleikjum. Liðið færir sig svo yfir til Svíþjóðar 10. janúar. Fyrsti leikur Íslands er á móti Portúgal 12. janúar en íslensku strákarnir mæta svo Ungverjum 14. janúar og loks Suður-Kóreu 16. janúar. Leikmannahópur Íslands á HM 2023: - Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg Björgvin Páll Gústavsson, Val Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes - Vinstra hornamenn: Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach - Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg Ólafur Andrés Guðmundsson, GC Amicitia Zürich - Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen Janus Daði Smárason, Kolstad - Hægri skyttur: Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg Viggó Kristjánsson, SC Leipzig Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix UC - Hægri hornamenn: Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Óðinn Þór Ríkharðsson, Katteden Schaffhausen - Línumenn og varnarmenn: Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnti í dag lokahóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í janúar en mótið fer að þessu sinni fram í Svíþjóð og Póllandi. Guðmundur hafði áður valið 35 manna úrtakshóp fyrir mótið en landsliðsþjálfarinn tilkynnti í dag um það hvaða nítján leikmenn fara með á HM. Sextán leikmenn eru í hóp hverju sinni og það eru því alltaf þrír leikmenn fyrir utan hópinn í hverjum leik. Guðmundur valdi þrjá markmenn þar sem Ágúst Elí Björgvinsson er til halds og trausts vegna meiðsla Viktors Gísla Hallgrímssonar. Viktor hefur verið í vandræðum með olnbogann sinn og Guðmundur vill passa upp á álagið á honum. Guðmundur valdi ekki Valsmanninn Stiven Tobar Valencia í hópinn sinn heldur ákvað að taka frekar Hákon Daði Styrmisson sem er að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Guðmundur ákvað líka að skilja Teit Örn Einarsson eftir heima en valdi frekar Óðinn Þór Ríkharðsson. Liðið er því með tvo hreinræktaða hægri hornamenn en ekki bara einn eins og á EM í janúar. Teitur er að spila með þýska stórliðinu Flensburg en það dugar ekki til að komast í nítján manna hóp Íslands. Guðmundur ræddi við Teit sem er tilbúinn til vara ef þörf er á að kalla hann inn. Guðmundur talaði líka um vinstri hornamanninn Orri Freyr Þorkelsson og vinstri skyttuna Daníel Þór Ingason á fundinum og að það hafi verið erfitt að skilja þá eftir. Báðir hafa þeir verið í kringum liðið á síðustu árum. Það er mikil áhugi á og spenna fyrir þessu móti meðal íslenskra handboltaáhugamanna enda náði íslenska liðið sjötta sæti á EM í ár og margir lykilmenn eru að gera frábæra hluti með liðum sínum erlendis. Væntingarnar til liðsins eru því mjög miklar í aðdraganda mótsins enda er Ísland með frábært lið og enn fremur lið á besta aldri. Æfingar liðsins byrja milli jóla og nýárs fyrir þá leikmenn sem luku leik með sínum félögum fyrir jól en þeir átta, sem koma seinna inn, byrja ekki að með liðinu fyrr en eftir áramót. Allt íslenska liðið kemur ´siðan saman til æfinga 2. janúar næstkomandi en flýgur síðan út til Þýskalands 6. janúar þar sem liðið mætir Þjóðverjum í tveimur æfingarleikjum. Liðið færir sig svo yfir til Svíþjóðar 10. janúar. Fyrsti leikur Íslands er á móti Portúgal 12. janúar en íslensku strákarnir mæta svo Ungverjum 14. janúar og loks Suður-Kóreu 16. janúar. Leikmannahópur Íslands á HM 2023: - Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg Björgvin Páll Gústavsson, Val Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes - Vinstra hornamenn: Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach - Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg Ólafur Andrés Guðmundsson, GC Amicitia Zürich - Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen Janus Daði Smárason, Kolstad - Hægri skyttur: Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg Viggó Kristjánsson, SC Leipzig Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix UC - Hægri hornamenn: Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Óðinn Þór Ríkharðsson, Katteden Schaffhausen - Línumenn og varnarmenn: Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen
Leikmannahópur Íslands á HM 2023: - Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg Björgvin Páll Gústavsson, Val Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes - Vinstra hornamenn: Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach - Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg Ólafur Andrés Guðmundsson, GC Amicitia Zürich - Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen Janus Daði Smárason, Kolstad - Hægri skyttur: Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg Viggó Kristjánsson, SC Leipzig Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix UC - Hægri hornamenn: Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Óðinn Þór Ríkharðsson, Katteden Schaffhausen - Línumenn og varnarmenn: Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira