Að rota jólin Eva María Jónsdóttir skrifar 24. desember 2022 08:00 Ekkert okkar fer varhluta af jólakveðjum. Þær eru orðaðar á ýmsan hátt, en þó er orðalagið G L E Ð I L E G J Ó L O G F A R S Æ L T K O M A N D I Á R sú kveðja sem við heyrum og sjáum oftast, þetta er kveðjan sem við höfum flest alist upp við og mörg notað óspart og af alhug í gegnum tíðina. Íslenskan er síbreytileg og frjó, en líka gömul og ráðsett. Hún er skapandi en einnig íhaldssöm. Við sem tölum íslensku getum staðsett okkur á hvaða útnára tungumálsins sem er og tekið upp hanskann fyrir skapandi notkun þess eða kallað eftir aukinni íhaldssemi og staðið vörð um hefðir. Einhverjir málnotendur kunna að vera uggandi eftir að umræða um kynhlutlaust mál varð áberandi. Einnig gæti fólki orðið órótt þegar farið er að setja ofan í við fólk sem finnur að því að þágufallssýki (nýrra og mildara orð er þágufallshneigð) fái að grassera. Hvort tveggja bendir til þess að fólki sé ekki sama um tungumálið en allt sem lifir þróast og því má óttinn við breytingar ekki verða til þess að tungumálið staðni. Í landinu lifa saman margar málhefðir, ólíkur framburður, fjölbreytileg niðurröðun orða og mismunandi styrkleikar málnotenda. Orðalag sem verður ofan á í almennri notkun, eins og í tilfelli hinnar algengu jólakveðju hér að ofan, getur verið tilviljunum háð. Margvíslegt annað orðalag kæmi til greina. Ef litið er í orðabækur, sem eru auðfundnar á vefgáttinni málið.is má sjá að í nútímaíslensku er orðið jól aðeins til sem hvorugkyns orð í fleirtölu. Þórbergur Þórðarson notaði orðið hinsvegar í eintölu; „Fyrir jólið 1914 átti ég engan eyri til þess að kaupa mér þvott á nærfötum.” Með einfaldri uppflettingu í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má sjá að einlæg jólakveðja finnst í handriti frá árinu 1659. Sú er ögn frábrugðin þeirri sem við þekkjum best: „med beztu farsælldar oskum luckusamlegra jola og farsællegz nya ars.” Við þessa kveðju má bæta voninni um að allir geti að endingu rotað jólin og hvatningu til lesenda að nýta sér alnetið til að finna merkingu þess síðastnefnda. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva María Jónsdóttir Íslensk tunga Jól Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert okkar fer varhluta af jólakveðjum. Þær eru orðaðar á ýmsan hátt, en þó er orðalagið G L E Ð I L E G J Ó L O G F A R S Æ L T K O M A N D I Á R sú kveðja sem við heyrum og sjáum oftast, þetta er kveðjan sem við höfum flest alist upp við og mörg notað óspart og af alhug í gegnum tíðina. Íslenskan er síbreytileg og frjó, en líka gömul og ráðsett. Hún er skapandi en einnig íhaldssöm. Við sem tölum íslensku getum staðsett okkur á hvaða útnára tungumálsins sem er og tekið upp hanskann fyrir skapandi notkun þess eða kallað eftir aukinni íhaldssemi og staðið vörð um hefðir. Einhverjir málnotendur kunna að vera uggandi eftir að umræða um kynhlutlaust mál varð áberandi. Einnig gæti fólki orðið órótt þegar farið er að setja ofan í við fólk sem finnur að því að þágufallssýki (nýrra og mildara orð er þágufallshneigð) fái að grassera. Hvort tveggja bendir til þess að fólki sé ekki sama um tungumálið en allt sem lifir þróast og því má óttinn við breytingar ekki verða til þess að tungumálið staðni. Í landinu lifa saman margar málhefðir, ólíkur framburður, fjölbreytileg niðurröðun orða og mismunandi styrkleikar málnotenda. Orðalag sem verður ofan á í almennri notkun, eins og í tilfelli hinnar algengu jólakveðju hér að ofan, getur verið tilviljunum háð. Margvíslegt annað orðalag kæmi til greina. Ef litið er í orðabækur, sem eru auðfundnar á vefgáttinni málið.is má sjá að í nútímaíslensku er orðið jól aðeins til sem hvorugkyns orð í fleirtölu. Þórbergur Þórðarson notaði orðið hinsvegar í eintölu; „Fyrir jólið 1914 átti ég engan eyri til þess að kaupa mér þvott á nærfötum.” Með einfaldri uppflettingu í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má sjá að einlæg jólakveðja finnst í handriti frá árinu 1659. Sú er ögn frábrugðin þeirri sem við þekkjum best: „med beztu farsælldar oskum luckusamlegra jola og farsællegz nya ars.” Við þessa kveðju má bæta voninni um að allir geti að endingu rotað jólin og hvatningu til lesenda að nýta sér alnetið til að finna merkingu þess síðastnefnda. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun