Með mál Söndru Sigrúnar á borðinu en geti ekki beitt sér sem stendur Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 24. desember 2022 12:01 Óhætt er að segja að mál Söndru Sigrúnar hafi vakið mikla athygli. Yfirvöld hér á landi eru meðvituð um mál Söndru Sigrúnar Fenton. Dómsmálaráðuneytið getur hins vegar ekki beitt sér í máli hennar fyrr en lögð hefur verið inn umsókn til þar til bærra yfirvalda í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Eftirmál, í umsjá Nadine Guðrúnar Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur, er rætt við Margréti Fenton, móður Söndru Sigrúnar. Sandra hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíu. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. Frétt Vísis um málið hefur vakið töluverða athygli og fengið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. Sandra hefur síðastliðin níu ár setið inni í Fluvanna Correctional Center, illræmdu öryggisfangelsi þar sem aðstæðurnar geta vart talist mannsæmandi. Í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti Eftirmála kom fram að draumur fjölskyldunnar væri að fá Söndru framselda til Íslands svo hún geti afplánað restina af dómnum hér á landi. Myndi það ganga eftir sjá foreldrar hennar fyrir sér að flytja hingað til lands ásamt syni hennar. Margrét segir fjölskylduna ekki tilbúna að sætta sig að þetta verði örlög Söndru. Þau ætla að gera allt sem þau geta til að halda henni á lífi. Fyrir þremur árum réð fjölskyldan lögfræðing og vonuðust til að fá málið endurupptekið. Það gekk ekki eftir. Sandra á stóra fjölskyldu hér á landi. Fjölskyldan er mjög náin og hefur heimsótt hana í fangelsið úti. Í þættinum sagðist Margrét hafa verið í tölvupóstsamskiptum við utanríkisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið vegna málsins og væri enn að bíða svara. Dómsmálaráðuneytið hefur umsjón yfir flutningi dæmdra einstaklinga milli landa. Erfitt að veita skýr svör Ísland er aðili að samningi Evrópuráðsins um flutning dæmdra manna frá 21. mars 1983 ásamt viðauka við þann samning frá 18. desember frá 1997. Bandaríkin eru einnig aðili að þessum samning. Samningur þessi er notaður í dag við flutning fanga til og frá Íslandi til annarra landa en Norðurlandanna. Þó hafa Norðurlöndin stundum byggt flutning fanga á samningnum í þeim tilvikum er lög ná ekki yfir það tilvik sem til umfjöllunar er. Í samtali við Vísi staðfesti Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins að ráðuneytinu hefði borist fyrirspurn varðandi málið og var því beint áfram til Borgaraþjónustunnar og Dómsmálaráðuneytisins. Þá staðfesti Fjalar Sigurðsson upplýsingafulltrúi Dómsmálaráðuneytisins í samtali við Vísi að fyrirspurn varðandi framsal Söndru Sigrúnar hefði borist. Hins vegar væri erfitt að veita svör án þess að gefa fyrirheit eða ávæning að svo stöddu og því þyrfti að binda svör ráðuneytisins við beinar spurningar um almenna meðferð á málum sem snerta íslenska fanga sem afplána refsingar erlendis. „Fangar geta farið fram á flutning til afplánunar á Íslandi á grundvelli Evrópusamningsins um flutning dæmdra manna, og er ekki skilyrði að viðkomandi ríki sé aðili að samningnum. Þegar beiðni berst um slíkan flutning er það í verkahring dómsmálaráðuneytisins að afgreiða beiðnina,“ kemur fram í skriflegu svari Fjalars. Flókið kerfi Í samtali við Vísi segir Margrét að umsókn til dómsmálayfirvalda í Virginíuríki hafi ekki enn verið lögð fram fyrir hönd Söndru. Það sé næsta skref. Hins vegar standi það fjölskyldunni fyrir dyrum að kerfið úti er þungt í vöfum og lögfræðikostnaður himinhár. „Ég bara veit ekki hvert ég á að snúa mér. Við höfum bara ekki efni á að fá okkur lögfræðing aftur.“ Íslendingar erlendis Eftirmál Fangelsismál Bandaríkin Mál Söndru Sigrúnar Fenton Tengdar fréttir Sandra Sigrún afplánar 37 ára fangelsisdóm og fjölskylduna dreymir um framsal Sandra Sigrún Fenton hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. 19. desember 2022 14:07 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Eftirmál, í umsjá Nadine Guðrúnar Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur, er rætt við Margréti Fenton, móður Söndru Sigrúnar. Sandra hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíu. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. Frétt Vísis um málið hefur vakið töluverða athygli og fengið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. Sandra hefur síðastliðin níu ár setið inni í Fluvanna Correctional Center, illræmdu öryggisfangelsi þar sem aðstæðurnar geta vart talist mannsæmandi. Í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti Eftirmála kom fram að draumur fjölskyldunnar væri að fá Söndru framselda til Íslands svo hún geti afplánað restina af dómnum hér á landi. Myndi það ganga eftir sjá foreldrar hennar fyrir sér að flytja hingað til lands ásamt syni hennar. Margrét segir fjölskylduna ekki tilbúna að sætta sig að þetta verði örlög Söndru. Þau ætla að gera allt sem þau geta til að halda henni á lífi. Fyrir þremur árum réð fjölskyldan lögfræðing og vonuðust til að fá málið endurupptekið. Það gekk ekki eftir. Sandra á stóra fjölskyldu hér á landi. Fjölskyldan er mjög náin og hefur heimsótt hana í fangelsið úti. Í þættinum sagðist Margrét hafa verið í tölvupóstsamskiptum við utanríkisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið vegna málsins og væri enn að bíða svara. Dómsmálaráðuneytið hefur umsjón yfir flutningi dæmdra einstaklinga milli landa. Erfitt að veita skýr svör Ísland er aðili að samningi Evrópuráðsins um flutning dæmdra manna frá 21. mars 1983 ásamt viðauka við þann samning frá 18. desember frá 1997. Bandaríkin eru einnig aðili að þessum samning. Samningur þessi er notaður í dag við flutning fanga til og frá Íslandi til annarra landa en Norðurlandanna. Þó hafa Norðurlöndin stundum byggt flutning fanga á samningnum í þeim tilvikum er lög ná ekki yfir það tilvik sem til umfjöllunar er. Í samtali við Vísi staðfesti Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins að ráðuneytinu hefði borist fyrirspurn varðandi málið og var því beint áfram til Borgaraþjónustunnar og Dómsmálaráðuneytisins. Þá staðfesti Fjalar Sigurðsson upplýsingafulltrúi Dómsmálaráðuneytisins í samtali við Vísi að fyrirspurn varðandi framsal Söndru Sigrúnar hefði borist. Hins vegar væri erfitt að veita svör án þess að gefa fyrirheit eða ávæning að svo stöddu og því þyrfti að binda svör ráðuneytisins við beinar spurningar um almenna meðferð á málum sem snerta íslenska fanga sem afplána refsingar erlendis. „Fangar geta farið fram á flutning til afplánunar á Íslandi á grundvelli Evrópusamningsins um flutning dæmdra manna, og er ekki skilyrði að viðkomandi ríki sé aðili að samningnum. Þegar beiðni berst um slíkan flutning er það í verkahring dómsmálaráðuneytisins að afgreiða beiðnina,“ kemur fram í skriflegu svari Fjalars. Flókið kerfi Í samtali við Vísi segir Margrét að umsókn til dómsmálayfirvalda í Virginíuríki hafi ekki enn verið lögð fram fyrir hönd Söndru. Það sé næsta skref. Hins vegar standi það fjölskyldunni fyrir dyrum að kerfið úti er þungt í vöfum og lögfræðikostnaður himinhár. „Ég bara veit ekki hvert ég á að snúa mér. Við höfum bara ekki efni á að fá okkur lögfræðing aftur.“
Íslendingar erlendis Eftirmál Fangelsismál Bandaríkin Mál Söndru Sigrúnar Fenton Tengdar fréttir Sandra Sigrún afplánar 37 ára fangelsisdóm og fjölskylduna dreymir um framsal Sandra Sigrún Fenton hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. 19. desember 2022 14:07 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Sandra Sigrún afplánar 37 ára fangelsisdóm og fjölskylduna dreymir um framsal Sandra Sigrún Fenton hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. 19. desember 2022 14:07
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda