Aðfangadagur: Hvar er opið og hversu lengi? Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2022 08:31 Þeir sem eiga eftir að versla jólagjafir, eða í matinn, hafa enn nægan tíma til stefnu. Vísir/Vilhelm „Aðfangadagur – ég bíð eftir jólunum spenntur,“ segir í frægu jólalagi hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Og viti menn. Landsmenn hafa undanfarnar vikur verið í óðaönn að undirbúa, taka til og kaupa það sem til þarf áður en aðfangadagur loks rennur upp. Eins og gengur og gerist geta hlutir gleymst þrátt fyrir góðan undirbúning og þá er gott að vita hvar opið er á aðfangadag. Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum á landinu . Opið er í verslunarmiðstöðvum Smáralindar og Kringlunnar frá klukkan 10 til 13. Í miðborginni verður opið í flestum verslunum frá klukkan 10 til 12 en sumir verslunareigendur hafa opið lengur. Sama gildir um verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri en þar er opið til klukkan 12. Þeir sem eru á síðasta snúning hafa því nægan tíma til stefnu. Vanti hráefni í eldamennskuna eða baksturinn þarf eigi að örvænta enda er opið í fjölmörgum verslunum víðsvegar á landinu í dag. Í Fjarðarkaupum er opið frá 9 til 12:30 og Bónus er með opið í öllum verslunum sínum frá klukkan 10 til14. Þá verður opið í verslunum Krónunnar frá 9 til 15 í dag. Í Hagkaupum er opið til kl. 14, það er að segja í Smáralind og í Kringlunni, en í öðrum verslunum Hagkaupa er opið til klukkan 16. Þeir sem ætla út að borða í kvöld hafa úr fjölmörgum stöðum að velja. Svo eitthvað sé nefnt verður opið á veitingastöðum Kopar, Lóu og á Bastard. Hægt er að nálgast opnunartíma á veitingastöðum hér. Opið í sund fram að hádegi Vesturbæingar eru einnig í góðum málum en opið er í Melabúðinni frá klukkan 9 til 14 í dag. Verslunin Rangá í Skipasundi toppar Melabúðina en þar verður opið til klukkan 15. Þá eru langflestar verslanir Krambúðarinnar opnar til klukkan 16 að frátöldum verslunum Krambúðarinnar á Flúðum, Hólmavík, Laugarvatni og Reykjahlíð. Enn er hægt að komast í Nettó en allar verslanir keðjunnar eru opnar til klukkan 14 í dag. Í Extra verður extra langur opnunartími, til klukkan 17 á Barónsstíg í Reykjavík og á Akureyri og í Reykjanesbæ. Þá verður opið í Pétursbúð frá 9 til 5 í dag og opið verður í nýrri verslun OK Market á Hlíðarenda til klukkan 20 í kvöld. Höfuðborgarbúar komast í sund fram að hádegi en opið er í sundlaugum Reykjavíkur til klukkan 13 í dag. Íbúar á Seltjarnarnesi komast einnig í sund en opið er í Sundlaug Seltjarnarness til klukkan 12.30. Á Álftanesi og í Keflavík er opið til 11.30 og í Klébergslaug er opið til 13. Akureyringar geta skellt sér í sund frá 9 til 12 en lokað verður á Egilsstöðum. Hér má sjá nánari opnunartíma sundlauga landsins. Almenningssamgöngur leggjast alls ekki af en strætisvagnar munu ganga samkvæmt laugardagsáætlun til klukkan 15 í dag. Á morgun, jóladag, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun og hið sama gildir um annan í jólum. Þeir sem drekka rauðvín, eða annað áfengi yfir hátíðarnar, komast enn í ríkið en opið er í ÁTVR frá klukkan 9-13 í dag. Lokað verður á jóladag og annan í jólum og er því naumur tími til stefnu. Þá er opið í Nýju vínbúðinni og hægt að panta til klukkan 14 í dag. Listinn er langt frá því að vera tæmandi. Vanti eitthvað á listann er hægt að senda póst á ritstjorn@visir.is Jól Verslun Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum á landinu . Opið er í verslunarmiðstöðvum Smáralindar og Kringlunnar frá klukkan 10 til 13. Í miðborginni verður opið í flestum verslunum frá klukkan 10 til 12 en sumir verslunareigendur hafa opið lengur. Sama gildir um verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri en þar er opið til klukkan 12. Þeir sem eru á síðasta snúning hafa því nægan tíma til stefnu. Vanti hráefni í eldamennskuna eða baksturinn þarf eigi að örvænta enda er opið í fjölmörgum verslunum víðsvegar á landinu í dag. Í Fjarðarkaupum er opið frá 9 til 12:30 og Bónus er með opið í öllum verslunum sínum frá klukkan 10 til14. Þá verður opið í verslunum Krónunnar frá 9 til 15 í dag. Í Hagkaupum er opið til kl. 14, það er að segja í Smáralind og í Kringlunni, en í öðrum verslunum Hagkaupa er opið til klukkan 16. Þeir sem ætla út að borða í kvöld hafa úr fjölmörgum stöðum að velja. Svo eitthvað sé nefnt verður opið á veitingastöðum Kopar, Lóu og á Bastard. Hægt er að nálgast opnunartíma á veitingastöðum hér. Opið í sund fram að hádegi Vesturbæingar eru einnig í góðum málum en opið er í Melabúðinni frá klukkan 9 til 14 í dag. Verslunin Rangá í Skipasundi toppar Melabúðina en þar verður opið til klukkan 15. Þá eru langflestar verslanir Krambúðarinnar opnar til klukkan 16 að frátöldum verslunum Krambúðarinnar á Flúðum, Hólmavík, Laugarvatni og Reykjahlíð. Enn er hægt að komast í Nettó en allar verslanir keðjunnar eru opnar til klukkan 14 í dag. Í Extra verður extra langur opnunartími, til klukkan 17 á Barónsstíg í Reykjavík og á Akureyri og í Reykjanesbæ. Þá verður opið í Pétursbúð frá 9 til 5 í dag og opið verður í nýrri verslun OK Market á Hlíðarenda til klukkan 20 í kvöld. Höfuðborgarbúar komast í sund fram að hádegi en opið er í sundlaugum Reykjavíkur til klukkan 13 í dag. Íbúar á Seltjarnarnesi komast einnig í sund en opið er í Sundlaug Seltjarnarness til klukkan 12.30. Á Álftanesi og í Keflavík er opið til 11.30 og í Klébergslaug er opið til 13. Akureyringar geta skellt sér í sund frá 9 til 12 en lokað verður á Egilsstöðum. Hér má sjá nánari opnunartíma sundlauga landsins. Almenningssamgöngur leggjast alls ekki af en strætisvagnar munu ganga samkvæmt laugardagsáætlun til klukkan 15 í dag. Á morgun, jóladag, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun og hið sama gildir um annan í jólum. Þeir sem drekka rauðvín, eða annað áfengi yfir hátíðarnar, komast enn í ríkið en opið er í ÁTVR frá klukkan 9-13 í dag. Lokað verður á jóladag og annan í jólum og er því naumur tími til stefnu. Þá er opið í Nýju vínbúðinni og hægt að panta til klukkan 14 í dag. Listinn er langt frá því að vera tæmandi. Vanti eitthvað á listann er hægt að senda póst á ritstjorn@visir.is
Jól Verslun Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira