Sport

Jón Axel lék í fjórtán mínútur í tapi gegn toppliðinu

Andri Már Eggertsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson í leik með A-landsliðinu
Jón Axel Guðmundsson í leik með A-landsliðinu Vísir/Vilhelm

Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Pesaro, tapaði í framlengdum leik í ítölsku Seria A deildinni í körfuknattleik gegn Virtus Bologna sem er á toppnum. 

Leikurinn var í járnum og eftir fjóra leikhluta var staðan jöfn 73-73 og framlengja þurfti leikinn. Virtus Bologna sem er í efsta sæti ítölsku deildarinnar sýndi klærnar í framlengingu og toppliðið vann á endanum fimm stiga útisigur 82-87. 

 

Jón Axel Guðmundsson spilaði fjórtán mínútur í leiknum. Jón Axel tók fjögur fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal einum bolta. 

Pesaro er í fimmta sæti deildarinnar með 14 stig eftir tólf leiki. Næsti leikur Jón Axels er gegn Reggiana næsta föstudag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×