Frá þessu greinir Morgunblaðið.
Í frétt blaðsins segir að vélin hafi verið yfir nyrstu byggðum Kanada þegar maðurinn fékk hjartaáfall og var þotunni lent í bænum Iqaluit. Þar var manninum komið undir læknishendur en vélin hélt áfram til Bandaríkjanna, tveimur tímum á eftir áætlun.
Í frétt Morgunblaðsins segir einnig að áætlun Icelandair sé komin á rétt spor eftir röskun vegna veðurs og ófærðar á Reykjanesbraut. Greip fyrirtækið til þess ráðs að leigja tvær þotur til að koma öllum á áfangastað, meðal annars til Kaupmannahafnar og Tenerife.