„Staðan er að versna“ Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2022 11:27 Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, segir að erfið færð tefji störf sorphirðumanna. Vísir Rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur segir að sorphirða í borginni hafi gengið ágætlega síðustu daga. Staðan sé hins vegar að versna og ljóst sé að reikna megi með töfum. Þetta segir Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu. „Við vorum á áætlun í síðustu viku. Við unnum hins vegar ekki í gær þannig að áætlunin hliðrast núna og gerum við ráð fyrir að vinna á gamlársdag til að vinna þetta upp.“ Færðin hefur ekki verið góð á höfuðborgarsvæðinu og segir Valur að sökum þessa megi búast við töfum. „Við erum degi á eftir núna, en staðan á eftir að koma betur í ljós þegar líður á vikuna.“ Hann segir að sorphirðan hafi gengið hægt í dag. „Það hefur mikið snjóað og þetta gengur hægar en við áttum von á. En við gerum ráð fyrir að dagurinn í dag verði hægasti dagurinn. Staðan er að versna.“ Íbúar moki frá sorptunnunum Valur biðlar til fólks að fólk sé sem fyrr duglegt að moka frá tunnunum til að tryggja aðgengi fyrir sorphirðumenn. „Ef aðgengið er ekki í lagi þá gætum við þurft að skilja tunnur eftir og það er alls ekkert víst að við gætum komið aftur í einhverja aukaferð. Staðan er bara þannig,“ segir Valur. Valur segir að sorp stóraukist í kringum jólin, bæði almenna ruslið og svo náttúrulega jólagjafapappír sem hleðst upp. „Við höfum frétt af því að erfiðlega hafi gengið að losa grenndargámana, bæði vegna færðarinnar og svo berast fréttir af því að bílum sé lagt nærri grenndargámunum,“ segir Valur, en það er Terra sem sér um tæmingu á þeim. Þremur dögum á eftir áætlun Sorphirða í Hafnarfirði hefur sömuleiðis gengið brösulega og segir í færslu á Facebook-síðu bæjarins að hún sé að minnsta kosti þremur dögum á eftir áætlun. „Eins og staðan er núna er áhersla lögð á að halda stofnleiðum og stofnbrautum færum og á mokstur á bílaplönum við leikskóla bæjarins. Um leið og veður leyfir og tækifæri gefst mun starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar og verktakar hefjast handa við mokstur innan hverfa bæjarins allt í takti við áætlanir og forgang,“ segir í færslunni. Reykjavík Hafnarfjörður Sorphirða Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira
Þetta segir Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu. „Við vorum á áætlun í síðustu viku. Við unnum hins vegar ekki í gær þannig að áætlunin hliðrast núna og gerum við ráð fyrir að vinna á gamlársdag til að vinna þetta upp.“ Færðin hefur ekki verið góð á höfuðborgarsvæðinu og segir Valur að sökum þessa megi búast við töfum. „Við erum degi á eftir núna, en staðan á eftir að koma betur í ljós þegar líður á vikuna.“ Hann segir að sorphirðan hafi gengið hægt í dag. „Það hefur mikið snjóað og þetta gengur hægar en við áttum von á. En við gerum ráð fyrir að dagurinn í dag verði hægasti dagurinn. Staðan er að versna.“ Íbúar moki frá sorptunnunum Valur biðlar til fólks að fólk sé sem fyrr duglegt að moka frá tunnunum til að tryggja aðgengi fyrir sorphirðumenn. „Ef aðgengið er ekki í lagi þá gætum við þurft að skilja tunnur eftir og það er alls ekkert víst að við gætum komið aftur í einhverja aukaferð. Staðan er bara þannig,“ segir Valur. Valur segir að sorp stóraukist í kringum jólin, bæði almenna ruslið og svo náttúrulega jólagjafapappír sem hleðst upp. „Við höfum frétt af því að erfiðlega hafi gengið að losa grenndargámana, bæði vegna færðarinnar og svo berast fréttir af því að bílum sé lagt nærri grenndargámunum,“ segir Valur, en það er Terra sem sér um tæmingu á þeim. Þremur dögum á eftir áætlun Sorphirða í Hafnarfirði hefur sömuleiðis gengið brösulega og segir í færslu á Facebook-síðu bæjarins að hún sé að minnsta kosti þremur dögum á eftir áætlun. „Eins og staðan er núna er áhersla lögð á að halda stofnleiðum og stofnbrautum færum og á mokstur á bílaplönum við leikskóla bæjarins. Um leið og veður leyfir og tækifæri gefst mun starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar og verktakar hefjast handa við mokstur innan hverfa bæjarins allt í takti við áætlanir og forgang,“ segir í færslunni.
Reykjavík Hafnarfjörður Sorphirða Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira