„Staðan er að versna“ Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2022 11:27 Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, segir að erfið færð tefji störf sorphirðumanna. Vísir Rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur segir að sorphirða í borginni hafi gengið ágætlega síðustu daga. Staðan sé hins vegar að versna og ljóst sé að reikna megi með töfum. Þetta segir Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu. „Við vorum á áætlun í síðustu viku. Við unnum hins vegar ekki í gær þannig að áætlunin hliðrast núna og gerum við ráð fyrir að vinna á gamlársdag til að vinna þetta upp.“ Færðin hefur ekki verið góð á höfuðborgarsvæðinu og segir Valur að sökum þessa megi búast við töfum. „Við erum degi á eftir núna, en staðan á eftir að koma betur í ljós þegar líður á vikuna.“ Hann segir að sorphirðan hafi gengið hægt í dag. „Það hefur mikið snjóað og þetta gengur hægar en við áttum von á. En við gerum ráð fyrir að dagurinn í dag verði hægasti dagurinn. Staðan er að versna.“ Íbúar moki frá sorptunnunum Valur biðlar til fólks að fólk sé sem fyrr duglegt að moka frá tunnunum til að tryggja aðgengi fyrir sorphirðumenn. „Ef aðgengið er ekki í lagi þá gætum við þurft að skilja tunnur eftir og það er alls ekkert víst að við gætum komið aftur í einhverja aukaferð. Staðan er bara þannig,“ segir Valur. Valur segir að sorp stóraukist í kringum jólin, bæði almenna ruslið og svo náttúrulega jólagjafapappír sem hleðst upp. „Við höfum frétt af því að erfiðlega hafi gengið að losa grenndargámana, bæði vegna færðarinnar og svo berast fréttir af því að bílum sé lagt nærri grenndargámunum,“ segir Valur, en það er Terra sem sér um tæmingu á þeim. Þremur dögum á eftir áætlun Sorphirða í Hafnarfirði hefur sömuleiðis gengið brösulega og segir í færslu á Facebook-síðu bæjarins að hún sé að minnsta kosti þremur dögum á eftir áætlun. „Eins og staðan er núna er áhersla lögð á að halda stofnleiðum og stofnbrautum færum og á mokstur á bílaplönum við leikskóla bæjarins. Um leið og veður leyfir og tækifæri gefst mun starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar og verktakar hefjast handa við mokstur innan hverfa bæjarins allt í takti við áætlanir og forgang,“ segir í færslunni. Reykjavík Hafnarfjörður Sorphirða Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Þetta segir Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu. „Við vorum á áætlun í síðustu viku. Við unnum hins vegar ekki í gær þannig að áætlunin hliðrast núna og gerum við ráð fyrir að vinna á gamlársdag til að vinna þetta upp.“ Færðin hefur ekki verið góð á höfuðborgarsvæðinu og segir Valur að sökum þessa megi búast við töfum. „Við erum degi á eftir núna, en staðan á eftir að koma betur í ljós þegar líður á vikuna.“ Hann segir að sorphirðan hafi gengið hægt í dag. „Það hefur mikið snjóað og þetta gengur hægar en við áttum von á. En við gerum ráð fyrir að dagurinn í dag verði hægasti dagurinn. Staðan er að versna.“ Íbúar moki frá sorptunnunum Valur biðlar til fólks að fólk sé sem fyrr duglegt að moka frá tunnunum til að tryggja aðgengi fyrir sorphirðumenn. „Ef aðgengið er ekki í lagi þá gætum við þurft að skilja tunnur eftir og það er alls ekkert víst að við gætum komið aftur í einhverja aukaferð. Staðan er bara þannig,“ segir Valur. Valur segir að sorp stóraukist í kringum jólin, bæði almenna ruslið og svo náttúrulega jólagjafapappír sem hleðst upp. „Við höfum frétt af því að erfiðlega hafi gengið að losa grenndargámana, bæði vegna færðarinnar og svo berast fréttir af því að bílum sé lagt nærri grenndargámunum,“ segir Valur, en það er Terra sem sér um tæmingu á þeim. Þremur dögum á eftir áætlun Sorphirða í Hafnarfirði hefur sömuleiðis gengið brösulega og segir í færslu á Facebook-síðu bæjarins að hún sé að minnsta kosti þremur dögum á eftir áætlun. „Eins og staðan er núna er áhersla lögð á að halda stofnleiðum og stofnbrautum færum og á mokstur á bílaplönum við leikskóla bæjarins. Um leið og veður leyfir og tækifæri gefst mun starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar og verktakar hefjast handa við mokstur innan hverfa bæjarins allt í takti við áætlanir og forgang,“ segir í færslunni.
Reykjavík Hafnarfjörður Sorphirða Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira