Bókaútgefendur tæmdu sjóð sinn strax í október Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2022 15:39 Heiðar Ingi Svansson er formaður Fíbut. Hann segist þurfa á fund Lilju D. Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að fá úr því skorið hvernig því verði háttað með sjóðinn á nýju ári, hvort 40 milljóna aukafjárveiting til hans muni þá klípast af framlagi ríkisins til sjóðsins á næsta ári. vísir/vilhelm Fjárveiting í endurgreiðslusjóð fyrir bókaútgefendur var fullnýtt strax í október. Ráðuneytið bætti 40 milljónum við til að brúa bilið. Þetta hefur aldrei gerst áður að sögn Hafþórs Eide Hafþórssonar hjá menningarmálaráðuneytinu. Hafþór telur þetta endurspegla þau auknu umsvif sem eru í íslenskri bókaútgáfu. „Í desember ákvað ráðherra að mæta þessari auknu fjárþörf sjóðsins með því nýta heimild í lögum um opinber fjármál og færa til fjárveitingar innan málaflokksins á árinu 2022, að upphæð 40 milljónir króna. Þær hafa nú þegar verið greiddar út. Endanlegar tölur um fjárþörf fyrir endurgreiðslusjóðinn árið 2022 liggja ekki fyrir en áætlað er að greiða það sem út af stendur í janúar næstkomandi þegar að endurnýjuð fjárheimild fyrir sjóðinn tekur gildi,“ segir Hafþór. Heiðar Ingi Svansson er formaður Félags íslenskra bókaútgefenda segir þetta rétt. Ráðherra hafi ákveðið að brúa bilið og segist hann þurfa að setjast niður með honum til að fá úr því skorið hvort það framlag reiknist þá til frádráttar því sem ætlað er í sjóðinn á næsta ári. Samkvæmt fjárlögum var framlag til sjóðsins 384,8 milljónir. Á næsta ári, eða 2023, er það svo samkvæmt fjárlögum 375,7 milljónir og hefur þá lækkað um 2 prósent á ári síðan að hún tók gildi árið 2019,“ útskýrir Heiðar Ingi. Upphaflegt framlag ríkisins í sjóðinn voru 400 milljónir en áskilin er aðhaldskrafa á öllum menningarsjóðum milli ára, sem útskýrir lækkunina frá gildistöku laganna. Í fyrra var sjóðurinn 392 milljónir og var þá ekki fullnýttur en samkvæmt skýrslu frá Rannís voru greiddar út 374 milljónir í fyrra. Bókaútgáfa Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Þetta hefur aldrei gerst áður að sögn Hafþórs Eide Hafþórssonar hjá menningarmálaráðuneytinu. Hafþór telur þetta endurspegla þau auknu umsvif sem eru í íslenskri bókaútgáfu. „Í desember ákvað ráðherra að mæta þessari auknu fjárþörf sjóðsins með því nýta heimild í lögum um opinber fjármál og færa til fjárveitingar innan málaflokksins á árinu 2022, að upphæð 40 milljónir króna. Þær hafa nú þegar verið greiddar út. Endanlegar tölur um fjárþörf fyrir endurgreiðslusjóðinn árið 2022 liggja ekki fyrir en áætlað er að greiða það sem út af stendur í janúar næstkomandi þegar að endurnýjuð fjárheimild fyrir sjóðinn tekur gildi,“ segir Hafþór. Heiðar Ingi Svansson er formaður Félags íslenskra bókaútgefenda segir þetta rétt. Ráðherra hafi ákveðið að brúa bilið og segist hann þurfa að setjast niður með honum til að fá úr því skorið hvort það framlag reiknist þá til frádráttar því sem ætlað er í sjóðinn á næsta ári. Samkvæmt fjárlögum var framlag til sjóðsins 384,8 milljónir. Á næsta ári, eða 2023, er það svo samkvæmt fjárlögum 375,7 milljónir og hefur þá lækkað um 2 prósent á ári síðan að hún tók gildi árið 2019,“ útskýrir Heiðar Ingi. Upphaflegt framlag ríkisins í sjóðinn voru 400 milljónir en áskilin er aðhaldskrafa á öllum menningarsjóðum milli ára, sem útskýrir lækkunina frá gildistöku laganna. Í fyrra var sjóðurinn 392 milljónir og var þá ekki fullnýttur en samkvæmt skýrslu frá Rannís voru greiddar út 374 milljónir í fyrra.
Bókaútgáfa Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent