Jólagjöf Norðmanna sögð stór gaslind í Barentshafi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. desember 2022 15:56 Borpallurinn Transocean Enabler. Gaslindin í Barentshafi er sögð stærsti fundurinn á norska landgrunninu í ár. Transocean Norska olíufélagið Vår Energi, sem er að meirihluta í eigu hins ítalska Eni, tilkynnti á Þorláksmessu um stóran gasfund á svokölluðu Lupa-svæði nærri Golíat-olíusvæðinu í Barentshafi. Frumathugun bendir til að stærð gaslindarinnar jafngildi 57 til 132 milljónum tunna af vinnanlegri olíu. „Þetta er stærsti fundurinn á norska landgrunninu þetta árið og kemur eins og jólagjöf,“ sagði leitarstjóri Vår Energi, Alessandro Barberis, í yfirlýsingu. Það var áhöfn borpallsins Transocean Enabler sem boraði niður á gaslindina en þar er um 400 metra dýpi niður á hafsbotn. Vår Energy á 50% hlut í leyfinu en Aker BP á hinn helminginn. Leyfinu var úthlutað í febrúar 2021. Vinnslupallurinn Golíat þegar hann var dreginn á nyrsta olíusvæði Noregs, sem er í Barentshafi norðan heimskautsbaugs. Norska olíustofnunin sagði í yfirlýsingu að sérleyfishafar myndu kanna þann möguleika að tengja gaslindina við þá innviði sem þegar væru til staðar á Golíat-vinnslusvæðinu, sem er um 85 kílómetra norðvestur af Hammerfest. Lupa-svæðið er svo 25 kílómetrum norðaustan Golíats. Í forsendum fjárlagafrumvarps norsku ríkisstjórnarinnar í haust var boðað að olíuframleiðsla Noregs myndi aukast um 15% á árinu 2023. Ástæðan var einkum sögð aukin framleiðsla á Johan Sverdrup-svæðinu, nýjustu gullkvörn Norðmanna. Og Norðmenn eru hvergi hættir að leita. Í síðasta olíuleitarútboði norskra stjórnvalda í september sóttu 26 olíufélög um ný sérleyfi en þau voru boðin út í Barentshafi. Hér má sjá norska ráðamenn fagna opnun Johan Sverdrup-svæðisins fyrir þremur árum: Bensín og olía Noregur Tengdar fréttir Norsk stjórnvöld gefa út 53 ný olíuleitarleyfi Norsk stjórnvöld hafa úthlutað 53 nýjum sérleyfum til leitar og vinnslu olíu á landgrunni Noregs. Á sama tíma er skýrt frá því að aldrei í sögunni hafi tekjur Norðmanna af olíu- og gasvinnslu verið eins miklar og á nýliðnu ári. 23. janúar 2022 13:27 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Fimmtíu ár frá upphafi norska olíuævintýrisins Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. 24. desember 2019 12:32 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
„Þetta er stærsti fundurinn á norska landgrunninu þetta árið og kemur eins og jólagjöf,“ sagði leitarstjóri Vår Energi, Alessandro Barberis, í yfirlýsingu. Það var áhöfn borpallsins Transocean Enabler sem boraði niður á gaslindina en þar er um 400 metra dýpi niður á hafsbotn. Vår Energy á 50% hlut í leyfinu en Aker BP á hinn helminginn. Leyfinu var úthlutað í febrúar 2021. Vinnslupallurinn Golíat þegar hann var dreginn á nyrsta olíusvæði Noregs, sem er í Barentshafi norðan heimskautsbaugs. Norska olíustofnunin sagði í yfirlýsingu að sérleyfishafar myndu kanna þann möguleika að tengja gaslindina við þá innviði sem þegar væru til staðar á Golíat-vinnslusvæðinu, sem er um 85 kílómetra norðvestur af Hammerfest. Lupa-svæðið er svo 25 kílómetrum norðaustan Golíats. Í forsendum fjárlagafrumvarps norsku ríkisstjórnarinnar í haust var boðað að olíuframleiðsla Noregs myndi aukast um 15% á árinu 2023. Ástæðan var einkum sögð aukin framleiðsla á Johan Sverdrup-svæðinu, nýjustu gullkvörn Norðmanna. Og Norðmenn eru hvergi hættir að leita. Í síðasta olíuleitarútboði norskra stjórnvalda í september sóttu 26 olíufélög um ný sérleyfi en þau voru boðin út í Barentshafi. Hér má sjá norska ráðamenn fagna opnun Johan Sverdrup-svæðisins fyrir þremur árum:
Bensín og olía Noregur Tengdar fréttir Norsk stjórnvöld gefa út 53 ný olíuleitarleyfi Norsk stjórnvöld hafa úthlutað 53 nýjum sérleyfum til leitar og vinnslu olíu á landgrunni Noregs. Á sama tíma er skýrt frá því að aldrei í sögunni hafi tekjur Norðmanna af olíu- og gasvinnslu verið eins miklar og á nýliðnu ári. 23. janúar 2022 13:27 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Fimmtíu ár frá upphafi norska olíuævintýrisins Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. 24. desember 2019 12:32 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Norsk stjórnvöld gefa út 53 ný olíuleitarleyfi Norsk stjórnvöld hafa úthlutað 53 nýjum sérleyfum til leitar og vinnslu olíu á landgrunni Noregs. Á sama tíma er skýrt frá því að aldrei í sögunni hafi tekjur Norðmanna af olíu- og gasvinnslu verið eins miklar og á nýliðnu ári. 23. janúar 2022 13:27
Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15
Fimmtíu ár frá upphafi norska olíuævintýrisins Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. 24. desember 2019 12:32