Innlent

Um­ferðar­ó­happ á Öxna­dals­heiði en enginn slasaður

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Umferðaróhapp átti sér stað á Öxnadalsheiði klukkan fjögur í dag. Rúta með ferðamönnum og jeppi skullu saman. Engin slys urðu á fólki. 

Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir veginn opinn að hálfu og viðbragðsaðila vera að störfum á vettvangi. Unnið sé að því að ferja rétt rúmlega þrjátíu manns af slysstað. 

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra biðlar embættið til ferðalanga að sýna aðgát. Búast megi við umferðartöfum. 

Tilkynninguna má sjá hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×